Öruggt þak yfir höfuðið Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. september 2021 12:00 Við Vinstri-græn vitum að húsnæðismál eru eitt stærsta kjaramálið. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á umbætur í húsnæðismálum í náinni samvinnu við verkalýðshreyfinguna á kjörtímabilinu. Sú aðgerð sem við teljum hafa verið einna mikilvægasta er uppbygging í almenna íbúðakerfinu á góðu, öruggu og hagkvæmu leiguhúsnæði fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldur. Í tengslum við lífskjarasamningana tryggðum við stofnframlög til byggingar á 1.800 almennum íbúðum á árunum 2020-2022 sem gera 600 íbúðir á ári. Samhliða því komum við á nýjum hlutdeildarlánum til að auðvelda tekju- og eignalitum einstaklingum og fjölskyldum að eignast sína fyrstu íbúð. Áætlað er að veita um 400 hlutdeildarlán árlega næsta áratuginn. Í ár og á því næsta má áætla að um þriðjungur af öllu nýju íbúðarhúsnæði verði til í tengslum við félagslegar húsnæðisaðgerðir hins opinbera, almennar íbúðir og hlutdeildarlán (600 almennar og 400 hlutdeildarlán). Fyrir utan þá staðreynd að frá hruni hefur ekki verið byggt meira af nýjum íbúðum en í fyrra og í ár. Miðað við algenga markaðsleigu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að húsnæðiskostnaður fjölskyldu sem fær húsnæði í almenna íbúðakerfinu geti varlega áætlað lækkað um tugi þúsunda á mánuði – og raunar eru dæmi um allt að 100.000 kr. lækkun húsleigu á mánuði. Það eru kjarabætur sem munar um. Ennfremur tryggðum við almennum íbúðafélögum lægri fjármagnskostnað með hagstæðri langtímafjármögnun í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem leiddi til þess að hægt var að lækka leigu fjölda leigutaka hjá Bjargi íbúðafélagi um allt að 35.000 kr. á mánuði – svoleiðis virka nefnilega óhagnaðardrifin félagsleg húsnæðiskerfi. Fyrir þessar kosningar leggjum við áherslu á að halda áfram á þessari vegferð og tryggja áframhaldandi kraftmikla uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með stofnframlögum sem eykur framboð á öruggu og hagkvæmu húsnæði. Stóra málið í þessu öllu saman er að með félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði eykst húsnæðisöryggi og lífskjör margra batna til muna. Og það er sérstakt markmið að einstaklingar, foreldrar og börn þurfi ekki að kvíða því að hafa ekki öruggt þak yfir höfuðið. Það eykur velsæld samfélagsins alls að tryggja húsnæðisöryggi okkar allra! Höfundur er forsætisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Vinstri græn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Við Vinstri-græn vitum að húsnæðismál eru eitt stærsta kjaramálið. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á umbætur í húsnæðismálum í náinni samvinnu við verkalýðshreyfinguna á kjörtímabilinu. Sú aðgerð sem við teljum hafa verið einna mikilvægasta er uppbygging í almenna íbúðakerfinu á góðu, öruggu og hagkvæmu leiguhúsnæði fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldur. Í tengslum við lífskjarasamningana tryggðum við stofnframlög til byggingar á 1.800 almennum íbúðum á árunum 2020-2022 sem gera 600 íbúðir á ári. Samhliða því komum við á nýjum hlutdeildarlánum til að auðvelda tekju- og eignalitum einstaklingum og fjölskyldum að eignast sína fyrstu íbúð. Áætlað er að veita um 400 hlutdeildarlán árlega næsta áratuginn. Í ár og á því næsta má áætla að um þriðjungur af öllu nýju íbúðarhúsnæði verði til í tengslum við félagslegar húsnæðisaðgerðir hins opinbera, almennar íbúðir og hlutdeildarlán (600 almennar og 400 hlutdeildarlán). Fyrir utan þá staðreynd að frá hruni hefur ekki verið byggt meira af nýjum íbúðum en í fyrra og í ár. Miðað við algenga markaðsleigu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að húsnæðiskostnaður fjölskyldu sem fær húsnæði í almenna íbúðakerfinu geti varlega áætlað lækkað um tugi þúsunda á mánuði – og raunar eru dæmi um allt að 100.000 kr. lækkun húsleigu á mánuði. Það eru kjarabætur sem munar um. Ennfremur tryggðum við almennum íbúðafélögum lægri fjármagnskostnað með hagstæðri langtímafjármögnun í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem leiddi til þess að hægt var að lækka leigu fjölda leigutaka hjá Bjargi íbúðafélagi um allt að 35.000 kr. á mánuði – svoleiðis virka nefnilega óhagnaðardrifin félagsleg húsnæðiskerfi. Fyrir þessar kosningar leggjum við áherslu á að halda áfram á þessari vegferð og tryggja áframhaldandi kraftmikla uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með stofnframlögum sem eykur framboð á öruggu og hagkvæmu húsnæði. Stóra málið í þessu öllu saman er að með félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði eykst húsnæðisöryggi og lífskjör margra batna til muna. Og það er sérstakt markmið að einstaklingar, foreldrar og börn þurfi ekki að kvíða því að hafa ekki öruggt þak yfir höfuðið. Það eykur velsæld samfélagsins alls að tryggja húsnæðisöryggi okkar allra! Höfundur er forsætisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun