Himinlifandi með boðaða breytingu Svandísar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2021 11:13 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78. Vísir/baldur hrafnkell Formaður Samtakanna 78 fagnar boðuðum breytingum á lögum um blóðgjafir, sem heimila karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum að gefa blóð. Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna, sem telja núverandi lög úrelt og ómannúðleg. Bann við blóðgjöf karla sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum mun heyra sögunni til, nái reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fram að ganga. Með henni verður óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 bendir á að samtökin hafi lengi barist gegn því að núverandi reglum verði breytt. „Þetta er svo ótrúlega úrelt, það er ekki neitt tekið tillit til sambandsstöðu þannig að fólk getur verið saman í 20 ár og bara stundað kynlíf innan sambands en mátt samt ekki gefa blóð,“ segir Þorbjörg. Vongóð um að málið nái alla leið Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem slíkt bann er við lýði. Þorbjörg segir að með breytingunni skipi Ísland sér í fremstu röð. „Sambærilegar breytingar voru gerðar í Bretlandi á dögunum til dæmis, í öðrum löndum hefur verið settur ákveðinn skírlífistími sem er auðvitað mjög niðurlægjandi.“ Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna. Með henni gangi eitt yfir alla. „Þetta eru mjög góðar fréttir og við erum vongóð um að þetta nái alla leið i gegn og við hvetjum fólk til að senda inn jákvæðar umsagnir um þessa breytingu,“ segir Þorbjörg. Hommar hafa lengi barist fyrir því að fá að gefa blóð. Var gert grín að stöðunni í Áramótaskaupinu fyrir tveimur árum þar sem þjóðþekktir hommar tóku lagið. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Bann við blóðgjöf karla sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum mun heyra sögunni til, nái reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fram að ganga. Með henni verður óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 bendir á að samtökin hafi lengi barist gegn því að núverandi reglum verði breytt. „Þetta er svo ótrúlega úrelt, það er ekki neitt tekið tillit til sambandsstöðu þannig að fólk getur verið saman í 20 ár og bara stundað kynlíf innan sambands en mátt samt ekki gefa blóð,“ segir Þorbjörg. Vongóð um að málið nái alla leið Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem slíkt bann er við lýði. Þorbjörg segir að með breytingunni skipi Ísland sér í fremstu röð. „Sambærilegar breytingar voru gerðar í Bretlandi á dögunum til dæmis, í öðrum löndum hefur verið settur ákveðinn skírlífistími sem er auðvitað mjög niðurlægjandi.“ Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna. Með henni gangi eitt yfir alla. „Þetta eru mjög góðar fréttir og við erum vongóð um að þetta nái alla leið i gegn og við hvetjum fólk til að senda inn jákvæðar umsagnir um þessa breytingu,“ segir Þorbjörg. Hommar hafa lengi barist fyrir því að fá að gefa blóð. Var gert grín að stöðunni í Áramótaskaupinu fyrir tveimur árum þar sem þjóðþekktir hommar tóku lagið.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira