Góð tíðindi Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 22. september 2021 16:16 Kærleikshagkerfið sem sósíalistar boða er góð tíðindi. Það fjallar um að auka lýðræði, hlusta á vilja almennings og fara eftir honum. Styðja við þá veiku og fátæku. Lyfta samfélaginu upp frá botninum ekki smyrja öllu upp á blá toppinn sem hrynur svo yfir okkur öll. Við viljum kerfisbreytingar og segjum hreint út að ekkert dugi nema þær. Smáplástrapólitíkin skilar engum árangri. Gott dæmi um það er hækkun barnabóta í tíð síðustu ríkistjórnar. Vissulega hækkuðu barnabætur. Það var smáplástur, Hann var svo rifin af í skyndi hinumegin í ríkisreikningum. Verðhækkanir gerðu ávinninginn að engu. Stjórnarliðar, sérstaklega forystufólk VG hreykja sér mikið af hækkun barnabóta en forðast að segja alla söguna. Þannig er smáplástrapólitíkin fyrst og fremst áróðurstæki til að viðhalda óbreyttu ástandi. Ekkert nema kerfisbreytingar geta komið til leiðar varanlegum ávinningi launafólks, bótaþega, einstæðra mæðra og annarra sem nýfrjáshyggjukerfið neitar um réttlátan skerf í samfélaginu. Fyrir því vill Sósíalistaflokkurinn berjast. Það eru góð tíðindi. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp félagslega bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf skjótum við efnahagslegum stoðum undir það verkefni að byggja upp samfélag sem hefur hagsmuni almennings að kjölfestu og hafnar rörsýn á hagsmuni fjármagnseigenda, stórfyrirtækja og bankakerfis. Við viljum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi sem nær til alls landsins, gjaldfrjálsar samgöngur um land allt, nýtt fiskveiðikerfi sem færir auðinn til þjóðarinnar og setur hömlur á auðræði þeirra fáu. Skilum þeirri skömm sem er fátækt barna og þeirra lægstlaunuðu. Sama á við um fátækt aldraðra og öryrkja, grimmilegar skerðingar og skattkerfi sem níðist á almenningi en eys forréttindum yfir þá ríku. Hefjum stórátak í byggingu félagslegra íbúða. Þetta eru lausnir ekki smáplástrar. Látum ekki skrökva því að okkur að þetta sé ekki hægt. Við lifum í einhverju auðugasta landi veraldarinnar. Jöfnuður og sanngjörn skipting er allt sem þarf. Það eru góð tíðindi Og núna 25. september snúum við vörn í sókn. Sósíalistaflokkurinn þorir Sósíalistaflokkurinn getur Þú kjósandi góður hefur aflið til að gefa okkur. Þetta eru mikilvægustu kosningar í langan tíma; annarsvegar er hörð hægristefna með einkavæðingu og auðmannadekri og hins vegar er kærleikur félagshyggjunnar og loksins raunveruleg andstaða við sérhagsmunastefnu stjórnvalda. Kjörklefinn stendur þér opinn til að til þess að velja á milli. Með því að setja x við j á kjördag hefjum við löngu tímabæra baráttu og hefjum nýtt tímabil andstöðu við auðvaldið og uppbyggingu félagslegra gilda Kjósum með hjartanu. Skilum Rauðu – X-J á kjördag. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Haraldur Ingi Haraldsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Kærleikshagkerfið sem sósíalistar boða er góð tíðindi. Það fjallar um að auka lýðræði, hlusta á vilja almennings og fara eftir honum. Styðja við þá veiku og fátæku. Lyfta samfélaginu upp frá botninum ekki smyrja öllu upp á blá toppinn sem hrynur svo yfir okkur öll. Við viljum kerfisbreytingar og segjum hreint út að ekkert dugi nema þær. Smáplástrapólitíkin skilar engum árangri. Gott dæmi um það er hækkun barnabóta í tíð síðustu ríkistjórnar. Vissulega hækkuðu barnabætur. Það var smáplástur, Hann var svo rifin af í skyndi hinumegin í ríkisreikningum. Verðhækkanir gerðu ávinninginn að engu. Stjórnarliðar, sérstaklega forystufólk VG hreykja sér mikið af hækkun barnabóta en forðast að segja alla söguna. Þannig er smáplástrapólitíkin fyrst og fremst áróðurstæki til að viðhalda óbreyttu ástandi. Ekkert nema kerfisbreytingar geta komið til leiðar varanlegum ávinningi launafólks, bótaþega, einstæðra mæðra og annarra sem nýfrjáshyggjukerfið neitar um réttlátan skerf í samfélaginu. Fyrir því vill Sósíalistaflokkurinn berjast. Það eru góð tíðindi. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp félagslega bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf skjótum við efnahagslegum stoðum undir það verkefni að byggja upp samfélag sem hefur hagsmuni almennings að kjölfestu og hafnar rörsýn á hagsmuni fjármagnseigenda, stórfyrirtækja og bankakerfis. Við viljum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi sem nær til alls landsins, gjaldfrjálsar samgöngur um land allt, nýtt fiskveiðikerfi sem færir auðinn til þjóðarinnar og setur hömlur á auðræði þeirra fáu. Skilum þeirri skömm sem er fátækt barna og þeirra lægstlaunuðu. Sama á við um fátækt aldraðra og öryrkja, grimmilegar skerðingar og skattkerfi sem níðist á almenningi en eys forréttindum yfir þá ríku. Hefjum stórátak í byggingu félagslegra íbúða. Þetta eru lausnir ekki smáplástrar. Látum ekki skrökva því að okkur að þetta sé ekki hægt. Við lifum í einhverju auðugasta landi veraldarinnar. Jöfnuður og sanngjörn skipting er allt sem þarf. Það eru góð tíðindi Og núna 25. september snúum við vörn í sókn. Sósíalistaflokkurinn þorir Sósíalistaflokkurinn getur Þú kjósandi góður hefur aflið til að gefa okkur. Þetta eru mikilvægustu kosningar í langan tíma; annarsvegar er hörð hægristefna með einkavæðingu og auðmannadekri og hins vegar er kærleikur félagshyggjunnar og loksins raunveruleg andstaða við sérhagsmunastefnu stjórnvalda. Kjörklefinn stendur þér opinn til að til þess að velja á milli. Með því að setja x við j á kjördag hefjum við löngu tímabæra baráttu og hefjum nýtt tímabil andstöðu við auðvaldið og uppbyggingu félagslegra gilda Kjósum með hjartanu. Skilum Rauðu – X-J á kjördag. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun