Er Viðreisn bændaflokkur? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 14. september 2021 12:31 Því hefur lengi verið haldið fram af íhaldsflokkunum að Viðreisn sé á móti bændum og landbúnaði á Íslandi. Slíkt gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þvert á móti vill Viðreisn sjá veg bænda sem mestan og sveitir landsins lifna við og blómstra á ný. Hvað veldur slæmri stöðu bænda? Afkoma bænda í dag er bein afleiðing landbúnaðarstefnu sem rekin hefur verið af íhaldsflokkunum undanfarna áratugi. Afleiðingin er sú að margar jarðir hafa lagst í eyði, jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að heilu sveitirnar séu komnar í eyði, í flestum tilfellum vegna þess að afurðaverð og styrkjakerfi landbúnaðarins hefur ekki dugað til að bændur geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Margir þeirra sem skrimta áfram á jörðum sínum geta gert það með því að vinna úti með búrekstrinum. Bændur geta sem sagt margir hverjir ekki lifað af búskapnum einum saman eins og æskilegast væri og því er kerfinu sem þeim er ætlað að vinna undir að stærstum hluta að kenna. Kerfið sem á að vinna með bændum vinnur á móti þeim í mörgum tilfellum ásamt því að afurðaverð til bænda er lágt. Þar kemur til hitt vandamálið sem bændur eru að glíma við en afurðastöðvakerfið og ýmsir milliliðir taka til sín stærstan hluta verðmætanna sem bændur framleiða. Hvernig er hægt að bæta afkomu bænda? Viðreisn talar fyrir því að frelsa bændur, breyta kerfinu á þann hátt að það vinni fyrir bændur og með bændum. Í dag er við lýði framleiðsluhvatakerfi sem byggir á því að framleiða einhverja fyrirfram ákveðna afurð, lambakjöt eða mjólk sem dæmi. Vandamálið er að slíkt kerfi tekur ekki mið af markaðnum hverju sinni og því finna bændur sig í því að vera framleiða vöru sem ekki er raunveruleg eftirspurn eftir og verðið því lágt. Með því að breyta kerfinu á þann hátt að bændur fái styrki til að breyta um búhætti og færa sig yfir í landbúnaðarframleiðslu og breytta landnýtingu sem gefur þeim meiri möguleika á framfleyta sér og fjölskyldum sínum fæli í sér margvísan ávinning fyrir bændur og samfélagið í heild. Dæmi um breytta búhætti sem bændur gætu horft til væru aukin kornrækt, ræktun ýmissa nytjaplantna, skógrækt, nýsköpun á sviði mjólkurframleiðslu og kjötafurða, lífrænn landbúnaður og ferðaþjónusta. Bændur vita best hvaða möguleika þeir hafa til að ná sem mestu út úr sinni jörð og sínu búi. Stuðningurinn við þá á því að miðast að því að styðja þá til þess en ekki að binda þá á bása sem hentar þeim ekki. Eru vistbændur framtíðarbændur okkar Íslendinga? Í Vísi þann 9. sept. sl. birtist grein sem fjallaði um samantekt þriggja náttúruverndarsamtaka á landbúnaðarstefnu þeirra flokka sem nú bjóða fram til alþingis. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar svaraði m.a. á eftirfarandi hátt: „...Viðreisn vill tryggja nýliðun og fjölbreytileika innan landbúnaðarins með því að opna fyrir að bændur geti notið styrkja óháð framleiðslu á kjöti eða mjólk. Við leggjum áherslu á aukið frelsi og ný og fjölbreytt atvinnutækifæri svo sem í gegnum nýsköpun í grænni matvælaframleiðslu, ræktun nýrra nytjaplantna, vernd og endurheimt vistkerfa, skógrækt og framleiðslu timburafurða og ferðaþjónustu. Við erum raunverulega að tala um styrki til búháttarstyrkja þar sem að bændur geta með umhverfismiðuðu styrkjakerfi gerst vistbændur og haft ávinning af...“ Ég tek heilshugar undir með Hönnu Katrínu og er sannfærður um að bændur geti haft af því miklar tekjur inn í framtíðina við að binda kolefni og stunda vistvænan landbúnað. Ég hef óbilandi trú á íslenskum bændum og vill veg þeirra sem mestan. Til þess þarf að breyta um stefnu og ég trúi að stefna Viðreisnar sé rétta stefnan til þess. Þess vegna segi ég hiklaust að Viðreisn er sannarlega bændaflokkur og svarið við upphafsspurningunni er því JÁ. Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram af íhaldsflokkunum að Viðreisn sé á móti bændum og landbúnaði á Íslandi. Slíkt gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þvert á móti vill Viðreisn sjá veg bænda sem mestan og sveitir landsins lifna við og blómstra á ný. Hvað veldur slæmri stöðu bænda? Afkoma bænda í dag er bein afleiðing landbúnaðarstefnu sem rekin hefur verið af íhaldsflokkunum undanfarna áratugi. Afleiðingin er sú að margar jarðir hafa lagst í eyði, jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að heilu sveitirnar séu komnar í eyði, í flestum tilfellum vegna þess að afurðaverð og styrkjakerfi landbúnaðarins hefur ekki dugað til að bændur geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Margir þeirra sem skrimta áfram á jörðum sínum geta gert það með því að vinna úti með búrekstrinum. Bændur geta sem sagt margir hverjir ekki lifað af búskapnum einum saman eins og æskilegast væri og því er kerfinu sem þeim er ætlað að vinna undir að stærstum hluta að kenna. Kerfið sem á að vinna með bændum vinnur á móti þeim í mörgum tilfellum ásamt því að afurðaverð til bænda er lágt. Þar kemur til hitt vandamálið sem bændur eru að glíma við en afurðastöðvakerfið og ýmsir milliliðir taka til sín stærstan hluta verðmætanna sem bændur framleiða. Hvernig er hægt að bæta afkomu bænda? Viðreisn talar fyrir því að frelsa bændur, breyta kerfinu á þann hátt að það vinni fyrir bændur og með bændum. Í dag er við lýði framleiðsluhvatakerfi sem byggir á því að framleiða einhverja fyrirfram ákveðna afurð, lambakjöt eða mjólk sem dæmi. Vandamálið er að slíkt kerfi tekur ekki mið af markaðnum hverju sinni og því finna bændur sig í því að vera framleiða vöru sem ekki er raunveruleg eftirspurn eftir og verðið því lágt. Með því að breyta kerfinu á þann hátt að bændur fái styrki til að breyta um búhætti og færa sig yfir í landbúnaðarframleiðslu og breytta landnýtingu sem gefur þeim meiri möguleika á framfleyta sér og fjölskyldum sínum fæli í sér margvísan ávinning fyrir bændur og samfélagið í heild. Dæmi um breytta búhætti sem bændur gætu horft til væru aukin kornrækt, ræktun ýmissa nytjaplantna, skógrækt, nýsköpun á sviði mjólkurframleiðslu og kjötafurða, lífrænn landbúnaður og ferðaþjónusta. Bændur vita best hvaða möguleika þeir hafa til að ná sem mestu út úr sinni jörð og sínu búi. Stuðningurinn við þá á því að miðast að því að styðja þá til þess en ekki að binda þá á bása sem hentar þeim ekki. Eru vistbændur framtíðarbændur okkar Íslendinga? Í Vísi þann 9. sept. sl. birtist grein sem fjallaði um samantekt þriggja náttúruverndarsamtaka á landbúnaðarstefnu þeirra flokka sem nú bjóða fram til alþingis. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar svaraði m.a. á eftirfarandi hátt: „...Viðreisn vill tryggja nýliðun og fjölbreytileika innan landbúnaðarins með því að opna fyrir að bændur geti notið styrkja óháð framleiðslu á kjöti eða mjólk. Við leggjum áherslu á aukið frelsi og ný og fjölbreytt atvinnutækifæri svo sem í gegnum nýsköpun í grænni matvælaframleiðslu, ræktun nýrra nytjaplantna, vernd og endurheimt vistkerfa, skógrækt og framleiðslu timburafurða og ferðaþjónustu. Við erum raunverulega að tala um styrki til búháttarstyrkja þar sem að bændur geta með umhverfismiðuðu styrkjakerfi gerst vistbændur og haft ávinning af...“ Ég tek heilshugar undir með Hönnu Katrínu og er sannfærður um að bændur geti haft af því miklar tekjur inn í framtíðina við að binda kolefni og stunda vistvænan landbúnað. Ég hef óbilandi trú á íslenskum bændum og vill veg þeirra sem mestan. Til þess þarf að breyta um stefnu og ég trúi að stefna Viðreisnar sé rétta stefnan til þess. Þess vegna segi ég hiklaust að Viðreisn er sannarlega bændaflokkur og svarið við upphafsspurningunni er því JÁ. Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun