Græn umhverfisvæn framtíð í Hafnarfirði Ó. Ingi Tómasson skrifar 10. september 2021 10:01 Græn sýn okkar í Hafnarfirði endurspeglast m.a. í aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Umhverfis- og auðlindastefnu og heilsustefnu. Græn sýn er grunntónn í heilstæðri stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar sem leitast við að vera í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum með því m.a. að stuðla að minni losun gróðurhúslofttegunda. Skipulag og stefnur Aðalskipulag Hafnarfjarðar leggur áherlsu á að þróun byggðar taki mið af sérkennum bæjarins, að greiður aðgangur sé að ósnortinni náttúru og náttúrfegurð. Þá er nálægð við náttúruperlur ómetanleg hvort sem er innanbæjar og í upplandinu og mikilvægt er að góð tengsl séu við horfna menningu og sögustaði. Umhverfis- og auðlindastefna sem var samþykkt í bæjarstjórn 2018 hefur það að markmiði að tryggja öllum íbúum Hafnarfjarðar heilnæmt og öruggt umhverfi til lífs, leiks og starfa. Að mengun sé í lágmarki og umhverfisvöktun virk. Að dregið sé verulega úr myndun úrgangs með ábyrgum innkaupum, neyslu og aukinni endurvinnslu. Að almenningssamgöngur séu efldar og hlutur hjólandi og gangandi bættur. Að umhverfisfræðsla verði til fyrirmyndar og aðgengi að upplýsingum handhægt og þær auðnýttar. Að það skuli taka tillit til hennar í allri starfsemi sveitarfélagsins. Trjáræktarstefna Hafnarfjarðar undirstrikar mikilvægi þess að gróður dragi úr svifryki sem bindur kolefni og eykur loftgæði í þéttbýli. Með heilsustefnu ásetur bærinn sér að stuðla að aukinni véllíðan íbúa með heilsueflandi aðgerðum til frambúðar. Vistvæn byggð Í maí 2019 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögur að aðgerðum sem hvetja eiga húsbyggjendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar voru samþykktar tillögur að aðgerðum um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukna umhverfisvitund almennings. Meginmarkmið samþykktarinnar er að stuðla að aukinni sjálfbærni í skipulags- og byggingarmálum í sveitarfélaginu og gera Hafnarfjörð að aðlaðandi stað til að byggja vistvænt. Samþykktin fól m.a. í sér skilyrði um djúpgáma á nýbyggingarsvæðum, kröfu um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdastað, að a.m.k. 20% byggingarefna í nýframkvæmdum eiga að hafa umhverfisvottun, að bærinn gerist aðili að Grænni byggð, að bærinn sýni fordæmi og móti stefnu um vottun allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst að gefin verði 20% afsláttur af lóðaverði gegn Svansvottun eða sambærilegu og 20-30% afsláttur af lóðaverði gegn BREEAM vottun í takti við einkunnargjöf. Hafnarfjörður er í farabroddi sveitarfélaga með hvata í formi afslátta á lóðaverði á umhverfisvænum byggingum. Sem dæmi um afslátt vegna vottunar þá lækkar lóðaverð á íbúð í fjölbýli um 800þ – 1,2m. og á einbýli um 2,8m – 4,2m. Nokkur önnur umhverfisvæn verkefni Hafnarfjörður var fyrst sveitarfélaga að semja við Kolvið um kolefnisjöfnuð, við drögum markvist úr matarsóun í skólum og á vinnustöðum bæjarins, verkefni um endurheimt votlendis í Krýsuvík lauk haustið 2019. Svansvottuð ræsting þar sem vax er notað í stað bóns, en hér er um frumkvöðlastarf að ræða. Snyrtileikinn – viðurkenningar til íbúa og fyrirtækja fyrir fegrun bæjarins. Hafnarfjarðarbær setur umhverfismálin í forgang. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umhverfismál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Græn sýn okkar í Hafnarfirði endurspeglast m.a. í aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Umhverfis- og auðlindastefnu og heilsustefnu. Græn sýn er grunntónn í heilstæðri stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar sem leitast við að vera í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum með því m.a. að stuðla að minni losun gróðurhúslofttegunda. Skipulag og stefnur Aðalskipulag Hafnarfjarðar leggur áherlsu á að þróun byggðar taki mið af sérkennum bæjarins, að greiður aðgangur sé að ósnortinni náttúru og náttúrfegurð. Þá er nálægð við náttúruperlur ómetanleg hvort sem er innanbæjar og í upplandinu og mikilvægt er að góð tengsl séu við horfna menningu og sögustaði. Umhverfis- og auðlindastefna sem var samþykkt í bæjarstjórn 2018 hefur það að markmiði að tryggja öllum íbúum Hafnarfjarðar heilnæmt og öruggt umhverfi til lífs, leiks og starfa. Að mengun sé í lágmarki og umhverfisvöktun virk. Að dregið sé verulega úr myndun úrgangs með ábyrgum innkaupum, neyslu og aukinni endurvinnslu. Að almenningssamgöngur séu efldar og hlutur hjólandi og gangandi bættur. Að umhverfisfræðsla verði til fyrirmyndar og aðgengi að upplýsingum handhægt og þær auðnýttar. Að það skuli taka tillit til hennar í allri starfsemi sveitarfélagsins. Trjáræktarstefna Hafnarfjarðar undirstrikar mikilvægi þess að gróður dragi úr svifryki sem bindur kolefni og eykur loftgæði í þéttbýli. Með heilsustefnu ásetur bærinn sér að stuðla að aukinni véllíðan íbúa með heilsueflandi aðgerðum til frambúðar. Vistvæn byggð Í maí 2019 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögur að aðgerðum sem hvetja eiga húsbyggjendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar voru samþykktar tillögur að aðgerðum um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukna umhverfisvitund almennings. Meginmarkmið samþykktarinnar er að stuðla að aukinni sjálfbærni í skipulags- og byggingarmálum í sveitarfélaginu og gera Hafnarfjörð að aðlaðandi stað til að byggja vistvænt. Samþykktin fól m.a. í sér skilyrði um djúpgáma á nýbyggingarsvæðum, kröfu um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdastað, að a.m.k. 20% byggingarefna í nýframkvæmdum eiga að hafa umhverfisvottun, að bærinn gerist aðili að Grænni byggð, að bærinn sýni fordæmi og móti stefnu um vottun allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst að gefin verði 20% afsláttur af lóðaverði gegn Svansvottun eða sambærilegu og 20-30% afsláttur af lóðaverði gegn BREEAM vottun í takti við einkunnargjöf. Hafnarfjörður er í farabroddi sveitarfélaga með hvata í formi afslátta á lóðaverði á umhverfisvænum byggingum. Sem dæmi um afslátt vegna vottunar þá lækkar lóðaverð á íbúð í fjölbýli um 800þ – 1,2m. og á einbýli um 2,8m – 4,2m. Nokkur önnur umhverfisvæn verkefni Hafnarfjörður var fyrst sveitarfélaga að semja við Kolvið um kolefnisjöfnuð, við drögum markvist úr matarsóun í skólum og á vinnustöðum bæjarins, verkefni um endurheimt votlendis í Krýsuvík lauk haustið 2019. Svansvottuð ræsting þar sem vax er notað í stað bóns, en hér er um frumkvöðlastarf að ræða. Snyrtileikinn – viðurkenningar til íbúa og fyrirtækja fyrir fegrun bæjarins. Hafnarfjarðarbær setur umhverfismálin í forgang. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun