Rökræðum staðreyndir um skattkerfið en ekki afbakaðar staðhæfingar Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. september 2021 08:31 Ég var á skemmtilegum kosningafundi stúdenta þar sem til svara voru fulltrúar allra flokka. Á fundinum gafst flokkunum tækifæri til að spyrja hver annan spurninga og fulltrúi Sósíalistaflokksins beindi spurningu til mín, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistinn gerði það vel, hélt hressilega og blóðheita ræðu sem hann hafði augljóslega mikla sannfæringu fyrir. En það var verra að ræðan hans byggði á röngum upplýsingum og engin fullyrðinga hans stóðst. Ræðan hans sneri að því óréttlæti að þeir tekjulægstu séu skattlagðir meira en þeir tekjuhæstu. Það getur vissulega hljómað óréttlátt en staðreyndin er sú að það er ekki rétt - því er akkúrat öfugt farið. Það eru þvert á móti þau tekjulægstu sem hafa fengið mesta skattalækkun og svo áfram upp tekjustigann þar sem þau tekjuhæstu hafa fengið minnstu skattalækkunina. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók við árið 2013 hefur hann lækkað skatta til að snúa af vegverð mikilla skattahækkana vinstri stjórnarinnar kjörtímabilsins áður. Ef við skoðum dæmi um hvernig tekjuskattur hefur lækkað síðan þá fyrir mismunandi tekjuhópa sést glöggt að tekjulægri greiða hlutfallslega lægri skatt. Tökum dæmi um launþega með 570 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hann borgar nú 31,33% lægri tekjuskatt eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fór að lækka skatta miðað við ef skattahækkanir vinstri stjórnarinnar hefðu fengið að halda sér. Það skilar honum 302 þúsund kr. meira í ráðstöfunartekjur á ári. Ef við skoðum önnur dæmi þá borgar launþegi með 370 þúsund krónur í mánaðarlaun 67,48% lægri tekjuskatt, launþegi með 1.000.000 kr. í mánaðarlaun borgar 18,55% lægri tekjuskatt og launþegi með 2.500.000 kr. á mánuði borgar 5,45% lægri tekjuskatt. Tekjuskattur hefur því lækkað langmest á lægstu laun en lækkunin fer svo minnkandi upp tekjustigann. Ef við skoðum hvernig þróunin hefur verið fyrir fólk sem fær barnabætur er hún í sömu átt. Hjón með meðallaun (670 þúsund krónur á mánuði hvort) greiða tæplega 660 þúsund krónum minna í tekjuskatt á ári vegna skattalækkana eða 26% lægri. Eigi hjónin þrjú börn eru ráðstöfunartekjur þeirra rúmlega 820 þúsund krónum hærri á ári vegna skattalækkana og hærri barnabóta frá árinu 2013. Ef sama dæmi er notað yfir hjón á lágmarkslaunum (351 þúsund krónur á mánuði hvort) með þrjú börn hafa þau um einni milljón króna meira á milli handanna í ráðstöfunartekjur árlega. Skattkerfið er eitt af okkar mikilvægustu kerfum. Með því tryggjum við sjálfsagðan skerf okkar allra til að standa undir okkar mikilvægu innviðum og velferð. Svo að slíkt kerfi þjóni tilgangi sínum sem best fyrir samfélagið allt verður það að vera sanngjarnt, hvetjandi og samkeppnishæft. Ég tel að heilt yfir standi skattkerfið okkar undir þessum markmiðum en ekkert kerfi er fullkomið og á að vera í sífelldri skoðun. Það er ekki nema eðlilegt að á hinum pólitíska vettvangi sé tekist á um hvernig skattkerfið komi að bestu gagni. Við í Sjálfstæðisflokknum teljum heildarhagsmunum samfélagsins betur borgið með því að lækka skatta. Aðrir hafa aðra skoðun. Í aðdraganda kosninga er sjálfsagt að takast á um mismunandi sýn á ráðstöfunartekjur fólks og ríkissjóðs. En það er ekki hægt nema við förum með staðreyndir og gætum þess að fara ekki með staðhæfingar sem eru afbakaðar, misvísandi eða alrangar, það gagnast engum. Svo staðreyndum sé haldið til haga og fólk geti áttað sig á áhrifum skattalækkana síðustu ára hefur Sjálfstæðisflokkurinn birt reiknivél á vefnum skattalækkun.is þar sem hægt er að skoða tekjuskattslækkunina eftir launaupphæðum. Ég hvet öll til að skoða þær upplýsingar því tölurnar ljúga ekki þótt fólk í kosningaham freistist stundum til þess. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég var á skemmtilegum kosningafundi stúdenta þar sem til svara voru fulltrúar allra flokka. Á fundinum gafst flokkunum tækifæri til að spyrja hver annan spurninga og fulltrúi Sósíalistaflokksins beindi spurningu til mín, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistinn gerði það vel, hélt hressilega og blóðheita ræðu sem hann hafði augljóslega mikla sannfæringu fyrir. En það var verra að ræðan hans byggði á röngum upplýsingum og engin fullyrðinga hans stóðst. Ræðan hans sneri að því óréttlæti að þeir tekjulægstu séu skattlagðir meira en þeir tekjuhæstu. Það getur vissulega hljómað óréttlátt en staðreyndin er sú að það er ekki rétt - því er akkúrat öfugt farið. Það eru þvert á móti þau tekjulægstu sem hafa fengið mesta skattalækkun og svo áfram upp tekjustigann þar sem þau tekjuhæstu hafa fengið minnstu skattalækkunina. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók við árið 2013 hefur hann lækkað skatta til að snúa af vegverð mikilla skattahækkana vinstri stjórnarinnar kjörtímabilsins áður. Ef við skoðum dæmi um hvernig tekjuskattur hefur lækkað síðan þá fyrir mismunandi tekjuhópa sést glöggt að tekjulægri greiða hlutfallslega lægri skatt. Tökum dæmi um launþega með 570 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hann borgar nú 31,33% lægri tekjuskatt eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fór að lækka skatta miðað við ef skattahækkanir vinstri stjórnarinnar hefðu fengið að halda sér. Það skilar honum 302 þúsund kr. meira í ráðstöfunartekjur á ári. Ef við skoðum önnur dæmi þá borgar launþegi með 370 þúsund krónur í mánaðarlaun 67,48% lægri tekjuskatt, launþegi með 1.000.000 kr. í mánaðarlaun borgar 18,55% lægri tekjuskatt og launþegi með 2.500.000 kr. á mánuði borgar 5,45% lægri tekjuskatt. Tekjuskattur hefur því lækkað langmest á lægstu laun en lækkunin fer svo minnkandi upp tekjustigann. Ef við skoðum hvernig þróunin hefur verið fyrir fólk sem fær barnabætur er hún í sömu átt. Hjón með meðallaun (670 þúsund krónur á mánuði hvort) greiða tæplega 660 þúsund krónum minna í tekjuskatt á ári vegna skattalækkana eða 26% lægri. Eigi hjónin þrjú börn eru ráðstöfunartekjur þeirra rúmlega 820 þúsund krónum hærri á ári vegna skattalækkana og hærri barnabóta frá árinu 2013. Ef sama dæmi er notað yfir hjón á lágmarkslaunum (351 þúsund krónur á mánuði hvort) með þrjú börn hafa þau um einni milljón króna meira á milli handanna í ráðstöfunartekjur árlega. Skattkerfið er eitt af okkar mikilvægustu kerfum. Með því tryggjum við sjálfsagðan skerf okkar allra til að standa undir okkar mikilvægu innviðum og velferð. Svo að slíkt kerfi þjóni tilgangi sínum sem best fyrir samfélagið allt verður það að vera sanngjarnt, hvetjandi og samkeppnishæft. Ég tel að heilt yfir standi skattkerfið okkar undir þessum markmiðum en ekkert kerfi er fullkomið og á að vera í sífelldri skoðun. Það er ekki nema eðlilegt að á hinum pólitíska vettvangi sé tekist á um hvernig skattkerfið komi að bestu gagni. Við í Sjálfstæðisflokknum teljum heildarhagsmunum samfélagsins betur borgið með því að lækka skatta. Aðrir hafa aðra skoðun. Í aðdraganda kosninga er sjálfsagt að takast á um mismunandi sýn á ráðstöfunartekjur fólks og ríkissjóðs. En það er ekki hægt nema við förum með staðreyndir og gætum þess að fara ekki með staðhæfingar sem eru afbakaðar, misvísandi eða alrangar, það gagnast engum. Svo staðreyndum sé haldið til haga og fólk geti áttað sig á áhrifum skattalækkana síðustu ára hefur Sjálfstæðisflokkurinn birt reiknivél á vefnum skattalækkun.is þar sem hægt er að skoða tekjuskattslækkunina eftir launaupphæðum. Ég hvet öll til að skoða þær upplýsingar því tölurnar ljúga ekki þótt fólk í kosningaham freistist stundum til þess. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun