Loksins undið ofan af mismunun barna með fæðingagalla Þorgils Jónsson skrifar 16. september 2021 21:31 Rakel Theodórsdóttir og fjölskylda fagna nýrri reglugerðarbreytingu sem tekur af tvímæli um að Bergur Páll sonur hennar, og öll börn með skarð í gómi eða tannboga eigi rétt á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tannréttinga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti á dögunum bráðabirgðaákvæði inn í reglugerð um greiðsluþátttöku til kostnaðar vegna nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga. Með ákvæðinu eru tekin af öll tvímæli um að öllum börnum með skarð í efri tannboga eða klofinn góm, harða eða mjúka, sé tryggð 95% endurgreiðsla vegna tannlækninga eða tannréttinga. Þessi breyting gjörbreytir stöðu barna með skarð í gómi, en foreldrar þeirra hafa lengi staðið í stappi við Sjúkratryggingar Íslands sem hafa ekki viljað taka þátt í nauðsynlegum tannréttingakostnaði. „Við áttum ekki rétt á neinu,“ segir Rakel Theodórsdóttir, móðir Bergs Páls, átta ára drengs með skarð í gómi. Hún segir að með þessari reglugerðarbreytingu sé „loksins verið að vinda ofan af mismunun milli barna með fæðingargalla“. „Þarna var verið að flokka börn með viðurkenndan fæðingargalla eftir því hvar fæðingargallinn var.“ Svandís fyrst til að sýna málinu áhuga Rakel segir að þetta hafi verið löng barátta. Svandís hafi verið fyrsti ráðherrann sem hafi sýnt málinu áhuga og komið á reglugerð sem tók gildi í upphafi árs 2020, þar sem kveðið var á um endurgreiðslur barna með skarð í gómi. Sjúkratryggingar hafi hins vegar ekki vikið frá sinni afstöðu. „Við vorum endalaust send í mat. Það var niðurstaðan að málið [kostnaður þessa hóps vegna tannréttinga] sé brýnt, en samt segja Sjúkratryggingar að við eigum ekki rétt á greiðsluþátttöku,“ segir Rakel. „Við kærum það til úrskurðarnefndar velferðarmála, sem dæma okkur í hag og málið er sent aftur á Sjúkratryggingar Íslands. Þar fundu þau sér bara áfram glufur til þess að takmarka greiðslur til okkar.“ „Þetta hefur alfarið staðið upp á Sjúkratryggingar og bitnar ekki á neinum nema langveikum börnum og fjölskyldum þeirra.“ Pattstaða þar til fyrir tveimur vikum Málið hafi verið í pattstöðu þangað til fyrir um tveimur vikum þegar ráðherra hafi gengið aftur í málið. „Nú er þetta bráðabirgðaákvæði komið inn í reglugerðina og málið algerlega skýrt. Við erum búin að senda inn reikninga til Sjúkratrygginga Íslands og ég fengið tilkynningu um að við fáum endurgreiðsluna í kringum helgina. Þannig að við ætlum að leyfa okkur að fagna.“ Heilbrigðismál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Sjá meira
Þessi breyting gjörbreytir stöðu barna með skarð í gómi, en foreldrar þeirra hafa lengi staðið í stappi við Sjúkratryggingar Íslands sem hafa ekki viljað taka þátt í nauðsynlegum tannréttingakostnaði. „Við áttum ekki rétt á neinu,“ segir Rakel Theodórsdóttir, móðir Bergs Páls, átta ára drengs með skarð í gómi. Hún segir að með þessari reglugerðarbreytingu sé „loksins verið að vinda ofan af mismunun milli barna með fæðingargalla“. „Þarna var verið að flokka börn með viðurkenndan fæðingargalla eftir því hvar fæðingargallinn var.“ Svandís fyrst til að sýna málinu áhuga Rakel segir að þetta hafi verið löng barátta. Svandís hafi verið fyrsti ráðherrann sem hafi sýnt málinu áhuga og komið á reglugerð sem tók gildi í upphafi árs 2020, þar sem kveðið var á um endurgreiðslur barna með skarð í gómi. Sjúkratryggingar hafi hins vegar ekki vikið frá sinni afstöðu. „Við vorum endalaust send í mat. Það var niðurstaðan að málið [kostnaður þessa hóps vegna tannréttinga] sé brýnt, en samt segja Sjúkratryggingar að við eigum ekki rétt á greiðsluþátttöku,“ segir Rakel. „Við kærum það til úrskurðarnefndar velferðarmála, sem dæma okkur í hag og málið er sent aftur á Sjúkratryggingar Íslands. Þar fundu þau sér bara áfram glufur til þess að takmarka greiðslur til okkar.“ „Þetta hefur alfarið staðið upp á Sjúkratryggingar og bitnar ekki á neinum nema langveikum börnum og fjölskyldum þeirra.“ Pattstaða þar til fyrir tveimur vikum Málið hafi verið í pattstöðu þangað til fyrir um tveimur vikum þegar ráðherra hafi gengið aftur í málið. „Nú er þetta bráðabirgðaákvæði komið inn í reglugerðina og málið algerlega skýrt. Við erum búin að senda inn reikninga til Sjúkratrygginga Íslands og ég fengið tilkynningu um að við fáum endurgreiðsluna í kringum helgina. Þannig að við ætlum að leyfa okkur að fagna.“
Heilbrigðismál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Sjá meira