Þegar litlu málin verða stóru málin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 19. september 2021 13:00 Þú startar bílnum og án aðvörunar heyrast háværar rökræður stjórnmálafólks úr útvarpinu. Það er á dagskrá dægurþáttur þar sem ræða á málefnum líðandi stundar. Tala um stóru málin. Þú keyrir úr stæðinu og skiptir um stöð í slíku offorsi að snúningstakkinn losnar nánast af. Þú hefur einfaldlega ekki áhuga á sjávarútvegsmálum, skilur hvorki upp né niður í efnahagsmálum og hvað þá skattamálum. Stóru málin. Þér er bara alveg sama. Ef þú heyrir orðið innviðauppbygging einu sinni enn þá muntu öskra. Þú hefur ekki áhuga á stjórnmálum. Þau koma þér ekki við. Það eru kosningar framundan en þér gæti ekki verið meira sama. Þessi lýsing á við marga í kringum mig. Marga einstaklinga sem fá hroll af því að því einu að hugsa um stjórnmál. Þau eru svo flókin. Raunveruleikinn er þó sá að stjórnmál lita allt okkar líf. Þú getur slökkt á útvarpinu eins oft og þú vilt, það er þá bara einhver annar sem tekur ákvörðun um þitt líf og án þín. Það eru nefnilega ótrúlega mörg stór mál sem snerta þitt líf í umræðunni. Þau geta stundum þótt lítil þegar á heildarmyndina er lítið en geta skipt þig sköpum. Því miður eru ákvarðanir oft teknar sem byggja eingöngu á útreikningum í Excel og mannlegi þátturinn gleymist. Það gleymist oft að við erum öll hluti af stærra mengi; samfélagi. Einstaklingar eru ekki Excel skjöl og lífið er ekki svart og hvít. Það eru rosalega margir gráir tónar. Viðreisn sér tækifæri á öllum sviðum mannlífsins, tækifæri sem geta skipt sköpum í daglegu lífi fólks. Við viljum tryggja raforkuöryggi og öflugar, stöðugar nettengingar um allt land. Mjög gott dæmi um mál sem lítið er rætt en getur verið mjög stórt í lífi einstaklinga. Á þessum grunni byggja nefnilega svo mörg önnur mál. Frelsi til búsetu, aðgengi að fjarvinnu og orkuskipti í samgöngum svo eitthvað sé nefnt. Fólk t.d. í dreifbýli þarf á raforkuöryggi að halda og með þrífasa rafmagni getur það fyrst tekið þátt í raunverulegum orkuskiptum. Býrð þú við óstöðugt rafmagn og hæga netttengingu? -- Við viljum innleiða valfrelsi varðandi lífslok sem mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa að mæta örlögum sínum við vel skilgreindar aðstæður. Það óskar enginn eftir því að standa frammi fyrir þessari ákvörðun sem á sviði stjórnmálanna er kannski lítil í samhengi heillar þjóðar en getur verið ein stærsta ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir á ævinni. Hefur þú verið aðstandandi einstaklings þar sem þessi valkostur hefði breytt miklu? -- Við viljum afnema frítekjumark og tryggja að framfærslulán hjá Menntasjóði Námsmanna sé í takti við neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins. Flestir námsmenn eru í námi tiltölulega stuttan hluta ævi sinnar. Ákvörðun um frítekjumark hefur því aðeins áhrif yfir stuttan tíma ekki satt? Yfir námstímann getur þetta þó verið það hagsmunamál sem skiptir hvað mestu máli fyrir þig. Með einu pennastriki í lögum er hægt að afnema frítekjumark sem er ekki bara skerðing á ákvarðanatöku einstaklinga heldur yrði það viðurkenning á því að námslán séu í raun lán en ekki góðgerðarstarfsemi ríkisins eins og margir virðast halda. Að sama skapi yrði það svar við langþráðu kalli hagsmunasamtaka stúdenta um allt land. Myndi þessi breyting skipta þig máli? -- Viðreisn styður afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Fíkniefnastríðið fræga. Viðreisn lítur á notkun vímuefna sem heilbrigðismál. Afglæpavæðing fíknefna er mikilvægt skref til að tryggja vímuefnaneytendum hjálp úr klóm sölumanna undirheima og tryggja að veiku fólki sé ekki refsað heldur fái það hjálp. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, t.a.m. með opnun neyslurýma. Samhliða afglæpavæðingu fíkniefna þarf að efla forvarnir og fræðslu. Góð lýðheilsa, upplýst samtal og aðgengi að virkum úrræðum er forsenda góðra lífsgæða í íslensku samfélagi. Þekkir þú einhvern sem er svo langt leiddur í neyslu fíkniefna að hann/hún finnur ekki leið út? Er rétt að refsa þessu fólki með sektum eða fangelsisvist? Þetta fólk þarf hjálp. Stjórnmál eru ekki bara óskiljanleg hugtök, sýndarmennska og háværar rökræður í útvarpinu. Stjórnmál snúast um þig. Gefðu framtíðinni tækifæri. Ég C þig á kjörstað! Höfundur skipar 8. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Þú startar bílnum og án aðvörunar heyrast háværar rökræður stjórnmálafólks úr útvarpinu. Það er á dagskrá dægurþáttur þar sem ræða á málefnum líðandi stundar. Tala um stóru málin. Þú keyrir úr stæðinu og skiptir um stöð í slíku offorsi að snúningstakkinn losnar nánast af. Þú hefur einfaldlega ekki áhuga á sjávarútvegsmálum, skilur hvorki upp né niður í efnahagsmálum og hvað þá skattamálum. Stóru málin. Þér er bara alveg sama. Ef þú heyrir orðið innviðauppbygging einu sinni enn þá muntu öskra. Þú hefur ekki áhuga á stjórnmálum. Þau koma þér ekki við. Það eru kosningar framundan en þér gæti ekki verið meira sama. Þessi lýsing á við marga í kringum mig. Marga einstaklinga sem fá hroll af því að því einu að hugsa um stjórnmál. Þau eru svo flókin. Raunveruleikinn er þó sá að stjórnmál lita allt okkar líf. Þú getur slökkt á útvarpinu eins oft og þú vilt, það er þá bara einhver annar sem tekur ákvörðun um þitt líf og án þín. Það eru nefnilega ótrúlega mörg stór mál sem snerta þitt líf í umræðunni. Þau geta stundum þótt lítil þegar á heildarmyndina er lítið en geta skipt þig sköpum. Því miður eru ákvarðanir oft teknar sem byggja eingöngu á útreikningum í Excel og mannlegi þátturinn gleymist. Það gleymist oft að við erum öll hluti af stærra mengi; samfélagi. Einstaklingar eru ekki Excel skjöl og lífið er ekki svart og hvít. Það eru rosalega margir gráir tónar. Viðreisn sér tækifæri á öllum sviðum mannlífsins, tækifæri sem geta skipt sköpum í daglegu lífi fólks. Við viljum tryggja raforkuöryggi og öflugar, stöðugar nettengingar um allt land. Mjög gott dæmi um mál sem lítið er rætt en getur verið mjög stórt í lífi einstaklinga. Á þessum grunni byggja nefnilega svo mörg önnur mál. Frelsi til búsetu, aðgengi að fjarvinnu og orkuskipti í samgöngum svo eitthvað sé nefnt. Fólk t.d. í dreifbýli þarf á raforkuöryggi að halda og með þrífasa rafmagni getur það fyrst tekið þátt í raunverulegum orkuskiptum. Býrð þú við óstöðugt rafmagn og hæga netttengingu? -- Við viljum innleiða valfrelsi varðandi lífslok sem mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa að mæta örlögum sínum við vel skilgreindar aðstæður. Það óskar enginn eftir því að standa frammi fyrir þessari ákvörðun sem á sviði stjórnmálanna er kannski lítil í samhengi heillar þjóðar en getur verið ein stærsta ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir á ævinni. Hefur þú verið aðstandandi einstaklings þar sem þessi valkostur hefði breytt miklu? -- Við viljum afnema frítekjumark og tryggja að framfærslulán hjá Menntasjóði Námsmanna sé í takti við neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins. Flestir námsmenn eru í námi tiltölulega stuttan hluta ævi sinnar. Ákvörðun um frítekjumark hefur því aðeins áhrif yfir stuttan tíma ekki satt? Yfir námstímann getur þetta þó verið það hagsmunamál sem skiptir hvað mestu máli fyrir þig. Með einu pennastriki í lögum er hægt að afnema frítekjumark sem er ekki bara skerðing á ákvarðanatöku einstaklinga heldur yrði það viðurkenning á því að námslán séu í raun lán en ekki góðgerðarstarfsemi ríkisins eins og margir virðast halda. Að sama skapi yrði það svar við langþráðu kalli hagsmunasamtaka stúdenta um allt land. Myndi þessi breyting skipta þig máli? -- Viðreisn styður afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Fíkniefnastríðið fræga. Viðreisn lítur á notkun vímuefna sem heilbrigðismál. Afglæpavæðing fíknefna er mikilvægt skref til að tryggja vímuefnaneytendum hjálp úr klóm sölumanna undirheima og tryggja að veiku fólki sé ekki refsað heldur fái það hjálp. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, t.a.m. með opnun neyslurýma. Samhliða afglæpavæðingu fíkniefna þarf að efla forvarnir og fræðslu. Góð lýðheilsa, upplýst samtal og aðgengi að virkum úrræðum er forsenda góðra lífsgæða í íslensku samfélagi. Þekkir þú einhvern sem er svo langt leiddur í neyslu fíkniefna að hann/hún finnur ekki leið út? Er rétt að refsa þessu fólki með sektum eða fangelsisvist? Þetta fólk þarf hjálp. Stjórnmál eru ekki bara óskiljanleg hugtök, sýndarmennska og háværar rökræður í útvarpinu. Stjórnmál snúast um þig. Gefðu framtíðinni tækifæri. Ég C þig á kjörstað! Höfundur skipar 8. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun