Stórkostlegt samfélag Gunnar Smári Egilsson skrifar 19. september 2021 15:00 Við Sósíalistar lögðum línurnar fyrir kosningarnar á laugardaginn á Sósíalistaþingi áðan. Erindi okkar er þetta: Við Íslendingar erum heppið fólk. Við búum fá í stóru landi sem er ríkt af auðlindum. Við erum rík þjóð og getum mótað okkur örugga og bjarta framtíð. Okkur stendur til boða að láta heita drauma alþýðufólks um alla heim rætast, að byggja upp réttlátt og gott samfélag byggt á samkennd, mannvirðingu og jöfnuði. Þetta er í raun draumur alþýðufólks um allar aldir; að losna undan ofríki og kúgun og byggja upp samfélag sem er öllum gott, en ekki aðeins þeim fáu sem hafa völdin og auðinn. Í raun er þetta sögulegt hlutverk okkar. Við höfum einstakt tækifæri til að láta þessa drauma rætast. Auðvitað munum við gera þetta fyrir okkur sjálf og afkomendur okkar, en það er ekkert að því að líta svo á að við séum á sama tíma að láta drauma fyrri kynslóða rætast. Hugmyndir okkar um jöfnuð og réttlæti hafa hlaðist upp í gegnum aldirnar og eru niðurstaða miklu stærri hóps en er saman kominn hér á landi. Staður og stund er rétt En í hverju liggur einstakt tækifæri okkar sem búum á Íslandi í dag. Fyrir það fyrsta er Ísland auðugt land af endurnýtanlegum auðlindum. Með réttlátri og skynsamlegri nýtingu þeirra eigum við að geta byggt hér upp réttlátt, sterkt og öflugt samfélag. Í annan stað er auðvelt fyrir okkur að taka völdin af auðvaldinu. Íslenskt auðvald getur ekki hótað því að taka auð sinn og atvinnutæki og flytja burt og skilja alþýðuna eftir slippa og snauða. Íslenskt auðvald hefur auðgast af því að ná undir sig auðlindum almennings; fisknum í sjónum, orkunni í fallvötnum og iðrum jarðar og náttúrufegurð landsins. Auðvaldið getur ekki tekið þetta með sér. Við eigum sameiginlega allar uppsprettur auðs á Íslandi. Almenningur á þetta allt, auðvaldið á ekkert. Í þriðja lagi lifum við nú augnablik sögunnar þegar blekkingarvefur nýfrjálshyggjunnar fellur. Það trúir því ekki nokkur maður lengur að hin ríku skapi auðinn sem er forsenda hagsældar. Hrunið 2008 og svo enn frekar efnahagslegar afleiðingar kórónafaraldursins hafa afhjúpað endanlega að það eru fyrst og fremst sameiginlegir sjóðir og afl ríkisvalds og seðlabanka sem getur reist við samfélög og byggt þau upp. Ein stærsta blekking nýfrjálshyggjuáranna var að hefta almannavaldið inn í stífum takmörkunum ríkisfjármálastefnu, halda aftur af getu almannavaldsins til að byggja upp innviði og öflug grunnkerfi undir öflugt og réttlátt samfélag. Gríðarafl almannavaldsins Um allan heim hafa þessi höft fallið og í ljós komið að margföldunaráhrif opinberar fjárfestingar eru miklu meiri en áður var talið og skaðinn af sveltistefnu nýfrjálshyggjunnar að sama skapi skaðlegri en fólk gerði sér grein fyrir. Stjórnvöld um allan heim eru að endurskoða stefnu sínu, leita að farvegi fyrir þetta mikla afl ríkisvaldsins, finna leiðir til að virkja það. Ef við viljum sækja orðfærið til viðskiptalífsins þá hefur fjárfestingageta ríkisvaldsins, framkvæmdaarms almannavaldsins og lýðræðisvettvangsins, verið vanmetið stórlega. Í raun höfum við tækifæri til að mæta ógnum vegna loftslagsbreytinga og byggt á sama tíma upp réttlátt og öruggt samfélag byggt á framtíðarsýn sem tryggir jöfnuð í samfélaginu og jafnvægi í náttúrunni. Við getum horft til sögunnar til að skilja þessa orku. Hvaðan haldið þið að aflið til að lyfta upp efnahagskerfi Suður-Kóreu eða Japns hafi komið, Bandaríkjanna eftir kreppu eða Evrópu eftir stríð, hvað lyfti Íslandi frá því að vera fátækasta land Evrópu í að verða það ríkasta? Það var einbeittur vilji til að byggja upp atvinnulíf, innviði og velferðarkerfi sem var sameiginlegt verkefni alls samfélagsins, viðfang lýðræðisvettvangsins. Þetta var ekki gert með því að sleppa bröskurunum lausum, með því að loka augunum fyrir spillingu þeirra og stjórnlausri auðsöfnun í von um að eitthvað gott myndi fylgja, að eitthvað af auð þeirra myndi falla niður til almúgans. Auðvaldið ætlar að nýta tækifærið En það eru ekki bara við Sósíalistar sem höfum áttað okkur á þessu ógnarafli. Það hefur komið í ljós í kosningabaráttunni að auðvaldið veit vel af þessu. Í gegnum kórónasamdráttinn hafa auðvaldsflokkarnir notað afl ríkisvaldsins og yfirráð sín yfir Seðlabankanum til að ausa fé í fjármagns- og stórfyrirtækjaeigendur, blásið hér upp fráleita eignabólu. Og auðvaldið hefur sett fram kröfur um enn meiri fjárframlög til sín á næstu árum, enn meiri skattalækkanir og að öll grunnkerfi samfélagsins verði enn frekar sveigð að þörfum þess svo það geti dregið sér enn meira fé upp úr samfélaginu. Auðvaldið kallar þessa áætlun land tækifæranna, sér fyrir sér að geta sölsað undir sig gríðarlega fjármuni úr almannasjóðum á næstu árum vegna alþjóðlegrar viðurkenningar á auknu afli ríkissjóða. Það er hlutverk Sósíalistaflokksins að stöðva þessar fyrirætlanir. Og í raun snúast komandi kosningar um hvort þetta afl verður notað til að auðga enn frekar hin fáu eða hvort aflið verður notað til að bjarga samfélaginu og náttúrunni og til að byggja hér upp sterkt og öflugt samfélag þar sem allt fólk er velkomið, þar sem hlustað er á allt fólk, þar sem allt fólk sést og þar sem allt fólk býr við frelsi til að njóta sín, lifa og blómstra. Valið er á milli samfélags frjáls fólks eða verbúðar Samherja. Erindi Sósíalista byggt á kærleika ... Þetta er erindi Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Grunnur var lagður með Kærleikshagkerfinu. Þar var tónninn gefinn, eina réttlætingin fyrir formlegur samfélagi á millum okkar er að lyfta fólki upp úr fátækt, styðja hin veiku, styrkja hin föllnu og rétt hlut hinna kúguðu. Ofan á þessum grunni kynntum við nýtt skattkerfi, um að skattleggja hin ríku, stöðva skattaundanskot, færa arðinn af auðlindum til almennings, styrkja tekjugrunn sveitarfélaga og lækka skatta á almenning og smáfyrirtæki. Einnig kynntum við nýja sósíalíska byggðastefnu og nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem færði arðinn af auðlindum frá auðhringjum til almennings. Og við héldum áfram að byggja á grunni kærleikans: Lögðum til húsnæðisbyltingu þar sem byggðar væru 30 þúsund íbúðir á tíu árum, að grunnþjónusta yrði gjaldfrjáls og að við útrýmdum fátækt, strax. Þetta eru forsendur jöfnuðar, sem er grunnur réttlætis. Síðan lögðum við fram aðgerðir í loftslagsmálum sem byggðu á réttlæti, að kostnaðurinn yrði settur á fyrirtækin sem menga en ekki allan almennings og mest á þau sem minnst efni hafa. Við lögðum til aðgerðir gegn ofbeldisfaraldrinum langlífa, kynbundnu ofbeldi. Við lögðum til sérstakar aðgerðir fyrir öryrkja og munum halda áfram að leggja fram aðgerðir fyrir aldraða, börn, innflytjendur og aðra hópa. Um þessar tillögur má lesa í stefnuyfirlýsingum baráttuhópa Sósíalistaflokksins; Meistaradeildarinnar, Ungra Sósíalista, Sósíalískra femínista, Verkalýðsráðsins, Öryrkjaráðsins, Innflytjendaráðsins. ... og endursköpun stjórnmálanna Og við bentum á að ekki væri hægt að ná þessum árangri nema með því að endurskapa stjórnmálin. Við sögðumst ætla að fella elítustjórnmálin og stöðva spillinguna sem grasserar í tengslum elítustjórnmála og auðvalds. Og við lögðum fram áætlun um að örva sjálfstæðisbaráttu almennings með því að styrkja almannasamtök neytenda, leigjenda, skuldara, innflytjenda, sjúklinga og annarra hópa sem skortir efnahagslegan styrk til að ná fram sínum markmiðum. Sósíalistaflokkurinn lítur á sig sem afl til breytinga. Flokkurinn hefur sýnt að hann getur sameinað fólk með ólíkar skoðanir, úr ólíkum flokkum og samfélagshópum, til aðgerða og baráttu. Endurreisn verkalýðshreyfingarinnar er dæmi um þetta. Og kosningastefna flokksins er sett þannig fram að mikill meirihluti almennings ætti að geta sameinast að baki henni. Hún er ekki róttækari en svo að hún fellur undir slagorðið: Vindum ofan af nýfrjálshyggjunni. Ættu ekki allir að geta sameinast um það? Að færa skattkerfið að því réttlæti sem var við líði fyrir nýfrjálshyggju? Að færa auðlindir hafsins til almennings eins og var við lok þorskastríðanna? Að styrkja völd almennings svo hann geti barist við ógnarvald auðvaldsins? Að byggja upp samfélag á grunni kærleika fjöldans en ekki græðgi hinna fáu? Að stöðva eyðileggingu auðvaldsins á náttúrunni og grunnkerfum samfélagsins? Að byggja upp innviði og velferðarkerfi? Að lyfta fólki upp úr fátækt, styðja þau sem verða fyrir áföllum, taka stöðu með þeim sem verða fyrir ofbeldi? Hver ætti ekki að vilja að taka þátt í baráttu fyrir þessum markmiðum? Stórkostlegt samfélag í boði Þessi markmið köllum við Sósíalistar stórkostlegt samfélag. Og við eigum að setja markið svo hátt, ekki tommu lægra. Og það er ekki bara vegna þess að við ættum alltaf að dreyma stórt heldur vegna þess að við getum framkvæmt þetta. Við stöndum í sambærilegum sporum og þjóðirnar stóðu við lok kreppunnar miklu og stríðsins sem fylgdi henni. Við stöndum í rústum fallinnar hugmyndafræði, sem er grimm og ljót, og við höfum aðgang að afli sem dugar til að byggja upp stórkostlegt samfélag eftir kröfum, hagsmunum, vonum og væntingum alls almennings. Þetta er sögulegt hlutverk okkar. Sósíalistar segjast ætla að taka völdin af auðvaldinu. Sú yfirlýsing snýst um þetta. Að almenningur hreki auðvaldið frá völdunum yfir ríkisvaldinu og nýti valdið sem þar býr til að byggja upp gott samfélag. Um þetta snúast komandi kosningar. Stórkostlegt samfélag fyrir fjöldann eða land tækifæra hinna fáu. Það er enginn millileið. Það er ekki hægt að þjóna tveimur herrum. Annað hvort ræður almannavaldið eða auðvaldið. Kjósum með hjartanu, skilum rauðu! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og í framboði fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við Sósíalistar lögðum línurnar fyrir kosningarnar á laugardaginn á Sósíalistaþingi áðan. Erindi okkar er þetta: Við Íslendingar erum heppið fólk. Við búum fá í stóru landi sem er ríkt af auðlindum. Við erum rík þjóð og getum mótað okkur örugga og bjarta framtíð. Okkur stendur til boða að láta heita drauma alþýðufólks um alla heim rætast, að byggja upp réttlátt og gott samfélag byggt á samkennd, mannvirðingu og jöfnuði. Þetta er í raun draumur alþýðufólks um allar aldir; að losna undan ofríki og kúgun og byggja upp samfélag sem er öllum gott, en ekki aðeins þeim fáu sem hafa völdin og auðinn. Í raun er þetta sögulegt hlutverk okkar. Við höfum einstakt tækifæri til að láta þessa drauma rætast. Auðvitað munum við gera þetta fyrir okkur sjálf og afkomendur okkar, en það er ekkert að því að líta svo á að við séum á sama tíma að láta drauma fyrri kynslóða rætast. Hugmyndir okkar um jöfnuð og réttlæti hafa hlaðist upp í gegnum aldirnar og eru niðurstaða miklu stærri hóps en er saman kominn hér á landi. Staður og stund er rétt En í hverju liggur einstakt tækifæri okkar sem búum á Íslandi í dag. Fyrir það fyrsta er Ísland auðugt land af endurnýtanlegum auðlindum. Með réttlátri og skynsamlegri nýtingu þeirra eigum við að geta byggt hér upp réttlátt, sterkt og öflugt samfélag. Í annan stað er auðvelt fyrir okkur að taka völdin af auðvaldinu. Íslenskt auðvald getur ekki hótað því að taka auð sinn og atvinnutæki og flytja burt og skilja alþýðuna eftir slippa og snauða. Íslenskt auðvald hefur auðgast af því að ná undir sig auðlindum almennings; fisknum í sjónum, orkunni í fallvötnum og iðrum jarðar og náttúrufegurð landsins. Auðvaldið getur ekki tekið þetta með sér. Við eigum sameiginlega allar uppsprettur auðs á Íslandi. Almenningur á þetta allt, auðvaldið á ekkert. Í þriðja lagi lifum við nú augnablik sögunnar þegar blekkingarvefur nýfrjálshyggjunnar fellur. Það trúir því ekki nokkur maður lengur að hin ríku skapi auðinn sem er forsenda hagsældar. Hrunið 2008 og svo enn frekar efnahagslegar afleiðingar kórónafaraldursins hafa afhjúpað endanlega að það eru fyrst og fremst sameiginlegir sjóðir og afl ríkisvalds og seðlabanka sem getur reist við samfélög og byggt þau upp. Ein stærsta blekking nýfrjálshyggjuáranna var að hefta almannavaldið inn í stífum takmörkunum ríkisfjármálastefnu, halda aftur af getu almannavaldsins til að byggja upp innviði og öflug grunnkerfi undir öflugt og réttlátt samfélag. Gríðarafl almannavaldsins Um allan heim hafa þessi höft fallið og í ljós komið að margföldunaráhrif opinberar fjárfestingar eru miklu meiri en áður var talið og skaðinn af sveltistefnu nýfrjálshyggjunnar að sama skapi skaðlegri en fólk gerði sér grein fyrir. Stjórnvöld um allan heim eru að endurskoða stefnu sínu, leita að farvegi fyrir þetta mikla afl ríkisvaldsins, finna leiðir til að virkja það. Ef við viljum sækja orðfærið til viðskiptalífsins þá hefur fjárfestingageta ríkisvaldsins, framkvæmdaarms almannavaldsins og lýðræðisvettvangsins, verið vanmetið stórlega. Í raun höfum við tækifæri til að mæta ógnum vegna loftslagsbreytinga og byggt á sama tíma upp réttlátt og öruggt samfélag byggt á framtíðarsýn sem tryggir jöfnuð í samfélaginu og jafnvægi í náttúrunni. Við getum horft til sögunnar til að skilja þessa orku. Hvaðan haldið þið að aflið til að lyfta upp efnahagskerfi Suður-Kóreu eða Japns hafi komið, Bandaríkjanna eftir kreppu eða Evrópu eftir stríð, hvað lyfti Íslandi frá því að vera fátækasta land Evrópu í að verða það ríkasta? Það var einbeittur vilji til að byggja upp atvinnulíf, innviði og velferðarkerfi sem var sameiginlegt verkefni alls samfélagsins, viðfang lýðræðisvettvangsins. Þetta var ekki gert með því að sleppa bröskurunum lausum, með því að loka augunum fyrir spillingu þeirra og stjórnlausri auðsöfnun í von um að eitthvað gott myndi fylgja, að eitthvað af auð þeirra myndi falla niður til almúgans. Auðvaldið ætlar að nýta tækifærið En það eru ekki bara við Sósíalistar sem höfum áttað okkur á þessu ógnarafli. Það hefur komið í ljós í kosningabaráttunni að auðvaldið veit vel af þessu. Í gegnum kórónasamdráttinn hafa auðvaldsflokkarnir notað afl ríkisvaldsins og yfirráð sín yfir Seðlabankanum til að ausa fé í fjármagns- og stórfyrirtækjaeigendur, blásið hér upp fráleita eignabólu. Og auðvaldið hefur sett fram kröfur um enn meiri fjárframlög til sín á næstu árum, enn meiri skattalækkanir og að öll grunnkerfi samfélagsins verði enn frekar sveigð að þörfum þess svo það geti dregið sér enn meira fé upp úr samfélaginu. Auðvaldið kallar þessa áætlun land tækifæranna, sér fyrir sér að geta sölsað undir sig gríðarlega fjármuni úr almannasjóðum á næstu árum vegna alþjóðlegrar viðurkenningar á auknu afli ríkissjóða. Það er hlutverk Sósíalistaflokksins að stöðva þessar fyrirætlanir. Og í raun snúast komandi kosningar um hvort þetta afl verður notað til að auðga enn frekar hin fáu eða hvort aflið verður notað til að bjarga samfélaginu og náttúrunni og til að byggja hér upp sterkt og öflugt samfélag þar sem allt fólk er velkomið, þar sem hlustað er á allt fólk, þar sem allt fólk sést og þar sem allt fólk býr við frelsi til að njóta sín, lifa og blómstra. Valið er á milli samfélags frjáls fólks eða verbúðar Samherja. Erindi Sósíalista byggt á kærleika ... Þetta er erindi Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Grunnur var lagður með Kærleikshagkerfinu. Þar var tónninn gefinn, eina réttlætingin fyrir formlegur samfélagi á millum okkar er að lyfta fólki upp úr fátækt, styðja hin veiku, styrkja hin föllnu og rétt hlut hinna kúguðu. Ofan á þessum grunni kynntum við nýtt skattkerfi, um að skattleggja hin ríku, stöðva skattaundanskot, færa arðinn af auðlindum til almennings, styrkja tekjugrunn sveitarfélaga og lækka skatta á almenning og smáfyrirtæki. Einnig kynntum við nýja sósíalíska byggðastefnu og nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem færði arðinn af auðlindum frá auðhringjum til almennings. Og við héldum áfram að byggja á grunni kærleikans: Lögðum til húsnæðisbyltingu þar sem byggðar væru 30 þúsund íbúðir á tíu árum, að grunnþjónusta yrði gjaldfrjáls og að við útrýmdum fátækt, strax. Þetta eru forsendur jöfnuðar, sem er grunnur réttlætis. Síðan lögðum við fram aðgerðir í loftslagsmálum sem byggðu á réttlæti, að kostnaðurinn yrði settur á fyrirtækin sem menga en ekki allan almennings og mest á þau sem minnst efni hafa. Við lögðum til aðgerðir gegn ofbeldisfaraldrinum langlífa, kynbundnu ofbeldi. Við lögðum til sérstakar aðgerðir fyrir öryrkja og munum halda áfram að leggja fram aðgerðir fyrir aldraða, börn, innflytjendur og aðra hópa. Um þessar tillögur má lesa í stefnuyfirlýsingum baráttuhópa Sósíalistaflokksins; Meistaradeildarinnar, Ungra Sósíalista, Sósíalískra femínista, Verkalýðsráðsins, Öryrkjaráðsins, Innflytjendaráðsins. ... og endursköpun stjórnmálanna Og við bentum á að ekki væri hægt að ná þessum árangri nema með því að endurskapa stjórnmálin. Við sögðumst ætla að fella elítustjórnmálin og stöðva spillinguna sem grasserar í tengslum elítustjórnmála og auðvalds. Og við lögðum fram áætlun um að örva sjálfstæðisbaráttu almennings með því að styrkja almannasamtök neytenda, leigjenda, skuldara, innflytjenda, sjúklinga og annarra hópa sem skortir efnahagslegan styrk til að ná fram sínum markmiðum. Sósíalistaflokkurinn lítur á sig sem afl til breytinga. Flokkurinn hefur sýnt að hann getur sameinað fólk með ólíkar skoðanir, úr ólíkum flokkum og samfélagshópum, til aðgerða og baráttu. Endurreisn verkalýðshreyfingarinnar er dæmi um þetta. Og kosningastefna flokksins er sett þannig fram að mikill meirihluti almennings ætti að geta sameinast að baki henni. Hún er ekki róttækari en svo að hún fellur undir slagorðið: Vindum ofan af nýfrjálshyggjunni. Ættu ekki allir að geta sameinast um það? Að færa skattkerfið að því réttlæti sem var við líði fyrir nýfrjálshyggju? Að færa auðlindir hafsins til almennings eins og var við lok þorskastríðanna? Að styrkja völd almennings svo hann geti barist við ógnarvald auðvaldsins? Að byggja upp samfélag á grunni kærleika fjöldans en ekki græðgi hinna fáu? Að stöðva eyðileggingu auðvaldsins á náttúrunni og grunnkerfum samfélagsins? Að byggja upp innviði og velferðarkerfi? Að lyfta fólki upp úr fátækt, styðja þau sem verða fyrir áföllum, taka stöðu með þeim sem verða fyrir ofbeldi? Hver ætti ekki að vilja að taka þátt í baráttu fyrir þessum markmiðum? Stórkostlegt samfélag í boði Þessi markmið köllum við Sósíalistar stórkostlegt samfélag. Og við eigum að setja markið svo hátt, ekki tommu lægra. Og það er ekki bara vegna þess að við ættum alltaf að dreyma stórt heldur vegna þess að við getum framkvæmt þetta. Við stöndum í sambærilegum sporum og þjóðirnar stóðu við lok kreppunnar miklu og stríðsins sem fylgdi henni. Við stöndum í rústum fallinnar hugmyndafræði, sem er grimm og ljót, og við höfum aðgang að afli sem dugar til að byggja upp stórkostlegt samfélag eftir kröfum, hagsmunum, vonum og væntingum alls almennings. Þetta er sögulegt hlutverk okkar. Sósíalistar segjast ætla að taka völdin af auðvaldinu. Sú yfirlýsing snýst um þetta. Að almenningur hreki auðvaldið frá völdunum yfir ríkisvaldinu og nýti valdið sem þar býr til að byggja upp gott samfélag. Um þetta snúast komandi kosningar. Stórkostlegt samfélag fyrir fjöldann eða land tækifæra hinna fáu. Það er enginn millileið. Það er ekki hægt að þjóna tveimur herrum. Annað hvort ræður almannavaldið eða auðvaldið. Kjósum með hjartanu, skilum rauðu! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og í framboði fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun