Fullt nám, hálft lán Gísli Rafn Ólafsson og Lenya Rún Taha Karim skrifa 10. september 2021 09:30 Þrátt fyrir að 30 ár séu á milli þess að við tvö tókum námslán þá hefur lítið breyst. Það er enn ætlast til þess að stúdentar lepji dauðann úr skel og búi frítt í foreldrahúsum. Bæði þekkjum við fólk sem hefur mátt sætta sig við margar vikur af ristuðu brauði og núðluáti. Þegar þau reyndu að vinna sér inn aukapening, til þess að hrista aðeins upp í mataræðinu, þá var það verðlaunað með lægri lánum og fleiri núðlum. Upphæð framfærslulána hefur sannarlega hækkað að krónutölu á þessum árum, þó það nú væri. Verðlag hefur rúmlega þrefaldast síðan árið 1990. Það er nú samt ennþá þannig að framfærslan sem námsmönnum er skömmtuð nær ekki helmingnum af þeirri upphæð sem talin er lágmark fyrir útlendinga sem vilja fá dvalarleyfi hér á landi. Sérstakt lán fyrir húsnæði er einungis um 60% af leiguverðinu á ódýrasta stúdentagarðinum og helmingur af því sem ódýrasta stúdíóíbúð á nýrri stúdentagörðum kostar. Aðstæður stúdenta eru misjafnar. Sumt námsfólk er á leigumarkaði, önnur eru í foreldrahúsum og þá eru mörg jafnframt búin að stofna fjölskyldu. Það þarf að taka mið af misjöfnum aðstæðum stúdenta þannig að kerfið nái yfir þau öll. Barnastyrkirnir sem Menntasjóður Námsmanna býður upp á t.d. duga varla til að dekka algjör grunnatriði eins og leikskólagjöld, mat og fatnað á börnin. Vinna eins og berserkir Stúdentar sem hafa ekki sterkt fjárhagslegt bakland þurfa að vinna með námi. Ef marka má tölur Eurostudent er hópurinn án baklands stór á Íslandi, 72% íslenskra stúdenta vinna með námi sem er miklu hærra hlutfall en meðal kollega þeirra á Norðurlöndum. Þá myndast hins vegar leiðinda vítahringur, því um leið og þau vinna meðfram náminu skerðist framfærslan þeirra fljótt. Frítekjumark námsfólks í dag er einungis 1.410.000 krónur fyrir allt árið, þrátt fyrir hækkunina í nýjustu úthlutunarreglum. Við þurfum að afnema þá þörf að stúdentar þurfi að vinna með skóla, enda er fullt nám full vinna. Þetta krefst þess að grunnframfærslan sé hækkuð verulega til þess að tryggja grunnframfærslu sem dugir á meðan á námi stendur. Ef stúdentar velja svo að vinna á sumrin ættu þær tekjur ekki að hafa áhrif á framfærslulán vetrarins. Hver trúir því í alvöru að fólk geti skrapað saman svo miklum tekjum yfir sumarmánuðina að þær dugi hina 9 mánuði ársins? Skynsöm fjárfesting í fólki Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem það þarf að borga af í áratugi. Einhver skynsamasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf.Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Lánasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar skipa þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og annað sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Húsnæðismál Námslán Hagsmunir stúdenta Alþingiskosningar 2021 Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að 30 ár séu á milli þess að við tvö tókum námslán þá hefur lítið breyst. Það er enn ætlast til þess að stúdentar lepji dauðann úr skel og búi frítt í foreldrahúsum. Bæði þekkjum við fólk sem hefur mátt sætta sig við margar vikur af ristuðu brauði og núðluáti. Þegar þau reyndu að vinna sér inn aukapening, til þess að hrista aðeins upp í mataræðinu, þá var það verðlaunað með lægri lánum og fleiri núðlum. Upphæð framfærslulána hefur sannarlega hækkað að krónutölu á þessum árum, þó það nú væri. Verðlag hefur rúmlega þrefaldast síðan árið 1990. Það er nú samt ennþá þannig að framfærslan sem námsmönnum er skömmtuð nær ekki helmingnum af þeirri upphæð sem talin er lágmark fyrir útlendinga sem vilja fá dvalarleyfi hér á landi. Sérstakt lán fyrir húsnæði er einungis um 60% af leiguverðinu á ódýrasta stúdentagarðinum og helmingur af því sem ódýrasta stúdíóíbúð á nýrri stúdentagörðum kostar. Aðstæður stúdenta eru misjafnar. Sumt námsfólk er á leigumarkaði, önnur eru í foreldrahúsum og þá eru mörg jafnframt búin að stofna fjölskyldu. Það þarf að taka mið af misjöfnum aðstæðum stúdenta þannig að kerfið nái yfir þau öll. Barnastyrkirnir sem Menntasjóður Námsmanna býður upp á t.d. duga varla til að dekka algjör grunnatriði eins og leikskólagjöld, mat og fatnað á börnin. Vinna eins og berserkir Stúdentar sem hafa ekki sterkt fjárhagslegt bakland þurfa að vinna með námi. Ef marka má tölur Eurostudent er hópurinn án baklands stór á Íslandi, 72% íslenskra stúdenta vinna með námi sem er miklu hærra hlutfall en meðal kollega þeirra á Norðurlöndum. Þá myndast hins vegar leiðinda vítahringur, því um leið og þau vinna meðfram náminu skerðist framfærslan þeirra fljótt. Frítekjumark námsfólks í dag er einungis 1.410.000 krónur fyrir allt árið, þrátt fyrir hækkunina í nýjustu úthlutunarreglum. Við þurfum að afnema þá þörf að stúdentar þurfi að vinna með skóla, enda er fullt nám full vinna. Þetta krefst þess að grunnframfærslan sé hækkuð verulega til þess að tryggja grunnframfærslu sem dugir á meðan á námi stendur. Ef stúdentar velja svo að vinna á sumrin ættu þær tekjur ekki að hafa áhrif á framfærslulán vetrarins. Hver trúir því í alvöru að fólk geti skrapað saman svo miklum tekjum yfir sumarmánuðina að þær dugi hina 9 mánuði ársins? Skynsöm fjárfesting í fólki Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem það þarf að borga af í áratugi. Einhver skynsamasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf.Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Lánasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar skipa þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og annað sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun