Skýrasti valkosturinn fyrir loftslagið Andrés Ingi Jónsson skrifar 25. september 2021 09:00 „Ég hef engin völd,“ sagði einn ræðumanna á loftslagsverkfallinu á Austurvelli í hádeginu í gær. Þar hefur ungt fólk komið saman í hverri viku til að vekja stjórnmálafólk af þeim doða sem hefur ríkt í loftslagsmálum. Viðbrögð stjórnmálafólks hafa valdið þessum vonbrigðum, látið fólk upplifa valdaleysi. Þeim finnst ekki hlustað á sig, ekki tekið mark á sér. Stjórnvöld hafa ítrekað fundað með aðstandendum loftslagsverkfallsins og klappað þeim á bakið, en alltaf skortir pólitíska kjarkinn til að bregðast við með alvöru aðgerðum. Skýrasta krafa loftslagsverkfallsins er einföld: Að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi og taki í framhaldinu loftslagsvandanum sem því neyðarástandi sem hann er. Svar ríkisstjórnarinnar: Nei. Núna er tækifærið Í dag hafa kjósendur völd sem þau geta alltof sjaldan nýtt sér; þau geta kosið kjarkað stjórnmálafólk til að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum á næstu fjórum árum. Þó að fráfarandi ríkisstjórn telji sig hafa gert meira en nokkur önnur, þá hefði hún þurft að gera svo miklu meira - og tíminn til aðgerða er að renna út. Næstu fjögur ár munu skipta sköpum í loftslagsmálum. Við eigum ekki efni á öðru kjörtímabili með kyrrstöðustjórn. Upp úr loftslagsverkfallinu spratt í vor eitt öflugasta pólitíska verkfæri síðari tíma: Sólarkvarði Ungra umhverfissinna. Tilkoma Sólarinnar hefur stökkbreytt umræðu um málaflokk sem allt of lengi var helst á færi vísindanörda að tala um. Stjórnmálafólk kemst ekki lengur upp með að klappa ungu fólki á bakið fyrir að standa fyrir loftslagsverkfallinu, en bregðast ekki við neinu af því sem krafist er. Við Píratar höfum sett okkur metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, þau metnaðarfyllstu að mati Sólarinnar. Loftslagsstefnan hefur áhrif á alla aðra stefnu okkar, enda tengjast loftslagsmálin öllu í dag - hvort sem það eru heilbrigðismál, efnahagsmál eða jafnréttismál. Með því að sigrast á loftslagsvandanum erum við nefnilega á sama tíma að bæta öll kerfi samfélagsins og berjast þannig fyrir sanngjarnari og skemmtilegri heimi. Þið hafið skýran valkost Fólk sem ætlar að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga má muna eftir Pírötum á kjörstað. Við viljum ná fram áhrifum í ríkisstjórn vegna þess að okkar stjórnmál, sem byggja á heiðarleika og róttækni, eru einmitt það sem þarf til að knýja fram þær breytingar sem eru nauðsynlegar á samfélaginu á næsta kjörtímabili. Þess vegna viljum við stuðning sem flestra í kosningunum á morgun. En við viljum líka að fólk hafi meiri völd en bara í kosningum á fjögurra ára fresti. Við viljum finna lausnirnar á loftslagsvandanum sameiginlega á þjóðfundi um sjálfbærni og loftslagsmál. Við viljum efla almenning til að sýna stjórnvöldum aðhald, vegna þess að ef við komumst í ríkisstjórn þá viljum við þurfa að standa fyrir máli okkar. Og umfram allt viljum við aðgerðir strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
„Ég hef engin völd,“ sagði einn ræðumanna á loftslagsverkfallinu á Austurvelli í hádeginu í gær. Þar hefur ungt fólk komið saman í hverri viku til að vekja stjórnmálafólk af þeim doða sem hefur ríkt í loftslagsmálum. Viðbrögð stjórnmálafólks hafa valdið þessum vonbrigðum, látið fólk upplifa valdaleysi. Þeim finnst ekki hlustað á sig, ekki tekið mark á sér. Stjórnvöld hafa ítrekað fundað með aðstandendum loftslagsverkfallsins og klappað þeim á bakið, en alltaf skortir pólitíska kjarkinn til að bregðast við með alvöru aðgerðum. Skýrasta krafa loftslagsverkfallsins er einföld: Að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi og taki í framhaldinu loftslagsvandanum sem því neyðarástandi sem hann er. Svar ríkisstjórnarinnar: Nei. Núna er tækifærið Í dag hafa kjósendur völd sem þau geta alltof sjaldan nýtt sér; þau geta kosið kjarkað stjórnmálafólk til að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum á næstu fjórum árum. Þó að fráfarandi ríkisstjórn telji sig hafa gert meira en nokkur önnur, þá hefði hún þurft að gera svo miklu meira - og tíminn til aðgerða er að renna út. Næstu fjögur ár munu skipta sköpum í loftslagsmálum. Við eigum ekki efni á öðru kjörtímabili með kyrrstöðustjórn. Upp úr loftslagsverkfallinu spratt í vor eitt öflugasta pólitíska verkfæri síðari tíma: Sólarkvarði Ungra umhverfissinna. Tilkoma Sólarinnar hefur stökkbreytt umræðu um málaflokk sem allt of lengi var helst á færi vísindanörda að tala um. Stjórnmálafólk kemst ekki lengur upp með að klappa ungu fólki á bakið fyrir að standa fyrir loftslagsverkfallinu, en bregðast ekki við neinu af því sem krafist er. Við Píratar höfum sett okkur metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, þau metnaðarfyllstu að mati Sólarinnar. Loftslagsstefnan hefur áhrif á alla aðra stefnu okkar, enda tengjast loftslagsmálin öllu í dag - hvort sem það eru heilbrigðismál, efnahagsmál eða jafnréttismál. Með því að sigrast á loftslagsvandanum erum við nefnilega á sama tíma að bæta öll kerfi samfélagsins og berjast þannig fyrir sanngjarnari og skemmtilegri heimi. Þið hafið skýran valkost Fólk sem ætlar að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga má muna eftir Pírötum á kjörstað. Við viljum ná fram áhrifum í ríkisstjórn vegna þess að okkar stjórnmál, sem byggja á heiðarleika og róttækni, eru einmitt það sem þarf til að knýja fram þær breytingar sem eru nauðsynlegar á samfélaginu á næsta kjörtímabili. Þess vegna viljum við stuðning sem flestra í kosningunum á morgun. En við viljum líka að fólk hafi meiri völd en bara í kosningum á fjögurra ára fresti. Við viljum finna lausnirnar á loftslagsvandanum sameiginlega á þjóðfundi um sjálfbærni og loftslagsmál. Við viljum efla almenning til að sýna stjórnvöldum aðhald, vegna þess að ef við komumst í ríkisstjórn þá viljum við þurfa að standa fyrir máli okkar. Og umfram allt viljum við aðgerðir strax. Höfundur er þingmaður Pírata.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun