Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2021 18:47 Þær Hólmfríður, Lenya og Rósa Björk detta út vegna breytinganna. Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. Í kjördæminu höfðu atkvæði Viðreisnar verið oftalin um níu og atkvæði Miðflokksins um fimm. Þetta veldur því að fimm frambjóðendur, sem útlit var fyrir í morgun að yrðu þingmenn, detta út og aðrir fimm koma inn. Af þeim fimm sem detta út eru þrjár konur, og í þeirra stað koma þrír karlar. Fyrir þá tvo karlmenn sem detta út af þingi koma aðrir karlmenn inn. Í dag var útlit fyrir að konur á þingi yrðu 33 á móti 30 körlum. Nú hefur hlutfallið hins vegar snúist við, og á þingi taka sæti 33 karlar og 30 konur. Þetta hefði verið í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Konurnar þrjár sem detta út eru Hólmfríður Árnadóttir fyrir VG í Suðurkjördæmi, Lenya Rún Taha Karim fyrir Pírata í Reykjavík norður og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Samfylkingu í Reykjavík suður. Hér að neðan má sjá hreyfingar á jöfnunarsætum eftir endurtalninguna í Norðausturkjördæmi: Guðmundur Gunnarsson fellur út sem jöfnunarmaður Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og í stað hans kemur Bergþór Ólason inn fyrir Miðflokkinn. Í Reykjavík norður fellur Lenya Rún Taha Karim út sem jöfnunarmaður Pírata og í hennar stað kemur Jóhann Páll Jóhannsson fyrir Samfylkinguna. Og þá dettur Rósa Björk Brynjólfsdóttir út sem jöfnunarmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Í Suðurkjördæmi dettur Hólmfríður Árnadóttir út sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna og Guðbrandur Einarsson kemur inn í hennar stað sem jöfnunarþingmaður Viðreisnar. Karl Gauti Hjaltason dettur þá út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en það sæti tekur Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Jafnréttismál Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37 Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Í kjördæminu höfðu atkvæði Viðreisnar verið oftalin um níu og atkvæði Miðflokksins um fimm. Þetta veldur því að fimm frambjóðendur, sem útlit var fyrir í morgun að yrðu þingmenn, detta út og aðrir fimm koma inn. Af þeim fimm sem detta út eru þrjár konur, og í þeirra stað koma þrír karlar. Fyrir þá tvo karlmenn sem detta út af þingi koma aðrir karlmenn inn. Í dag var útlit fyrir að konur á þingi yrðu 33 á móti 30 körlum. Nú hefur hlutfallið hins vegar snúist við, og á þingi taka sæti 33 karlar og 30 konur. Þetta hefði verið í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Konurnar þrjár sem detta út eru Hólmfríður Árnadóttir fyrir VG í Suðurkjördæmi, Lenya Rún Taha Karim fyrir Pírata í Reykjavík norður og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Samfylkingu í Reykjavík suður. Hér að neðan má sjá hreyfingar á jöfnunarsætum eftir endurtalninguna í Norðausturkjördæmi: Guðmundur Gunnarsson fellur út sem jöfnunarmaður Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og í stað hans kemur Bergþór Ólason inn fyrir Miðflokkinn. Í Reykjavík norður fellur Lenya Rún Taha Karim út sem jöfnunarmaður Pírata og í hennar stað kemur Jóhann Páll Jóhannsson fyrir Samfylkinguna. Og þá dettur Rósa Björk Brynjólfsdóttir út sem jöfnunarmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Í Suðurkjördæmi dettur Hólmfríður Árnadóttir út sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna og Guðbrandur Einarsson kemur inn í hennar stað sem jöfnunarþingmaður Viðreisnar. Karl Gauti Hjaltason dettur þá út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en það sæti tekur Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata.
Guðmundur Gunnarsson fellur út sem jöfnunarmaður Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og í stað hans kemur Bergþór Ólason inn fyrir Miðflokkinn. Í Reykjavík norður fellur Lenya Rún Taha Karim út sem jöfnunarmaður Pírata og í hennar stað kemur Jóhann Páll Jóhannsson fyrir Samfylkinguna. Og þá dettur Rósa Björk Brynjólfsdóttir út sem jöfnunarmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Í Suðurkjördæmi dettur Hólmfríður Árnadóttir út sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna og Guðbrandur Einarsson kemur inn í hennar stað sem jöfnunarþingmaður Viðreisnar. Karl Gauti Hjaltason dettur þá út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en það sæti tekur Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jafnréttismál Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37 Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37
Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19