„Það var bara allt kreisí“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. september 2021 20:30 Mikið álag var á verslunarmönnum um helgina. Netglæpir verða sífellt algengari og telur lögreglufulltrúi tímabært að skýra ýmis atriði í löggjöfinni. Mikið álag var á verslunarmönnum um helgina vegna netárása á greiðslumiðlunarfyrirtæki. Lögreglufulltrúi segir að netglæpir verði sífellt algengari og að aukning hafi verið á þeirri tegund árása þar sem brotamenn fremji litlar árásir og hóti stærri árásum greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Hann segir að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða þar sem tilgangur glæpasamtaka sé að græða peninga og ítrekar mikilvægi þess að fyrirtæki borgi alls ekki lausnargjald. Skýra þurfi ýmislegt betur í löggjöfinni. Helst þurfi að lögfesta auðkennaþjófnað sem í dag er ekki refsiverður. „Og svo þá að kannski skýra lögin betur. Aðeins nákvæmara tengt þessu. Það er svolítið síðan þessir kaflar voru endurskoðaðir,“ sagði Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Daði Gunnarsson er lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.stöð2 Vegna netárása lá þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja niðri á köflum um helgina sem skapaði álag hjá verslunarmönnum. „Það var bara allt „kreisí,“ sagði Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Hamborgarabúllu Tómasar á Bíldshöfða. „Eins og gefur að skilja þá mynduðust hérna raðir eftir þessum þremur kössum sem við erum með og það var hasar,“ sagði Sigurgestur Jóhann Rúnarsson, starfsmaður hjá Melabúðinni. Fólki hafi staðið til boða að greiða með millifærslu. „Og auðvitað peningurinn. Það eru auðvitað ekki allir sem ganga á sér með pening á sér dags daglega þannig við buðum fólki að millifæra sem þýddi auðvitað hægari afgreiðsla og tók allt sinn tíma en með samvinnu, þolinmæði og jákvæðni þá gekk þetta,“ sagði Sigurgestur. Á Búllunni bauðst fólki að borga síðar. „Bara komdu að borga á morgun eða hinn. Við höfum oft gert þetta og það hafa alltaf allir komið og borgað og það er ekkert mál,“ sagði Særún. Þurftu einhverjir að skilja vörurnar eftir og labba út sárir? „Já, einhverjir en ekki margir. En það kom fyrir að fólk var ekki með síma og ekki með pening og því lítið hægt að gera,“ sagði Sigurgestur. Netglæpir Greiðslumiðlun Verslun Netöryggi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir að netglæpir verði sífellt algengari og að aukning hafi verið á þeirri tegund árása þar sem brotamenn fremji litlar árásir og hóti stærri árásum greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Hann segir að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða þar sem tilgangur glæpasamtaka sé að græða peninga og ítrekar mikilvægi þess að fyrirtæki borgi alls ekki lausnargjald. Skýra þurfi ýmislegt betur í löggjöfinni. Helst þurfi að lögfesta auðkennaþjófnað sem í dag er ekki refsiverður. „Og svo þá að kannski skýra lögin betur. Aðeins nákvæmara tengt þessu. Það er svolítið síðan þessir kaflar voru endurskoðaðir,“ sagði Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Daði Gunnarsson er lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.stöð2 Vegna netárása lá þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja niðri á köflum um helgina sem skapaði álag hjá verslunarmönnum. „Það var bara allt „kreisí,“ sagði Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Hamborgarabúllu Tómasar á Bíldshöfða. „Eins og gefur að skilja þá mynduðust hérna raðir eftir þessum þremur kössum sem við erum með og það var hasar,“ sagði Sigurgestur Jóhann Rúnarsson, starfsmaður hjá Melabúðinni. Fólki hafi staðið til boða að greiða með millifærslu. „Og auðvitað peningurinn. Það eru auðvitað ekki allir sem ganga á sér með pening á sér dags daglega þannig við buðum fólki að millifæra sem þýddi auðvitað hægari afgreiðsla og tók allt sinn tíma en með samvinnu, þolinmæði og jákvæðni þá gekk þetta,“ sagði Sigurgestur. Á Búllunni bauðst fólki að borga síðar. „Bara komdu að borga á morgun eða hinn. Við höfum oft gert þetta og það hafa alltaf allir komið og borgað og það er ekkert mál,“ sagði Særún. Þurftu einhverjir að skilja vörurnar eftir og labba út sárir? „Já, einhverjir en ekki margir. En það kom fyrir að fólk var ekki með síma og ekki með pening og því lítið hægt að gera,“ sagði Sigurgestur.
Netglæpir Greiðslumiðlun Verslun Netöryggi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira