10 ár án réttinda Vífill Harðarson skrifar 17. september 2021 09:01 Ímyndum okkur hóp einstaklinga á vinnumarkaði sem hefur ekki einungis vinnuskyldum að gegna heldur þurfi líka að sinna t.d. fjölskyldu sinni, húsnæði, heilsu o.s.frv. Atvinnu- og tekjuöryggi þessa hóps er þess vegna mikilvægt til að geta framfleytt sér. Það er þó eitt sem einkennir hópinn sem við erum að ímynda okkur. Ef hann yrði fyrir atvinnumissi hefur hann ekki rétt á að sækja sér fjárhagslega aðstoð. Hópurinn vinnur sér inn réttindi með greiðslu atvinnutryggingagjalds af launum sínum í atvinnuleysistryggingasjóð, en hefur síðan, þegar uppi er staðið, ekki rétt á að sækja sér þau réttindi sem því fylgja. Er það ekki furðulegt? Það er ekki erfitt að ímynda sér þennan hóp, því hann er að finna í menntastofnunum landsins. Árið 2019 var fjöldi stúdenta í háskólum landsins 19.238 talsins[1], sama ár og Eurostudent VII könnunin var lögð fyrir. Niðurstöður hennar sýna að 71% íslenskra stúdenta vinna samhliða námi, eða um 13.659 stúdentar og er það 3% aukning frá sjöttu umferð EUROSTUDENT frá 2016-2018. Af þeim eru 72% íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Það gera rúmlega 9.834 stúdenta sem vinna samhliða námi. Fjölbreytt flóra stúdentahópsins bregður sér því í bæði hlutverk námsfólks og starfskrafts. Þó búa þau ekki við þann rétt að geta sótt um atvinnuleysisbætur missi þau þá vinnu sem borgar fyrir námið. Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var afnuminn meðfrumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar o.fl. sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember, 2009. Fram að 1. janúar 2010, þegar breytingin tók gildi, átti námsfólk rétt á bótum í námshléum til samræmis við áunninn rétt sinn, uppfyllti það almenn skilyrði laganna. Stúdentahreyfingarnar bentu í umsögn sinni við frumvarpið að það yrði að liggja fyrir að námsfólk sem ekki fengi starf á sumrin ættu rétt á félagslegri aðstoð eða námslánum allt árið um kring. Hins vegar hefur hvorki tekist að brúa bilið milli atvinnuleysistryggingakerfisins né stúdentum verið tryggð önnur vernd fjárhagslega. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri sagan önnur. Samkvæmt hóflegum útreikningi með hliðsjón af þróun lágmarkslauna samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá 2004, nema atvinnutryggingagjöld stúdenta rúmlega 4,5 milljarða króna frá 2010[2]. Fyrir hönd stúdenta krefst Stúdentaráð Háskóla Íslands þess að stúdentum sé ekki svipt fjárhagslegu öryggi fyrir það eitt að stunda nám. Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs um fjárhagslegt öryggi stúdenta til frambúðar. [1] Sjá gögn um nemendur eftir skólastigi, almennu sviði náms, aldri og kynihjá Hagstofu Íslands [2] Til að nálgast útreikningin skal hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands 4,4 milljarðar í atvinnuleysistryggingasjóð án réttar from Stúdentaráð on Vimeo.Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur hóp einstaklinga á vinnumarkaði sem hefur ekki einungis vinnuskyldum að gegna heldur þurfi líka að sinna t.d. fjölskyldu sinni, húsnæði, heilsu o.s.frv. Atvinnu- og tekjuöryggi þessa hóps er þess vegna mikilvægt til að geta framfleytt sér. Það er þó eitt sem einkennir hópinn sem við erum að ímynda okkur. Ef hann yrði fyrir atvinnumissi hefur hann ekki rétt á að sækja sér fjárhagslega aðstoð. Hópurinn vinnur sér inn réttindi með greiðslu atvinnutryggingagjalds af launum sínum í atvinnuleysistryggingasjóð, en hefur síðan, þegar uppi er staðið, ekki rétt á að sækja sér þau réttindi sem því fylgja. Er það ekki furðulegt? Það er ekki erfitt að ímynda sér þennan hóp, því hann er að finna í menntastofnunum landsins. Árið 2019 var fjöldi stúdenta í háskólum landsins 19.238 talsins[1], sama ár og Eurostudent VII könnunin var lögð fyrir. Niðurstöður hennar sýna að 71% íslenskra stúdenta vinna samhliða námi, eða um 13.659 stúdentar og er það 3% aukning frá sjöttu umferð EUROSTUDENT frá 2016-2018. Af þeim eru 72% íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Það gera rúmlega 9.834 stúdenta sem vinna samhliða námi. Fjölbreytt flóra stúdentahópsins bregður sér því í bæði hlutverk námsfólks og starfskrafts. Þó búa þau ekki við þann rétt að geta sótt um atvinnuleysisbætur missi þau þá vinnu sem borgar fyrir námið. Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var afnuminn meðfrumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar o.fl. sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember, 2009. Fram að 1. janúar 2010, þegar breytingin tók gildi, átti námsfólk rétt á bótum í námshléum til samræmis við áunninn rétt sinn, uppfyllti það almenn skilyrði laganna. Stúdentahreyfingarnar bentu í umsögn sinni við frumvarpið að það yrði að liggja fyrir að námsfólk sem ekki fengi starf á sumrin ættu rétt á félagslegri aðstoð eða námslánum allt árið um kring. Hins vegar hefur hvorki tekist að brúa bilið milli atvinnuleysistryggingakerfisins né stúdentum verið tryggð önnur vernd fjárhagslega. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri sagan önnur. Samkvæmt hóflegum útreikningi með hliðsjón af þróun lágmarkslauna samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá 2004, nema atvinnutryggingagjöld stúdenta rúmlega 4,5 milljarða króna frá 2010[2]. Fyrir hönd stúdenta krefst Stúdentaráð Háskóla Íslands þess að stúdentum sé ekki svipt fjárhagslegu öryggi fyrir það eitt að stunda nám. Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs um fjárhagslegt öryggi stúdenta til frambúðar. [1] Sjá gögn um nemendur eftir skólastigi, almennu sviði náms, aldri og kynihjá Hagstofu Íslands [2] Til að nálgast útreikningin skal hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands 4,4 milljarðar í atvinnuleysistryggingasjóð án réttar from Stúdentaráð on Vimeo.Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði from Stúdentaráð on Vimeo.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun