„Það var bara allt kreisí“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. september 2021 20:30 Mikið álag var á verslunarmönnum um helgina. Netglæpir verða sífellt algengari og telur lögreglufulltrúi tímabært að skýra ýmis atriði í löggjöfinni. Mikið álag var á verslunarmönnum um helgina vegna netárása á greiðslumiðlunarfyrirtæki. Lögreglufulltrúi segir að netglæpir verði sífellt algengari og að aukning hafi verið á þeirri tegund árása þar sem brotamenn fremji litlar árásir og hóti stærri árásum greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Hann segir að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða þar sem tilgangur glæpasamtaka sé að græða peninga og ítrekar mikilvægi þess að fyrirtæki borgi alls ekki lausnargjald. Skýra þurfi ýmislegt betur í löggjöfinni. Helst þurfi að lögfesta auðkennaþjófnað sem í dag er ekki refsiverður. „Og svo þá að kannski skýra lögin betur. Aðeins nákvæmara tengt þessu. Það er svolítið síðan þessir kaflar voru endurskoðaðir,“ sagði Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Daði Gunnarsson er lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.stöð2 Vegna netárása lá þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja niðri á köflum um helgina sem skapaði álag hjá verslunarmönnum. „Það var bara allt „kreisí,“ sagði Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Hamborgarabúllu Tómasar á Bíldshöfða. „Eins og gefur að skilja þá mynduðust hérna raðir eftir þessum þremur kössum sem við erum með og það var hasar,“ sagði Sigurgestur Jóhann Rúnarsson, starfsmaður hjá Melabúðinni. Fólki hafi staðið til boða að greiða með millifærslu. „Og auðvitað peningurinn. Það eru auðvitað ekki allir sem ganga á sér með pening á sér dags daglega þannig við buðum fólki að millifæra sem þýddi auðvitað hægari afgreiðsla og tók allt sinn tíma en með samvinnu, þolinmæði og jákvæðni þá gekk þetta,“ sagði Sigurgestur. Á Búllunni bauðst fólki að borga síðar. „Bara komdu að borga á morgun eða hinn. Við höfum oft gert þetta og það hafa alltaf allir komið og borgað og það er ekkert mál,“ sagði Særún. Þurftu einhverjir að skilja vörurnar eftir og labba út sárir? „Já, einhverjir en ekki margir. En það kom fyrir að fólk var ekki með síma og ekki með pening og því lítið hægt að gera,“ sagði Sigurgestur. Netglæpir Greiðslumiðlun Verslun Netöryggi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir að netglæpir verði sífellt algengari og að aukning hafi verið á þeirri tegund árása þar sem brotamenn fremji litlar árásir og hóti stærri árásum greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Hann segir að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða þar sem tilgangur glæpasamtaka sé að græða peninga og ítrekar mikilvægi þess að fyrirtæki borgi alls ekki lausnargjald. Skýra þurfi ýmislegt betur í löggjöfinni. Helst þurfi að lögfesta auðkennaþjófnað sem í dag er ekki refsiverður. „Og svo þá að kannski skýra lögin betur. Aðeins nákvæmara tengt þessu. Það er svolítið síðan þessir kaflar voru endurskoðaðir,“ sagði Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Daði Gunnarsson er lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.stöð2 Vegna netárása lá þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja niðri á köflum um helgina sem skapaði álag hjá verslunarmönnum. „Það var bara allt „kreisí,“ sagði Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Hamborgarabúllu Tómasar á Bíldshöfða. „Eins og gefur að skilja þá mynduðust hérna raðir eftir þessum þremur kössum sem við erum með og það var hasar,“ sagði Sigurgestur Jóhann Rúnarsson, starfsmaður hjá Melabúðinni. Fólki hafi staðið til boða að greiða með millifærslu. „Og auðvitað peningurinn. Það eru auðvitað ekki allir sem ganga á sér með pening á sér dags daglega þannig við buðum fólki að millifæra sem þýddi auðvitað hægari afgreiðsla og tók allt sinn tíma en með samvinnu, þolinmæði og jákvæðni þá gekk þetta,“ sagði Sigurgestur. Á Búllunni bauðst fólki að borga síðar. „Bara komdu að borga á morgun eða hinn. Við höfum oft gert þetta og það hafa alltaf allir komið og borgað og það er ekkert mál,“ sagði Særún. Þurftu einhverjir að skilja vörurnar eftir og labba út sárir? „Já, einhverjir en ekki margir. En það kom fyrir að fólk var ekki með síma og ekki með pening og því lítið hægt að gera,“ sagði Sigurgestur.
Netglæpir Greiðslumiðlun Verslun Netöryggi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira