„Ég hélt það myndi aldrei neinn ganga inn á mitt prívat svið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. september 2021 10:30 Kristrún Frostadóttir er viðmælandi Begga Ólafs í 28.þætti af hlaðvarpinu 24/7. 24/7 Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, er gestur í 28. þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum ræðir Kristrún meðal annars það atvik sem hún telur hafa mótað hana hvað mest. „Ég hélt þegar ég var lítil að að skipti ekki máli af hvaða kyni ég væri. Ég ólst upp á þannig heimili. Pabbi minn var miklu meira heima en mamma mín. Mamma er læknir og vann bara miklu meira,“ segir Kristrún um æsku sína. Faðir hennar fléttaði hana og fór á matreiðslunámskeið til þess að geta sinnt heimilinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt það eftir á að hann hafi aldrei fundið sig neitt sérstaklega í því hlutverki, þá gerði hann það sem þurfti að gera. „Ég upplifði það aldrei sem barn eða unglingur að það myndi halda aftur að mér að ég væri kona,“ segir hún og viðurkennir að á unglingsárunum hafi hún hugsað: „Höfum við það ekki bara svo gott sem konur? Þarf maður virkilega að vera femínisti í dag?“ „Hélt að ef ég myndi einhvern tíman lenda í þessu myndi ég bara trompast og lemja viðkomandi“ Þessi hugsun situr alltaf í henni vegna þess að hún man svo vel það augnablik sem hún áttaði sig á því að hún hafði rangt fyrir sér. „Ég var 23 ára og er byrjuð í minni fyrstu vinnu. Þá lendi ég í því að það er gengið á mig persónulega og líkamlega í einu vinnupartýi. Ég man hvað ég var miður mín yfir því að hafa verið brugðið. Ég hélt að ef ég myndi einhvern tíman lenda í þessu myndi ég bara trompast, lemja viðkomandi og fríka út, að ég væri svo ótrúlega ákveðin týpa.“ „Ég man að ég bara stirðnaði af því að mér bara krossbrá. Ég hélt aldrei að það myndi neinn ganga inn á mitt prívat svið. Þessi upplifun hefur alltaf setið í mér.“ Kristrún segir karlkynsvinnufélaga sem urðu vitni af atvikinu hafa hlegið og gert grín að þessu. Atvikið hafði gríðarleg áhrif á Kristrúnu sem segist á þessu augnabliki hafa áttað sig á því að hlutirnir væru ekki í lagi. „Ég lenti líka í áreitni þar sem var svolítið verið að orða mína velgengni í vinnu við kynferði og ég man eftir því hvað mér fannst ég svo mikill aumingi. Ég tók þetta svo mikið inn á mig. Þá rann það upp fyrir mér hvað andlegt ofbeldi og líkamlegt ofbeldi getur haft ofboðslega mikil áhrif til lengri tíma.“ Kristrún segir þá umræðu sem hefur skapast á undanförnum árum vera mikilvæga, ekki síst fyrir virkni ungra kvenna í samfélaginu. „Að þær hafi sjálfstraust til þess að sækja fram. Ef þú lendir í ákveðnum hlutum, hvað þá ef þú ert ekki með mikið sjálfstraust fyrir, þá getur það bara orðið til þess að þú heldur þig til hlés framan af.“ Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. 24/7 með Begga Ólafs Samfylkingin Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
„Ég hélt þegar ég var lítil að að skipti ekki máli af hvaða kyni ég væri. Ég ólst upp á þannig heimili. Pabbi minn var miklu meira heima en mamma mín. Mamma er læknir og vann bara miklu meira,“ segir Kristrún um æsku sína. Faðir hennar fléttaði hana og fór á matreiðslunámskeið til þess að geta sinnt heimilinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt það eftir á að hann hafi aldrei fundið sig neitt sérstaklega í því hlutverki, þá gerði hann það sem þurfti að gera. „Ég upplifði það aldrei sem barn eða unglingur að það myndi halda aftur að mér að ég væri kona,“ segir hún og viðurkennir að á unglingsárunum hafi hún hugsað: „Höfum við það ekki bara svo gott sem konur? Þarf maður virkilega að vera femínisti í dag?“ „Hélt að ef ég myndi einhvern tíman lenda í þessu myndi ég bara trompast og lemja viðkomandi“ Þessi hugsun situr alltaf í henni vegna þess að hún man svo vel það augnablik sem hún áttaði sig á því að hún hafði rangt fyrir sér. „Ég var 23 ára og er byrjuð í minni fyrstu vinnu. Þá lendi ég í því að það er gengið á mig persónulega og líkamlega í einu vinnupartýi. Ég man hvað ég var miður mín yfir því að hafa verið brugðið. Ég hélt að ef ég myndi einhvern tíman lenda í þessu myndi ég bara trompast, lemja viðkomandi og fríka út, að ég væri svo ótrúlega ákveðin týpa.“ „Ég man að ég bara stirðnaði af því að mér bara krossbrá. Ég hélt aldrei að það myndi neinn ganga inn á mitt prívat svið. Þessi upplifun hefur alltaf setið í mér.“ Kristrún segir karlkynsvinnufélaga sem urðu vitni af atvikinu hafa hlegið og gert grín að þessu. Atvikið hafði gríðarleg áhrif á Kristrúnu sem segist á þessu augnabliki hafa áttað sig á því að hlutirnir væru ekki í lagi. „Ég lenti líka í áreitni þar sem var svolítið verið að orða mína velgengni í vinnu við kynferði og ég man eftir því hvað mér fannst ég svo mikill aumingi. Ég tók þetta svo mikið inn á mig. Þá rann það upp fyrir mér hvað andlegt ofbeldi og líkamlegt ofbeldi getur haft ofboðslega mikil áhrif til lengri tíma.“ Kristrún segir þá umræðu sem hefur skapast á undanförnum árum vera mikilvæga, ekki síst fyrir virkni ungra kvenna í samfélaginu. „Að þær hafi sjálfstraust til þess að sækja fram. Ef þú lendir í ákveðnum hlutum, hvað þá ef þú ert ekki með mikið sjálfstraust fyrir, þá getur það bara orðið til þess að þú heldur þig til hlés framan af.“ Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni.
24/7 með Begga Ólafs Samfylkingin Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. 26. september 2021 09:26