Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Kristin Thoroddsen skrifar 24. september 2021 12:15 Nú þegar einn dagur er í kjördag eru línur að skýrast og gylliboð stjórnmálaflokka flæða yfir okkur, misgáfuleg tilboð sem alls ekki er ljóst hvernig á að fjármagna. Ég öfunda ekki ungt fólk sem er í fyrsta sinn að ganga inn í kjörklefann og þarf að taka upplýsta ákvörðun um það hvað er best að kjósa. Í grunninn þá er þetta alls ekki svo flókið, þetta snýst um hægri eða vinstri stjórn. Í samtölum mínum við ungt fólk á undanförnum dögum kemur skýrt í ljós að þau vilja frelsi umfram fjötra og þau vilja halda sjálfstæði sínu, en umfram allt fá að ákveða sjálf hvað þau setja peningana sína í frekar en að greiða háa skatta og láta stjórnmálamönnum það eftir að ákveða hvert launin þeirra fara. Þar skilur að vinstri stefna og hægri stefna. Ég treysti ungu fólki vel, ég treysti því að þau taki upplýsta ákvörðun um að kjósa þann flokk sem stendur með frelsi þeirra til athafna. Stefna Sjálfstæðisflokksins er alveg skýr, hún stendur með þeim sem kjósa frelsið, hún stendur með þeim sem vilja sjálfir ráðstafa launum sínum og treystir fólki fyrir sínum eigin launum í stað þess að vilja skattleggja þau og þannig lækka ráðstöfunartekjur þeirra um hver mánaðarmót. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað Það er okkar ábyrgð sem erum að ala upp börn að kjósa frelsið fyrir börnin okkar, það er á ábyrgð okkar að kjósa ekki yfir okkur stjórnmálaflokka sem vilja skuldsetja framtíð barna okkar einungis til að fjármagna loforð sín. Hugmyndafræði vinstri manna er kannski ekki röng í eðli sínu en hún á bara alls ekki við í nútíma samfélagi þar sem fólk vill frelsi. Frelsið er ekki sjálfgefið heldur eru það forréttindi, það þekkja þeir sem eldri eru og það þekkja þeir sem búið hafa við þær aðstæður þar sem stjórnmálamenn hafa svo mikil völd að framþróun eða nýsköpun getur ekki átt sér stað. Auðvitað kýs hver fyrir sig en það er á ábyrgð okkar sem eldri erum að huga að þeim sem erfa eiga land okkar. Seljum ekki atkvæði okkar það dýrt að yngri kynslóðir sitji uppi með reikninginn heldur stöndum með vilja þeirra um frelsi og tækifæri til framtíðar. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað þar sem áfangastaðurinn er óljós og algerlega vonlaust að vita hver mun stýra þeirri ferð. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltakið og ef einhverntíma það hefur átt við þá er það í dag. Meirihluti landsmanna vill áframhaldandi samstarf ríkisstjórnaflokkanna en atkvæði greitt vinstri flokk kemur í veg fyrir slíkt áframhald. Farsælast er því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og tryggja þannig hægristjórn næstu fjögur árin. Ekki bjóða þér né fjölskyldu þinni í fjögra ára óvissuferð, veldu öruggan áfangastað, veldu XD Höfundur er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Nú þegar einn dagur er í kjördag eru línur að skýrast og gylliboð stjórnmálaflokka flæða yfir okkur, misgáfuleg tilboð sem alls ekki er ljóst hvernig á að fjármagna. Ég öfunda ekki ungt fólk sem er í fyrsta sinn að ganga inn í kjörklefann og þarf að taka upplýsta ákvörðun um það hvað er best að kjósa. Í grunninn þá er þetta alls ekki svo flókið, þetta snýst um hægri eða vinstri stjórn. Í samtölum mínum við ungt fólk á undanförnum dögum kemur skýrt í ljós að þau vilja frelsi umfram fjötra og þau vilja halda sjálfstæði sínu, en umfram allt fá að ákveða sjálf hvað þau setja peningana sína í frekar en að greiða háa skatta og láta stjórnmálamönnum það eftir að ákveða hvert launin þeirra fara. Þar skilur að vinstri stefna og hægri stefna. Ég treysti ungu fólki vel, ég treysti því að þau taki upplýsta ákvörðun um að kjósa þann flokk sem stendur með frelsi þeirra til athafna. Stefna Sjálfstæðisflokksins er alveg skýr, hún stendur með þeim sem kjósa frelsið, hún stendur með þeim sem vilja sjálfir ráðstafa launum sínum og treystir fólki fyrir sínum eigin launum í stað þess að vilja skattleggja þau og þannig lækka ráðstöfunartekjur þeirra um hver mánaðarmót. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað Það er okkar ábyrgð sem erum að ala upp börn að kjósa frelsið fyrir börnin okkar, það er á ábyrgð okkar að kjósa ekki yfir okkur stjórnmálaflokka sem vilja skuldsetja framtíð barna okkar einungis til að fjármagna loforð sín. Hugmyndafræði vinstri manna er kannski ekki röng í eðli sínu en hún á bara alls ekki við í nútíma samfélagi þar sem fólk vill frelsi. Frelsið er ekki sjálfgefið heldur eru það forréttindi, það þekkja þeir sem eldri eru og það þekkja þeir sem búið hafa við þær aðstæður þar sem stjórnmálamenn hafa svo mikil völd að framþróun eða nýsköpun getur ekki átt sér stað. Auðvitað kýs hver fyrir sig en það er á ábyrgð okkar sem eldri erum að huga að þeim sem erfa eiga land okkar. Seljum ekki atkvæði okkar það dýrt að yngri kynslóðir sitji uppi með reikninginn heldur stöndum með vilja þeirra um frelsi og tækifæri til framtíðar. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað þar sem áfangastaðurinn er óljós og algerlega vonlaust að vita hver mun stýra þeirri ferð. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltakið og ef einhverntíma það hefur átt við þá er það í dag. Meirihluti landsmanna vill áframhaldandi samstarf ríkisstjórnaflokkanna en atkvæði greitt vinstri flokk kemur í veg fyrir slíkt áframhald. Farsælast er því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og tryggja þannig hægristjórn næstu fjögur árin. Ekki bjóða þér né fjölskyldu þinni í fjögra ára óvissuferð, veldu öruggan áfangastað, veldu XD Höfundur er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar