Snorri Barón finnur til með brasilískri CrossFit konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2021 08:30 Larissa Cunha er mjög vel liðin eins og fram kemur í yfirlýsingu Snorra Baróns. Instagram/@larifcunha CrossFit konan Larissa Cunha vann sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í ár en fékk þó aldrei að keppa á heimsleikunum í Madison. Ástæðan var að hún féll á lyfjaprófi. Þar með var ekki öll sagan sögð. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður íslenska CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, vekur athygli á máli Larissu á samfélagsmiðlum sínum. Hann óttast jafnframt að fleiri gætu lent í því sama og Larissa sem er að neita fæðubótarefna sem innihalda önnur efni en fram kemur á innihaldslýsingu þeirra. Larissa Cunha tókst að sanna það að hún hafi ekki tekið ólöglegt efni inn viljandi. Það gerði hún með því að láta kanna betur fæðubótarefnið sem hún var að taka inn. Þar kom ólöglega efnið ekki fram á innihaldslýsingu en Cunha eyddi miklum pening til að láta rannsaka efnið betur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef ekki gert neitt rangt og mun ekki hætta fyrr en ég hef sannað sakleysi mitt. Ég gerði allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég gerði ekkert rangt,“ sagði Larissa Cunha. Það breytir þó ekki því að ólöglegt efni fannst í sýni Cunha og hún hefur verið dæmt í bann af CrossFit samtökunum til 14. júlí 2023. Hún missir því ekki aðeins af heimsleikunum á næsta ári heldur einnig árið 2023 þar sem hún getur ekki tekið þátt í undankeppninni. Larissa verður orðin 33 ára gömul þegar hún má næst keppa á heimsleikunum. „Ég finn mikið til með Larissu Cunha. Hún er ein sú indælasta sem ég hef hitt í CrossFit heiminum. Ég hef verið að fylgjast náið með máli hennar og hef þótt mikið til koma hvað hún hefur verið jákvæð og vinnusöm í því að sanna það að hún gerði ekkert rangt,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram síðu sína. „Það er mikill munur á því að taka eitthvað inn óviljandi eða vera viljandi að reyna að svindla. Í augum CrossFit samtakanna þá þýðir þetta samt sem áður tveggja ára bann sem í raun tekur þrjú ár af ferli hennar ef við teljum 2021 með. Í svipuðum málum á Ólympíuleikunum þá er tekið mun vægar á svona máli,“ skrifaði Snorri Barón. „Boðskapur þessarar sögu er að það sem kom fyrir Lari getur komið fyrir alla. Það skiptir ekki mál hversu heiðarlegur þú ert. Í hvert skipti sem þú neitir einhvers sem einhver annar hefur framleitt þá eru að taka áhættu að þar sé eitthvað sem á ekki að vera þar,“ skrifaði Snorri Barón og hann vonar að Larissu Cunha verði að ósk sinni og fái enn vægari dóm. „Ég er mjög vonsvikinn með afstöðu CrossFit samtakanna í máli Lari og ég vonast til að eitthvað sé hægt að gera svo þeir endurskoði afstöðu sína. Ekki aðeins fyrir Lari heldur fyrir alla íþróttamennina í greininni því þetta getur gerst fyrir þá alla,“ skrifaði Snorri Barón en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður íslenska CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, vekur athygli á máli Larissu á samfélagsmiðlum sínum. Hann óttast jafnframt að fleiri gætu lent í því sama og Larissa sem er að neita fæðubótarefna sem innihalda önnur efni en fram kemur á innihaldslýsingu þeirra. Larissa Cunha tókst að sanna það að hún hafi ekki tekið ólöglegt efni inn viljandi. Það gerði hún með því að láta kanna betur fæðubótarefnið sem hún var að taka inn. Þar kom ólöglega efnið ekki fram á innihaldslýsingu en Cunha eyddi miklum pening til að láta rannsaka efnið betur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef ekki gert neitt rangt og mun ekki hætta fyrr en ég hef sannað sakleysi mitt. Ég gerði allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég gerði ekkert rangt,“ sagði Larissa Cunha. Það breytir þó ekki því að ólöglegt efni fannst í sýni Cunha og hún hefur verið dæmt í bann af CrossFit samtökunum til 14. júlí 2023. Hún missir því ekki aðeins af heimsleikunum á næsta ári heldur einnig árið 2023 þar sem hún getur ekki tekið þátt í undankeppninni. Larissa verður orðin 33 ára gömul þegar hún má næst keppa á heimsleikunum. „Ég finn mikið til með Larissu Cunha. Hún er ein sú indælasta sem ég hef hitt í CrossFit heiminum. Ég hef verið að fylgjast náið með máli hennar og hef þótt mikið til koma hvað hún hefur verið jákvæð og vinnusöm í því að sanna það að hún gerði ekkert rangt,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram síðu sína. „Það er mikill munur á því að taka eitthvað inn óviljandi eða vera viljandi að reyna að svindla. Í augum CrossFit samtakanna þá þýðir þetta samt sem áður tveggja ára bann sem í raun tekur þrjú ár af ferli hennar ef við teljum 2021 með. Í svipuðum málum á Ólympíuleikunum þá er tekið mun vægar á svona máli,“ skrifaði Snorri Barón. „Boðskapur þessarar sögu er að það sem kom fyrir Lari getur komið fyrir alla. Það skiptir ekki mál hversu heiðarlegur þú ert. Í hvert skipti sem þú neitir einhvers sem einhver annar hefur framleitt þá eru að taka áhættu að þar sé eitthvað sem á ekki að vera þar,“ skrifaði Snorri Barón og hann vonar að Larissu Cunha verði að ósk sinni og fái enn vægari dóm. „Ég er mjög vonsvikinn með afstöðu CrossFit samtakanna í máli Lari og ég vonast til að eitthvað sé hægt að gera svo þeir endurskoði afstöðu sína. Ekki aðeins fyrir Lari heldur fyrir alla íþróttamennina í greininni því þetta getur gerst fyrir þá alla,“ skrifaði Snorri Barón en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira