Brúargerð yfir Hornafjarðarfljót Þórbergur Torfason skrifar 14. september 2021 19:01 Mikið vatn hefur runnið undir gömlu brúna yfir Hornafjarðarfljót frá því fyrst var farið að tala um að það þyrfti að færa þjóðveginn og endurnýja brúarkostinn svo hann uppfyllti kröfur tímans. Það hefur gengið á ýmsu varðandi þær framkvæmdir. Allir sem vettlingi hafa valdið hafa þvælst fyrir framkvæmdinni, sem ef til vill þegar upp er staðið er ágætt því sífellt fleygir tækninni fram nýungum í byggingaverkfræði og svo framvegis. Án þess að ætla að rekja þá sögu nánar ætla ég að snúa mér að sögu vegagerðarinnar undir stjórn nýfrjálshyggjupostula nútímans þar sem oddviti Framsóknar í kjördæminu leiðir hið furðulega ferli fjármögnunar á væntanlegri framkvæmd. Það vekur sannarlega mikla undrun þegar hin ímyndaða snilldarlausn Framsóknarmannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur fyrir að fjármagna eigi vegagerð og brúargerð yfir Hornafjarðarfljót með lánsfé frá fjármagnseigendum. Vitað er að fjármagnskostnaður verður aldrei undir 30% umfram framkvæmdakostnað. Fjárfestar gera arðsemiskröfu og munu fjármagna verkið að stórum hluta með lánsfé sem er miklu dýrara en þegar ríkið tekur lán. Það verður það gjald sem við vegfarendur munum þurfa að gjalda gangi þessi heimskulega hugmynd eftir. Kannski vita Framsóknarmenn ekki að Landsbankinn, banki allra landsmanna, lánar svona upphæðir með um 2% vöxtum, jafnvel tæplega það. Það er vitað og ekki ástæða til að draga það í efa. Auk þess eigum við þennan banka og hljótum því að hafa talsvert um það að segja í hvað og með hvaða kjörum bankinn lánar sitt fé. Reyndar gleymdist alveg að spyrja eigendurna þegar Guðmundur í Brimi keypti Kristján Loftsson út úr Granda á sínum tíma en einmitt þá og einmitt þar fór slík lánveiting fram. Ástæða þess var sögð hvað veðið væri tryggt en það var auðvitað sameign þjóðar sem þar var og er undir. Auðvitað er þjóðvegurinn sameign allrar þjóðarinnar þó hann sé ekki jafn augljós söluvara og syndandi fiskur í Atlantshafinu en veðhæfi þjóðvegarins ætti þó að vera ekki síðri en hverful fiskgengd umhverfis landið samanber makrílinn þetta árið. Patentaðferð hæstvirts samgönguráðherra að láta okkur vegfarendur borga 30% meira fyrir vegspottann og brýnnar en kostar að gera mannvirkin er svo gersamlega fráleit að það þarfnast gaumgæfilegrar rannsóknar. Hvernig dettur manninum í hug að bera það á borð fyrir sæmilega viti borið fólk að þetta sé hin eina rétta leið? Hvers vegna annaðhvort fjármagnar ríkissjóður ekki framkvæmdina beint eða tekur sjálfur lán fyrir henni í sínum eigin banka ef svo þröngt er í búi ríkissjóðs nú um stundir að það þurfi lántöku? Það sem mér finnst þó bíta höfuðið af skömminni er hin grimma auglýsingamennska samgönguráðherra á öflugasta samfélagsmiðli veraldar Facebook, miðli sem rukkar fyrir slíkar auglýsingar en greiðir hvergi í veröldinni krónu í skatt. Þetta eru allt auglýsingar sem ég og þú lesandi góður erum látnir borga fyrir með sjálftöku auglýsanda á fjármunum úr ríkissjóði. Er von að spurt sé, „hvar eru múturnar“? Við Sósíalistar mótmælum harðlega þessari subbulegu aðferðarfræði við framkvæmdir á vegum ríkisins almennt. Við viljum kostnaðaráætlun sem farið er eftir af hálfu annars vegar verktaka á vegum vegagerðarinnar og vegagerðarinnar sjálfrar. Höfundur býr vestan Fljóta og skipar 6. sæti á lista Sósíalista í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Samgöngur Hornafjörður Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið undir gömlu brúna yfir Hornafjarðarfljót frá því fyrst var farið að tala um að það þyrfti að færa þjóðveginn og endurnýja brúarkostinn svo hann uppfyllti kröfur tímans. Það hefur gengið á ýmsu varðandi þær framkvæmdir. Allir sem vettlingi hafa valdið hafa þvælst fyrir framkvæmdinni, sem ef til vill þegar upp er staðið er ágætt því sífellt fleygir tækninni fram nýungum í byggingaverkfræði og svo framvegis. Án þess að ætla að rekja þá sögu nánar ætla ég að snúa mér að sögu vegagerðarinnar undir stjórn nýfrjálshyggjupostula nútímans þar sem oddviti Framsóknar í kjördæminu leiðir hið furðulega ferli fjármögnunar á væntanlegri framkvæmd. Það vekur sannarlega mikla undrun þegar hin ímyndaða snilldarlausn Framsóknarmannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur fyrir að fjármagna eigi vegagerð og brúargerð yfir Hornafjarðarfljót með lánsfé frá fjármagnseigendum. Vitað er að fjármagnskostnaður verður aldrei undir 30% umfram framkvæmdakostnað. Fjárfestar gera arðsemiskröfu og munu fjármagna verkið að stórum hluta með lánsfé sem er miklu dýrara en þegar ríkið tekur lán. Það verður það gjald sem við vegfarendur munum þurfa að gjalda gangi þessi heimskulega hugmynd eftir. Kannski vita Framsóknarmenn ekki að Landsbankinn, banki allra landsmanna, lánar svona upphæðir með um 2% vöxtum, jafnvel tæplega það. Það er vitað og ekki ástæða til að draga það í efa. Auk þess eigum við þennan banka og hljótum því að hafa talsvert um það að segja í hvað og með hvaða kjörum bankinn lánar sitt fé. Reyndar gleymdist alveg að spyrja eigendurna þegar Guðmundur í Brimi keypti Kristján Loftsson út úr Granda á sínum tíma en einmitt þá og einmitt þar fór slík lánveiting fram. Ástæða þess var sögð hvað veðið væri tryggt en það var auðvitað sameign þjóðar sem þar var og er undir. Auðvitað er þjóðvegurinn sameign allrar þjóðarinnar þó hann sé ekki jafn augljós söluvara og syndandi fiskur í Atlantshafinu en veðhæfi þjóðvegarins ætti þó að vera ekki síðri en hverful fiskgengd umhverfis landið samanber makrílinn þetta árið. Patentaðferð hæstvirts samgönguráðherra að láta okkur vegfarendur borga 30% meira fyrir vegspottann og brýnnar en kostar að gera mannvirkin er svo gersamlega fráleit að það þarfnast gaumgæfilegrar rannsóknar. Hvernig dettur manninum í hug að bera það á borð fyrir sæmilega viti borið fólk að þetta sé hin eina rétta leið? Hvers vegna annaðhvort fjármagnar ríkissjóður ekki framkvæmdina beint eða tekur sjálfur lán fyrir henni í sínum eigin banka ef svo þröngt er í búi ríkissjóðs nú um stundir að það þurfi lántöku? Það sem mér finnst þó bíta höfuðið af skömminni er hin grimma auglýsingamennska samgönguráðherra á öflugasta samfélagsmiðli veraldar Facebook, miðli sem rukkar fyrir slíkar auglýsingar en greiðir hvergi í veröldinni krónu í skatt. Þetta eru allt auglýsingar sem ég og þú lesandi góður erum látnir borga fyrir með sjálftöku auglýsanda á fjármunum úr ríkissjóði. Er von að spurt sé, „hvar eru múturnar“? Við Sósíalistar mótmælum harðlega þessari subbulegu aðferðarfræði við framkvæmdir á vegum ríkisins almennt. Við viljum kostnaðaráætlun sem farið er eftir af hálfu annars vegar verktaka á vegum vegagerðarinnar og vegagerðarinnar sjálfrar. Höfundur býr vestan Fljóta og skipar 6. sæti á lista Sósíalista í Suðurkjördæmi.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun