Ofbeldismaður sem hótaði að hringja inn sprengjuhótun færi kærasta hans í flug á sér engar málsbætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2021 14:40 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjaness. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu sinni og börnum þeirra hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi. Héraðsdómur segir ljóst að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili mannsins og konunnar og að hann eigi sér engar málsbætur. Maðurinn hótaði því meðal annars að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans væri í flug til útlanda. Dómur í málinu féll í mánuðinum en í honum má sjá að maðurinn er ákærður í fjölda ákæruliða. Meðal annars fyrir að hafa ítrekað,endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, tekið hana hálstaki, ógnað henni með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana, ýtt henni, gripið í og togað í hana, kastað til og brotið innanstokksmuni, brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og með því að hóta henni og aðilum henni tengdum, m.a. lífláti og líkamsmeiðingum. Sendi konunni mynd af öxi Sem fyrr segir var maðurinn meðal annars ákærður fyrir að hóta því að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans færi í flug til útlanda, en hún starfaði á þeim tíma sem flugfreyja hjá ótilgreindu flugfélagi. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir margs konar aðrar hótanir, meðal annars fyrir að hafa sent konunni mynd af öxi og eftirfarandi skilaboð. „[...]Segir mer ekki að eg se alki. Eigi við vandamal að striða. Eða þurfi hjalp fra eh folki. Annars fer exinn i hofuðið a ollum [...]“ Einnig var maðurinn ákærður og sakfelldur fyrir að hafa ekið mjög hratt á malarvegi með sambýliskonu og ung börn þeirra innanborðs og hótað því að drepa þau með akstrinum. Er þetta aðeins brot af þeim ákæruliðum sem koma fram í máli mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi aðeins verið sýknaður af litlum hluta ákærunnar í málinu. Ákærði var að lokum sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi, líkamsárás, brot á barnaverndarlögum og lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum. Er dómari í málinu harðorðir í garð mannsins í niðurstöðu kafla dómsins. Skapaði ógnarástand Segir í dóminum að fullyrða megi að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili þeirra, vegna hegðunar og framkomu mannsins, aðallega í garð sambýliskonu sinnar. Ástandið hafi ógnað á alvarlegan hátt lífi og heilsu hennar og með því í raun einnig barnanna, þar sem þau eru ung að árum. Líf og heilsa þeirra hafi að stærstum hluta byggt á umönnum móður þeirra. Dómari í málinu sagði manninn eiga sér engar málsbætur.Vísir/Vilhelm Segir í dómi héraðdóms að maðurinn eigi sér í raun engar málsbætur, hegðun hans hafi verið undir engum kringumstæðum réttlætanleg og raunar langt frá því, eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi, auk þess sem hann þarf að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 1,8 milljónir í miskabætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Fréttir af flugi Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Dómur í málinu féll í mánuðinum en í honum má sjá að maðurinn er ákærður í fjölda ákæruliða. Meðal annars fyrir að hafa ítrekað,endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, tekið hana hálstaki, ógnað henni með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana, ýtt henni, gripið í og togað í hana, kastað til og brotið innanstokksmuni, brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og með því að hóta henni og aðilum henni tengdum, m.a. lífláti og líkamsmeiðingum. Sendi konunni mynd af öxi Sem fyrr segir var maðurinn meðal annars ákærður fyrir að hóta því að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans færi í flug til útlanda, en hún starfaði á þeim tíma sem flugfreyja hjá ótilgreindu flugfélagi. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir margs konar aðrar hótanir, meðal annars fyrir að hafa sent konunni mynd af öxi og eftirfarandi skilaboð. „[...]Segir mer ekki að eg se alki. Eigi við vandamal að striða. Eða þurfi hjalp fra eh folki. Annars fer exinn i hofuðið a ollum [...]“ Einnig var maðurinn ákærður og sakfelldur fyrir að hafa ekið mjög hratt á malarvegi með sambýliskonu og ung börn þeirra innanborðs og hótað því að drepa þau með akstrinum. Er þetta aðeins brot af þeim ákæruliðum sem koma fram í máli mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi aðeins verið sýknaður af litlum hluta ákærunnar í málinu. Ákærði var að lokum sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi, líkamsárás, brot á barnaverndarlögum og lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum. Er dómari í málinu harðorðir í garð mannsins í niðurstöðu kafla dómsins. Skapaði ógnarástand Segir í dóminum að fullyrða megi að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili þeirra, vegna hegðunar og framkomu mannsins, aðallega í garð sambýliskonu sinnar. Ástandið hafi ógnað á alvarlegan hátt lífi og heilsu hennar og með því í raun einnig barnanna, þar sem þau eru ung að árum. Líf og heilsa þeirra hafi að stærstum hluta byggt á umönnum móður þeirra. Dómari í málinu sagði manninn eiga sér engar málsbætur.Vísir/Vilhelm Segir í dómi héraðdóms að maðurinn eigi sér í raun engar málsbætur, hegðun hans hafi verið undir engum kringumstæðum réttlætanleg og raunar langt frá því, eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi, auk þess sem hann þarf að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 1,8 milljónir í miskabætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Fréttir af flugi Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira