Diljá og Häcken í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2021 19:45 Diljá Zomers og liðsfélagar hennar í Häcken eru á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. MATTHIAS KERN/BONGARTS/GETTY IMAGES Fimm Íslendingar freistuðu þess að komast í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í dag. Diljá Zomers og félagar hennar í Häcken slógu Vålerenga með Amöndu Andradóttir og Ingibjörgu Sigurðardóttir innanborðs úr leik með 3-2 sigri eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-1. Stina Blackstenius kom Häcken í 1-0 á 39. mínútu og hún var búin að tvöfalda forystuna eftir rúmlega 50 mínútna leik. Synne Jensen minnkaði muninn fyrir Vålerenga á 73. mínútu áður en Johanna Rytting Kaneryd endurheimti tveggja marka forskot fimm mínútum síðar. Katherine Stengel minnkaði muninn í 3-2 stuttu fyrir leikslok og þar við sat. Samanlagður sigur Häcken því 6-3. Amanda Andradóttir og Ingbjörg Sigurðardóttir sitja því eftir með sárt ennið ásamt liðsfélögum sínum í Vålerenga. Diljá Zomers er hinsvegar á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en hún sat allan tíman á bekk Häcken. Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar að lið hennar, Rosengård, gerði 3-3 jafntefli gegn þýska liðinu Hoffenheim. Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn 3-0 og Guðrún og liðsfélagar hennar eru því úr leik. Svava Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður í liði Bordeaux sem tók á móti þýska liðinu Wolfsburg. Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn 3-2 og Ewa Pajor kom Wolfsburg í 1-0 forystu eftir 25 míútna leik. Katja Snoeijs jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik og Melissa Gomes kom Bordeaux í 2-1 þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma 2-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ewa Pajor jafnaði metin fyrir Wolfsburg áður en Mickaella Cardia tryggði Bordeaux vítakeppni þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni. Leikmenn Bordeaux klikkuðu hinsvegar á fyrstu þrem spyrnum sínum á meðan að leikmenn Wolfsburg skoruðu úr öllum sínum. Þjóðverjarnir eru því á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Svava og liðsfélagar hennar sitja eftir með sárt ennið. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Stina Blackstenius kom Häcken í 1-0 á 39. mínútu og hún var búin að tvöfalda forystuna eftir rúmlega 50 mínútna leik. Synne Jensen minnkaði muninn fyrir Vålerenga á 73. mínútu áður en Johanna Rytting Kaneryd endurheimti tveggja marka forskot fimm mínútum síðar. Katherine Stengel minnkaði muninn í 3-2 stuttu fyrir leikslok og þar við sat. Samanlagður sigur Häcken því 6-3. Amanda Andradóttir og Ingbjörg Sigurðardóttir sitja því eftir með sárt ennið ásamt liðsfélögum sínum í Vålerenga. Diljá Zomers er hinsvegar á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en hún sat allan tíman á bekk Häcken. Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar að lið hennar, Rosengård, gerði 3-3 jafntefli gegn þýska liðinu Hoffenheim. Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn 3-0 og Guðrún og liðsfélagar hennar eru því úr leik. Svava Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður í liði Bordeaux sem tók á móti þýska liðinu Wolfsburg. Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn 3-2 og Ewa Pajor kom Wolfsburg í 1-0 forystu eftir 25 míútna leik. Katja Snoeijs jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik og Melissa Gomes kom Bordeaux í 2-1 þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma 2-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ewa Pajor jafnaði metin fyrir Wolfsburg áður en Mickaella Cardia tryggði Bordeaux vítakeppni þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni. Leikmenn Bordeaux klikkuðu hinsvegar á fyrstu þrem spyrnum sínum á meðan að leikmenn Wolfsburg skoruðu úr öllum sínum. Þjóðverjarnir eru því á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Svava og liðsfélagar hennar sitja eftir með sárt ennið.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira