Flúðu hitann frá nýja hraunstraumnum: „Þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2021 11:43 Frá eldgosinu við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna óvænts hraunstraums sem rennur nú á miklum hraða í Nátthaga. Gífurlegur hiti er við hraunstrauminn og hafa björgunarsveitarmenn þurft að hörfa undan honum. Lögreglan og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins vegna hraunsstraumsins sem rennur suður í Geldingadali og í Nátthaga. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir hrauntjörn, sem hafði myndast við uppsprettu hraunsins, hafa farið af stað og renna að hluta yfir gönguleið A. Ekki sé hægt að segja til um hvaða stefnu hraunflæðið taki, mikill hiti er af því og mengun. Þess vegna sé gripið til rýmingar og lokunar. „Ég skil fólk alveg, þetta er eins og flugur á skít. Það sogast að þessu en er ekki að átta sig á menguninni þegar þetta er svona heitt. Það er gríðarlegur hiti í þessu. Mínir menn eru búnir að bakka út úr hita,“ segir Bogi Adolfsson. Hraunstraumurinn nýi hefur brotið sér leið framhjá leiðigörðunum og er á hraðri leið í Nátthaga. Er óttast að hraunstraumurinn komist að Suðurstrandavegi og renni þar yfir? „Nei nei, maður veit ekki. Kannski ekki í þessari lotu, en þetta mun ryðjast eitthvað áfram. Við vitum ekki hvað þetta gerir almennilega, þess vegna er gripið til þessarar ráðstafana. Þú segir að þetta renni á miklum hraða, er það hraðar en þið hafið áður séð í þessu gosi? „Nei, ekki endilega. En þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu.“ Hann hvetur fólk til að fara varlega. Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Lögreglan og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins vegna hraunsstraumsins sem rennur suður í Geldingadali og í Nátthaga. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir hrauntjörn, sem hafði myndast við uppsprettu hraunsins, hafa farið af stað og renna að hluta yfir gönguleið A. Ekki sé hægt að segja til um hvaða stefnu hraunflæðið taki, mikill hiti er af því og mengun. Þess vegna sé gripið til rýmingar og lokunar. „Ég skil fólk alveg, þetta er eins og flugur á skít. Það sogast að þessu en er ekki að átta sig á menguninni þegar þetta er svona heitt. Það er gríðarlegur hiti í þessu. Mínir menn eru búnir að bakka út úr hita,“ segir Bogi Adolfsson. Hraunstraumurinn nýi hefur brotið sér leið framhjá leiðigörðunum og er á hraðri leið í Nátthaga. Er óttast að hraunstraumurinn komist að Suðurstrandavegi og renni þar yfir? „Nei nei, maður veit ekki. Kannski ekki í þessari lotu, en þetta mun ryðjast eitthvað áfram. Við vitum ekki hvað þetta gerir almennilega, þess vegna er gripið til þessarar ráðstafana. Þú segir að þetta renni á miklum hraða, er það hraðar en þið hafið áður séð í þessu gosi? „Nei, ekki endilega. En þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu.“ Hann hvetur fólk til að fara varlega.
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira