Sérstaklega löng kosninganótt fram undan Snorri Másson skrifar 23. september 2021 22:31 Það þarf að flytja atkvæði landshlutanna á milli aðfaranótt sunnudags - og það getur alltaf tafist. Stöð 2 Landsmenn þurfa líklega að bíða langt fram á morgun eftir endanlegum niðurstöðum kosninganna um helgina. Slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða setja strik í reikninginn. Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu. Spáin er að skána en veðrið verður í lykilhlutverki á laugardaginn. Ekki aðeins óttast fólk að vonda veðrið fæli fólk frá því að fara og kjósa, heldur gæti það einnig skapað töluverð vandræði um kvöldið þegar kemur að því að ferja atkvæðin frá kjördeildum landsins og á talningarstaði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var í máli og myndum yfir umfangsmikla atkvæðaflutninga sem kjörstjórnir landsins þurfa að standa í aðfaranótt sunnudags: Þyrla og varðskip til taks Vanalega hafa Grímseyingar klárað að kjósa um hádegisbil og atkvæðin geta þá verið komin um miðjan dag til Akureyrar með skipi. Ef veðrið verður eins og verstu spár gera ráð fyrir gæti verið vandkvæðum bundið að sigla með atkvæðin í land og þá er verið að treysta á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veðrið á að versna með kvöldinu á laugardag. Kjörstaðir loka klukkan tíu í Vestmannaeyjum en formaður yfirkjörstjórnar segir ekki líta vænlega út miðað við núverandi spár að flytja atkvæðin í land. „Það eru allir valkostir opnir, þeir eru að skipuleggja að það geti verið varðskip í nánd til að stíga inn og þyrlan mögulega líka,“ segir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, í samtali við fréttastofu. Langar vegalengdir með atkvæði Ekki er hægt að byrja að telja hin sögulega mörgu utankjörfundaratkvæði, sem í ár stefnir í að geti orðið fleiri en 40.000, fyrr en eftir lokun allra kjörstaða. Þegar fréttastofa ræddi við sýslumann á þriðja tíma í dag voru atkvæðin orðin 37.000. Atkvæðum frá Austfjörðum er venjulega öllum flogið frá Egilsstöðum en ef veður leyfir það ekki, þarf björgunarsveitin að flytja þau með bíl á Akureyri. Þá eru þau ekki að berast þangað fyrr en kannski um fjögur eða fimmleytið um nóttina. Í Suðurkjördæmi eru atkvæðin frá Höfn í Hornafirði ekki að skila sér á Selfoss fyrr en í fyrsta lagi um fjögur eða fimm um nóttina og í Norðausturkjördæmi eru atkvæðin frá Ísafirði og Sauðárkróki ekki að skila sér í Borgarfjörð fyrr en um svipað leyti. Þá fyrst er hægt að byrja að telja utankjörfundaratkvæðin. „Við reynum bara að standa mjög vel að verki. Vöndum okkur við þetta og gerum þetta vel. Það getur vel verið að það taki lengri tíma nú en oft áður og það verður þá bara svo að vera,“ sagði Þórir. En hversu mikið lengri tíma? Vísir hefur rætt við yfirkjörstjórnir um allt land, einn segir að við verðum að til sex, annar sjö og sá þriðji til allt að tíu. Það er ljóst að það er sérstaklega löng nótt í vændum - gleðileg rússíbanareið fyrir suma en hægfara vonbrigði fyrir aðra. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Spáin er að skána en veðrið verður í lykilhlutverki á laugardaginn. Ekki aðeins óttast fólk að vonda veðrið fæli fólk frá því að fara og kjósa, heldur gæti það einnig skapað töluverð vandræði um kvöldið þegar kemur að því að ferja atkvæðin frá kjördeildum landsins og á talningarstaði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var í máli og myndum yfir umfangsmikla atkvæðaflutninga sem kjörstjórnir landsins þurfa að standa í aðfaranótt sunnudags: Þyrla og varðskip til taks Vanalega hafa Grímseyingar klárað að kjósa um hádegisbil og atkvæðin geta þá verið komin um miðjan dag til Akureyrar með skipi. Ef veðrið verður eins og verstu spár gera ráð fyrir gæti verið vandkvæðum bundið að sigla með atkvæðin í land og þá er verið að treysta á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veðrið á að versna með kvöldinu á laugardag. Kjörstaðir loka klukkan tíu í Vestmannaeyjum en formaður yfirkjörstjórnar segir ekki líta vænlega út miðað við núverandi spár að flytja atkvæðin í land. „Það eru allir valkostir opnir, þeir eru að skipuleggja að það geti verið varðskip í nánd til að stíga inn og þyrlan mögulega líka,“ segir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, í samtali við fréttastofu. Langar vegalengdir með atkvæði Ekki er hægt að byrja að telja hin sögulega mörgu utankjörfundaratkvæði, sem í ár stefnir í að geti orðið fleiri en 40.000, fyrr en eftir lokun allra kjörstaða. Þegar fréttastofa ræddi við sýslumann á þriðja tíma í dag voru atkvæðin orðin 37.000. Atkvæðum frá Austfjörðum er venjulega öllum flogið frá Egilsstöðum en ef veður leyfir það ekki, þarf björgunarsveitin að flytja þau með bíl á Akureyri. Þá eru þau ekki að berast þangað fyrr en kannski um fjögur eða fimmleytið um nóttina. Í Suðurkjördæmi eru atkvæðin frá Höfn í Hornafirði ekki að skila sér á Selfoss fyrr en í fyrsta lagi um fjögur eða fimm um nóttina og í Norðausturkjördæmi eru atkvæðin frá Ísafirði og Sauðárkróki ekki að skila sér í Borgarfjörð fyrr en um svipað leyti. Þá fyrst er hægt að byrja að telja utankjörfundaratkvæðin. „Við reynum bara að standa mjög vel að verki. Vöndum okkur við þetta og gerum þetta vel. Það getur vel verið að það taki lengri tíma nú en oft áður og það verður þá bara svo að vera,“ sagði Þórir. En hversu mikið lengri tíma? Vísir hefur rætt við yfirkjörstjórnir um allt land, einn segir að við verðum að til sex, annar sjö og sá þriðji til allt að tíu. Það er ljóst að það er sérstaklega löng nótt í vændum - gleðileg rússíbanareið fyrir suma en hægfara vonbrigði fyrir aðra.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira