10 ár án réttinda Vífill Harðarson skrifar 17. september 2021 09:01 Ímyndum okkur hóp einstaklinga á vinnumarkaði sem hefur ekki einungis vinnuskyldum að gegna heldur þurfi líka að sinna t.d. fjölskyldu sinni, húsnæði, heilsu o.s.frv. Atvinnu- og tekjuöryggi þessa hóps er þess vegna mikilvægt til að geta framfleytt sér. Það er þó eitt sem einkennir hópinn sem við erum að ímynda okkur. Ef hann yrði fyrir atvinnumissi hefur hann ekki rétt á að sækja sér fjárhagslega aðstoð. Hópurinn vinnur sér inn réttindi með greiðslu atvinnutryggingagjalds af launum sínum í atvinnuleysistryggingasjóð, en hefur síðan, þegar uppi er staðið, ekki rétt á að sækja sér þau réttindi sem því fylgja. Er það ekki furðulegt? Það er ekki erfitt að ímynda sér þennan hóp, því hann er að finna í menntastofnunum landsins. Árið 2019 var fjöldi stúdenta í háskólum landsins 19.238 talsins[1], sama ár og Eurostudent VII könnunin var lögð fyrir. Niðurstöður hennar sýna að 71% íslenskra stúdenta vinna samhliða námi, eða um 13.659 stúdentar og er það 3% aukning frá sjöttu umferð EUROSTUDENT frá 2016-2018. Af þeim eru 72% íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Það gera rúmlega 9.834 stúdenta sem vinna samhliða námi. Fjölbreytt flóra stúdentahópsins bregður sér því í bæði hlutverk námsfólks og starfskrafts. Þó búa þau ekki við þann rétt að geta sótt um atvinnuleysisbætur missi þau þá vinnu sem borgar fyrir námið. Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var afnuminn meðfrumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar o.fl. sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember, 2009. Fram að 1. janúar 2010, þegar breytingin tók gildi, átti námsfólk rétt á bótum í námshléum til samræmis við áunninn rétt sinn, uppfyllti það almenn skilyrði laganna. Stúdentahreyfingarnar bentu í umsögn sinni við frumvarpið að það yrði að liggja fyrir að námsfólk sem ekki fengi starf á sumrin ættu rétt á félagslegri aðstoð eða námslánum allt árið um kring. Hins vegar hefur hvorki tekist að brúa bilið milli atvinnuleysistryggingakerfisins né stúdentum verið tryggð önnur vernd fjárhagslega. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri sagan önnur. Samkvæmt hóflegum útreikningi með hliðsjón af þróun lágmarkslauna samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá 2004, nema atvinnutryggingagjöld stúdenta rúmlega 4,5 milljarða króna frá 2010[2]. Fyrir hönd stúdenta krefst Stúdentaráð Háskóla Íslands þess að stúdentum sé ekki svipt fjárhagslegu öryggi fyrir það eitt að stunda nám. Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs um fjárhagslegt öryggi stúdenta til frambúðar. [1] Sjá gögn um nemendur eftir skólastigi, almennu sviði náms, aldri og kynihjá Hagstofu Íslands [2] Til að nálgast útreikningin skal hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands 4,4 milljarðar í atvinnuleysistryggingasjóð án réttar from Stúdentaráð on Vimeo.Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur hóp einstaklinga á vinnumarkaði sem hefur ekki einungis vinnuskyldum að gegna heldur þurfi líka að sinna t.d. fjölskyldu sinni, húsnæði, heilsu o.s.frv. Atvinnu- og tekjuöryggi þessa hóps er þess vegna mikilvægt til að geta framfleytt sér. Það er þó eitt sem einkennir hópinn sem við erum að ímynda okkur. Ef hann yrði fyrir atvinnumissi hefur hann ekki rétt á að sækja sér fjárhagslega aðstoð. Hópurinn vinnur sér inn réttindi með greiðslu atvinnutryggingagjalds af launum sínum í atvinnuleysistryggingasjóð, en hefur síðan, þegar uppi er staðið, ekki rétt á að sækja sér þau réttindi sem því fylgja. Er það ekki furðulegt? Það er ekki erfitt að ímynda sér þennan hóp, því hann er að finna í menntastofnunum landsins. Árið 2019 var fjöldi stúdenta í háskólum landsins 19.238 talsins[1], sama ár og Eurostudent VII könnunin var lögð fyrir. Niðurstöður hennar sýna að 71% íslenskra stúdenta vinna samhliða námi, eða um 13.659 stúdentar og er það 3% aukning frá sjöttu umferð EUROSTUDENT frá 2016-2018. Af þeim eru 72% íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Það gera rúmlega 9.834 stúdenta sem vinna samhliða námi. Fjölbreytt flóra stúdentahópsins bregður sér því í bæði hlutverk námsfólks og starfskrafts. Þó búa þau ekki við þann rétt að geta sótt um atvinnuleysisbætur missi þau þá vinnu sem borgar fyrir námið. Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var afnuminn meðfrumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar o.fl. sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember, 2009. Fram að 1. janúar 2010, þegar breytingin tók gildi, átti námsfólk rétt á bótum í námshléum til samræmis við áunninn rétt sinn, uppfyllti það almenn skilyrði laganna. Stúdentahreyfingarnar bentu í umsögn sinni við frumvarpið að það yrði að liggja fyrir að námsfólk sem ekki fengi starf á sumrin ættu rétt á félagslegri aðstoð eða námslánum allt árið um kring. Hins vegar hefur hvorki tekist að brúa bilið milli atvinnuleysistryggingakerfisins né stúdentum verið tryggð önnur vernd fjárhagslega. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri sagan önnur. Samkvæmt hóflegum útreikningi með hliðsjón af þróun lágmarkslauna samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá 2004, nema atvinnutryggingagjöld stúdenta rúmlega 4,5 milljarða króna frá 2010[2]. Fyrir hönd stúdenta krefst Stúdentaráð Háskóla Íslands þess að stúdentum sé ekki svipt fjárhagslegu öryggi fyrir það eitt að stunda nám. Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs um fjárhagslegt öryggi stúdenta til frambúðar. [1] Sjá gögn um nemendur eftir skólastigi, almennu sviði náms, aldri og kynihjá Hagstofu Íslands [2] Til að nálgast útreikningin skal hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands 4,4 milljarðar í atvinnuleysistryggingasjóð án réttar from Stúdentaráð on Vimeo.Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði from Stúdentaráð on Vimeo.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun