Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2021 15:13 Atli Rafn Sigurðarson við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Egill Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni fyrst 5,5 milljónir króna í skaðabætur í málinu. Landsréttur sneri svo dómi héraðsdóms við í desember síðastliðnum og sýknaði leikfélagið af kröfu Atla. Vegið að æru Atla Rafns og persónu Í dómi Hæstaréttar í málinu í dag segir að verulegur misbrestur hafi orðið af hálfu leikfélagsins í meðferð málsins og að forsvarsmenn Leikfélagsins hafi „af verulegu gáleysi vegið að æru og persónu“ Atla. Sérstaklega er vikið að þætti Kristínar Eysteinsdóttur þáverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins í dómi. „Skiptir þá ekki síst máli að ákvörðun um uppsögn á samningnum við [Atla Rafn] var tekin án þess að honum væri gefinn kostur á að svara fyrir þær ávirðingar sem á hann voru bornar,“ segir í dómi. Eftir að málið komst í hámæli í opinberri umræðu hefði Kristín sagt að til grundvallar uppsögninni lægi yfirveguð ákvörðun. Leikfélagið hefði ekki verið að bregðast við naflausum ábendingum heldur „beinum tilkynningum“ og að ákvörðunin hafi verið tekin „eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli“. Atli Rafn stefndi upphaflega Kristínu sjálfri, auk leikfélagsins, en Hæstiréttur féllst ekki á áfrýjunarbeiðni hans í málinu gegn Kristínu, aðeins leikfélaginu. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni fyrst 5,5 milljónir króna í skaðabætur í málinu. Landsréttur sneri svo dómi héraðsdóms við í desember síðastliðnum og sýknaði leikfélagið af kröfu Atla. Vegið að æru Atla Rafns og persónu Í dómi Hæstaréttar í málinu í dag segir að verulegur misbrestur hafi orðið af hálfu leikfélagsins í meðferð málsins og að forsvarsmenn Leikfélagsins hafi „af verulegu gáleysi vegið að æru og persónu“ Atla. Sérstaklega er vikið að þætti Kristínar Eysteinsdóttur þáverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins í dómi. „Skiptir þá ekki síst máli að ákvörðun um uppsögn á samningnum við [Atla Rafn] var tekin án þess að honum væri gefinn kostur á að svara fyrir þær ávirðingar sem á hann voru bornar,“ segir í dómi. Eftir að málið komst í hámæli í opinberri umræðu hefði Kristín sagt að til grundvallar uppsögninni lægi yfirveguð ákvörðun. Leikfélagið hefði ekki verið að bregðast við naflausum ábendingum heldur „beinum tilkynningum“ og að ákvörðunin hafi verið tekin „eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli“. Atli Rafn stefndi upphaflega Kristínu sjálfri, auk leikfélagsins, en Hæstiréttur féllst ekki á áfrýjunarbeiðni hans í málinu gegn Kristínu, aðeins leikfélaginu.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira