Ofbeldismaður sem hótaði að hringja inn sprengjuhótun færi kærasta hans í flug á sér engar málsbætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2021 14:40 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjaness. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu sinni og börnum þeirra hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi. Héraðsdómur segir ljóst að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili mannsins og konunnar og að hann eigi sér engar málsbætur. Maðurinn hótaði því meðal annars að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans væri í flug til útlanda. Dómur í málinu féll í mánuðinum en í honum má sjá að maðurinn er ákærður í fjölda ákæruliða. Meðal annars fyrir að hafa ítrekað,endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, tekið hana hálstaki, ógnað henni með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana, ýtt henni, gripið í og togað í hana, kastað til og brotið innanstokksmuni, brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og með því að hóta henni og aðilum henni tengdum, m.a. lífláti og líkamsmeiðingum. Sendi konunni mynd af öxi Sem fyrr segir var maðurinn meðal annars ákærður fyrir að hóta því að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans færi í flug til útlanda, en hún starfaði á þeim tíma sem flugfreyja hjá ótilgreindu flugfélagi. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir margs konar aðrar hótanir, meðal annars fyrir að hafa sent konunni mynd af öxi og eftirfarandi skilaboð. „[...]Segir mer ekki að eg se alki. Eigi við vandamal að striða. Eða þurfi hjalp fra eh folki. Annars fer exinn i hofuðið a ollum [...]“ Einnig var maðurinn ákærður og sakfelldur fyrir að hafa ekið mjög hratt á malarvegi með sambýliskonu og ung börn þeirra innanborðs og hótað því að drepa þau með akstrinum. Er þetta aðeins brot af þeim ákæruliðum sem koma fram í máli mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi aðeins verið sýknaður af litlum hluta ákærunnar í málinu. Ákærði var að lokum sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi, líkamsárás, brot á barnaverndarlögum og lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum. Er dómari í málinu harðorðir í garð mannsins í niðurstöðu kafla dómsins. Skapaði ógnarástand Segir í dóminum að fullyrða megi að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili þeirra, vegna hegðunar og framkomu mannsins, aðallega í garð sambýliskonu sinnar. Ástandið hafi ógnað á alvarlegan hátt lífi og heilsu hennar og með því í raun einnig barnanna, þar sem þau eru ung að árum. Líf og heilsa þeirra hafi að stærstum hluta byggt á umönnum móður þeirra. Dómari í málinu sagði manninn eiga sér engar málsbætur.Vísir/Vilhelm Segir í dómi héraðdóms að maðurinn eigi sér í raun engar málsbætur, hegðun hans hafi verið undir engum kringumstæðum réttlætanleg og raunar langt frá því, eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi, auk þess sem hann þarf að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 1,8 milljónir í miskabætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Fréttir af flugi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Dómur í málinu féll í mánuðinum en í honum má sjá að maðurinn er ákærður í fjölda ákæruliða. Meðal annars fyrir að hafa ítrekað,endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, tekið hana hálstaki, ógnað henni með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana, ýtt henni, gripið í og togað í hana, kastað til og brotið innanstokksmuni, brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og með því að hóta henni og aðilum henni tengdum, m.a. lífláti og líkamsmeiðingum. Sendi konunni mynd af öxi Sem fyrr segir var maðurinn meðal annars ákærður fyrir að hóta því að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans færi í flug til útlanda, en hún starfaði á þeim tíma sem flugfreyja hjá ótilgreindu flugfélagi. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir margs konar aðrar hótanir, meðal annars fyrir að hafa sent konunni mynd af öxi og eftirfarandi skilaboð. „[...]Segir mer ekki að eg se alki. Eigi við vandamal að striða. Eða þurfi hjalp fra eh folki. Annars fer exinn i hofuðið a ollum [...]“ Einnig var maðurinn ákærður og sakfelldur fyrir að hafa ekið mjög hratt á malarvegi með sambýliskonu og ung börn þeirra innanborðs og hótað því að drepa þau með akstrinum. Er þetta aðeins brot af þeim ákæruliðum sem koma fram í máli mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi aðeins verið sýknaður af litlum hluta ákærunnar í málinu. Ákærði var að lokum sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi, líkamsárás, brot á barnaverndarlögum og lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum. Er dómari í málinu harðorðir í garð mannsins í niðurstöðu kafla dómsins. Skapaði ógnarástand Segir í dóminum að fullyrða megi að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili þeirra, vegna hegðunar og framkomu mannsins, aðallega í garð sambýliskonu sinnar. Ástandið hafi ógnað á alvarlegan hátt lífi og heilsu hennar og með því í raun einnig barnanna, þar sem þau eru ung að árum. Líf og heilsa þeirra hafi að stærstum hluta byggt á umönnum móður þeirra. Dómari í málinu sagði manninn eiga sér engar málsbætur.Vísir/Vilhelm Segir í dómi héraðdóms að maðurinn eigi sér í raun engar málsbætur, hegðun hans hafi verið undir engum kringumstæðum réttlætanleg og raunar langt frá því, eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi, auk þess sem hann þarf að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 1,8 milljónir í miskabætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Fréttir af flugi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira