Ekki kjósa oddvita Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 24. september 2021 08:01 Á höfuðborgarsvæðinu eru oddvitar flestra flokkanna öruggir inn. Atkvæðið þitt getur því fyrst og fremst ráðið hvaða frambjóðendur í baráttusætum hljóti sæti á Alþingi. Mig langar til að beina athygli sérstaklega að þremur frambjóðendum sem eru í slíku sæti. Jón Steindór Valdimarsson í Reykjavíkurkjördæmi norður Í Reykjavíkurkjördæmi norður getur atkvæðið þitt skilað inn Jóni Steindóri Valdimarssyni, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Jón Steindór hefur verið á þingi í fimm ár og hefur skilað mikilvægum réttarbótum fyrir íslenskt samfélag. Hann lagði fram og fékk í gegn að samþykki yrði sett í forgrunn í skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum. Ef við hefðum ekki notið krafta hans er ólíklegt að það hefði orðið að lögum. Jón Steindór hefur verið ötull talsmaður þolenda og baráttumaður fyrir jafnrétti. Hann lagði einnig til bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis við hjúskaparslit. Þessu til viðbótar hefur hann verið talsmaður nýsköpunar og ábyrgðar í efnahagsstjórn og fékk samþykkta þingsályktunartillögu sem tryggir gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga. Ef þetta eru mál sem þú styður er atkvæði þínu vel varið til Jóns Steindórs. María Rut Kristinsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður Í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur þú tækifæri til að kjósa Maríu Rut Kristinsdóttur, sem situr í 3. sæti á lista Viðreisnar. María Rut var formaður SHÍ þegar stúdentar höfðuðu dómsmál til að berjast gegn kjaraskerðingu. Hún stofnaði líka Hinseginleikann, var talskona Druslugöngunnar um árabil og fór fyrir samráðshóp innanríkisráðherra um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Á liðnu kjörtímabili spilaði María lykilhlutverk í að móta og ná í gegn frumvarpi Viðreisnar um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Með hennar kraft og reynslu á þinginu munu þessi mál hafa öflugan málsvara og við getum tryggt að sálfræðiþjónustan verði loksins fjármögnuð. Það skiptir máli að María komist inn. Elín Anna Gísladóttir í Suðvesturkjördæmi Í Suðvesturkjördæmi getur þú stutt Elínu Önnu Gísladóttur, sem er í 3. sæti á lista Viðreisnar. Elín Anna er verkfræðingur og einn af stofnendum FKA Framtíðar, sem styður ungar konur í því að vaxa og ná lengra í atvinnulífinu. Hún berst fyrir umbótum í heilbrigðiskerfinu, styttingu biðlista og betri velferð. Hún hefur einnig verið leiðandi í allri stefnumótun Viðreisnar í menntamálum og situr fyrir okkar hönd í fræðslunefnd Mosfellsbæjar. Það er mikilvægt að hún komist inn til að tryggja að umbótasinnað fólk í þessum málum hafi sterka rödd. Ef þú hefur ekki ákveðið þig þá skiptir máli að skoða í kjölinn hvaða fólk er í baráttusætum. Mitt atkvæði fer til Viðreisnar og ég vona að þitt geri það líka. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu eru oddvitar flestra flokkanna öruggir inn. Atkvæðið þitt getur því fyrst og fremst ráðið hvaða frambjóðendur í baráttusætum hljóti sæti á Alþingi. Mig langar til að beina athygli sérstaklega að þremur frambjóðendum sem eru í slíku sæti. Jón Steindór Valdimarsson í Reykjavíkurkjördæmi norður Í Reykjavíkurkjördæmi norður getur atkvæðið þitt skilað inn Jóni Steindóri Valdimarssyni, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Jón Steindór hefur verið á þingi í fimm ár og hefur skilað mikilvægum réttarbótum fyrir íslenskt samfélag. Hann lagði fram og fékk í gegn að samþykki yrði sett í forgrunn í skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum. Ef við hefðum ekki notið krafta hans er ólíklegt að það hefði orðið að lögum. Jón Steindór hefur verið ötull talsmaður þolenda og baráttumaður fyrir jafnrétti. Hann lagði einnig til bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis við hjúskaparslit. Þessu til viðbótar hefur hann verið talsmaður nýsköpunar og ábyrgðar í efnahagsstjórn og fékk samþykkta þingsályktunartillögu sem tryggir gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga. Ef þetta eru mál sem þú styður er atkvæði þínu vel varið til Jóns Steindórs. María Rut Kristinsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður Í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur þú tækifæri til að kjósa Maríu Rut Kristinsdóttur, sem situr í 3. sæti á lista Viðreisnar. María Rut var formaður SHÍ þegar stúdentar höfðuðu dómsmál til að berjast gegn kjaraskerðingu. Hún stofnaði líka Hinseginleikann, var talskona Druslugöngunnar um árabil og fór fyrir samráðshóp innanríkisráðherra um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Á liðnu kjörtímabili spilaði María lykilhlutverk í að móta og ná í gegn frumvarpi Viðreisnar um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Með hennar kraft og reynslu á þinginu munu þessi mál hafa öflugan málsvara og við getum tryggt að sálfræðiþjónustan verði loksins fjármögnuð. Það skiptir máli að María komist inn. Elín Anna Gísladóttir í Suðvesturkjördæmi Í Suðvesturkjördæmi getur þú stutt Elínu Önnu Gísladóttur, sem er í 3. sæti á lista Viðreisnar. Elín Anna er verkfræðingur og einn af stofnendum FKA Framtíðar, sem styður ungar konur í því að vaxa og ná lengra í atvinnulífinu. Hún berst fyrir umbótum í heilbrigðiskerfinu, styttingu biðlista og betri velferð. Hún hefur einnig verið leiðandi í allri stefnumótun Viðreisnar í menntamálum og situr fyrir okkar hönd í fræðslunefnd Mosfellsbæjar. Það er mikilvægt að hún komist inn til að tryggja að umbótasinnað fólk í þessum málum hafi sterka rödd. Ef þú hefur ekki ákveðið þig þá skiptir máli að skoða í kjölinn hvaða fólk er í baráttusætum. Mitt atkvæði fer til Viðreisnar og ég vona að þitt geri það líka. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun