8 mínútur og 39 sekúndur Una Hildardóttir skrifar 13. september 2021 07:30 Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Það er ánægjulegt að sjá áhrif aðgerða stjórnvalda síðastliðin ár staðfest með afgerandi hætti. Við sjáum loks til lands og færumst sífellt nær launajafnrétti en samt sem áður er mikilvægt að leggja ekki árar í bát. Hvers virði er ég? Þrátt fyrir að dregið hafi úr óleiðréttum launamun síðastliðin ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda, t.a.m. með innleiðingu á starfsmati hjá sveitarfélögum og kröfu um jafnlaunavottun, er hann enn til staðar. Til þess að fá sömu laun þarf ég að vinna átta mínútum og 39 sekúndum lengur en karlmaður í sama starfi. Það eru fimm klukkutímar og 45 mínútur á viku eða næstum því 3 vinnudagar á mánuði. Hvert er þá virði mitt, virði okkar? Ef mánaðarlaun hans eru 350.000 kr væru mánaðarlaun mín 45 þúsund krónum lægri. Það eru 540 þúsund krónur á ári, sem ég fæ aldrei að sjá. Konur þurfa fjárhagslegt öryggi og virðingu á vinnumarkaði. Konur þurfa viðurkenningu á framlagi sínu og jafnrétti á vinnumarkaði. Úreltar kynjaímyndir viðhalda misrétti Launamunur segir okkur ekki alla söguna, atvinnutekjur karla eru enn töluvert hærri en kvenna og aðgerðir stjórnvalda hafa ekki beinst að leiðréttingu á launamun sem stafar af kynbundinni skiptingu vinnumarkaðsins. Kynjuð aðgreining er á milli vel launaðra karlastarfa annars vegar og illa launaðra kvennastarfa hins vegar. Kvennastörfin mætti flest öll skilgreina sem umönnunarstörf, sem konur unnu margar hverjar áður launalaust en sinna nú í láglaunastörfum. Virði framlags kvenna og hefðbundinna kvennastarfa til samfélagsins hefur lengi og er enn vanmetið á kerfislægan hátt. Við höfum viðhaldið misréttinu með gildismati sem byggir á úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Nú liggja tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa í samráðsgátt. Leggur starfshópurinn til að skipaður verði aðgerðarhópur, farið verið í sérstakt þróunarverkefni um virðismat starfa og að þróuð verði aðgengileg samningaleið um jafnlaunakröfur einstaklinga og Stéttarfélaga. Áfram af fullum krafti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti nýlega áætlanir sínar um að skipa aðgerðahóp um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Það er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgerðir í baráttunni fyrir jöfnum kjörum og að tillögur starfshóps um virði kvennastarfa komist til framkvæmda. Fram undan kann að virðast stutt sigling en sagan segir okkur að baráttan fyrir jafnrétti og jöfnun kjörum hefur aldrei verið auðveld eða sjálfgefin. Við þurfum að brjóta niður kynjaskiptan vinnumarkað og fá störf kvenna metin rétt til launa. Við þurfum raunverulegar aðgerðir og öfluga eftirfylgni viljum við útrýma launamun kynjanna. Ég treysti engum betur en Katrínu Jakobsdóttur til þess að leiða þá vinnu innan stjórnkerfisins, því það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Það er ánægjulegt að sjá áhrif aðgerða stjórnvalda síðastliðin ár staðfest með afgerandi hætti. Við sjáum loks til lands og færumst sífellt nær launajafnrétti en samt sem áður er mikilvægt að leggja ekki árar í bát. Hvers virði er ég? Þrátt fyrir að dregið hafi úr óleiðréttum launamun síðastliðin ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda, t.a.m. með innleiðingu á starfsmati hjá sveitarfélögum og kröfu um jafnlaunavottun, er hann enn til staðar. Til þess að fá sömu laun þarf ég að vinna átta mínútum og 39 sekúndum lengur en karlmaður í sama starfi. Það eru fimm klukkutímar og 45 mínútur á viku eða næstum því 3 vinnudagar á mánuði. Hvert er þá virði mitt, virði okkar? Ef mánaðarlaun hans eru 350.000 kr væru mánaðarlaun mín 45 þúsund krónum lægri. Það eru 540 þúsund krónur á ári, sem ég fæ aldrei að sjá. Konur þurfa fjárhagslegt öryggi og virðingu á vinnumarkaði. Konur þurfa viðurkenningu á framlagi sínu og jafnrétti á vinnumarkaði. Úreltar kynjaímyndir viðhalda misrétti Launamunur segir okkur ekki alla söguna, atvinnutekjur karla eru enn töluvert hærri en kvenna og aðgerðir stjórnvalda hafa ekki beinst að leiðréttingu á launamun sem stafar af kynbundinni skiptingu vinnumarkaðsins. Kynjuð aðgreining er á milli vel launaðra karlastarfa annars vegar og illa launaðra kvennastarfa hins vegar. Kvennastörfin mætti flest öll skilgreina sem umönnunarstörf, sem konur unnu margar hverjar áður launalaust en sinna nú í láglaunastörfum. Virði framlags kvenna og hefðbundinna kvennastarfa til samfélagsins hefur lengi og er enn vanmetið á kerfislægan hátt. Við höfum viðhaldið misréttinu með gildismati sem byggir á úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Nú liggja tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa í samráðsgátt. Leggur starfshópurinn til að skipaður verði aðgerðarhópur, farið verið í sérstakt þróunarverkefni um virðismat starfa og að þróuð verði aðgengileg samningaleið um jafnlaunakröfur einstaklinga og Stéttarfélaga. Áfram af fullum krafti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti nýlega áætlanir sínar um að skipa aðgerðahóp um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Það er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgerðir í baráttunni fyrir jöfnum kjörum og að tillögur starfshóps um virði kvennastarfa komist til framkvæmda. Fram undan kann að virðast stutt sigling en sagan segir okkur að baráttan fyrir jafnrétti og jöfnun kjörum hefur aldrei verið auðveld eða sjálfgefin. Við þurfum að brjóta niður kynjaskiptan vinnumarkað og fá störf kvenna metin rétt til launa. Við þurfum raunverulegar aðgerðir og öfluga eftirfylgni viljum við útrýma launamun kynjanna. Ég treysti engum betur en Katrínu Jakobsdóttur til þess að leiða þá vinnu innan stjórnkerfisins, því það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun