Tvöföld ánægja: Afastrákurinn var íbúi númer tuttugu þúsund Þorgils Jónsson skrifar 7. september 2021 21:20 Guðbrandur hefur tvöfalda ástæðu til þess að fagna. Aðsend/Vilhelm Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, upplifði sannkallaðan tímamótadag fyrir skemmstu, þar sem hann eignaðist dótturson, sem síðar reyndist hafa verið tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar. Í samtali við Vísi segist hann hafa vitað að það væri að styttast í þessi tímamót hjá bænum, enda fylgist bæjaryfirvöld vandlega með þróun íbúafjölda frá degi til dags. Þessi myndarpiltur bættist í fjölskylduna hjá Guðbrandi Einarssyni á dögunum, en foreldrar pilts eru Sigríður Guðbrandsdóttir og Sigurbergur Bjarnason. Drengurinn reyndist svo vera tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar, sem gladdi Guðbrand líka, sem forseta bæjarstjórnar.Aðsend „Svo er ég staddur á bæjarráðsfundi 4. ágúst og vissi að Sigríður mín væri komin í fæðingu. Síðan hringir síminn og ég skrepp af fundi. Þá er drengurinn kominn í heiminn. Ég skýst aftur inn og afsaka mig, en ég hafi verið að eignast afastrák. Þá segir Kjartan bæjarstjóri: „Heyrðu, Bubbi, þetta gæti verið tuttugu þúsundasti íbúinn.““ Svo var farið að skoða fæðingatölur nánar, enda hefur bæjarstjóri haft þann sið að hitta alla nýja íbúa á svona tímamótum. „Þetta hitti þá svona skemmtilega á að hann var einmitt númer tuttugu þúsund,“ segir Guðbrandur stoltur. Hann á fyrir tvær afastelpur en þarna kom fyrsti afastrákurinn hans. Guðbrandur bætir því við að íbúum hafi fjölgað mikið í Reykjanesbæ þetta árið. „Það hefur verið mikill kraftur í þessu hjá okkur þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð snúin ekki alls fyrir löngu, og íbúum hefur raunar fjölgað um um það bil 130 síðan strákurinn kom í heiminn.“ View this post on Instagram A post shared by Sigríður Guðbrands (@sigridurgudbrands) Atvinnuleysi á svæðinu hafði náð áður óþekktum hæðum eftir að heimsfaraldurinn reið yfir, en talsvert er að rofa til nú í atvinnumálum að sögn Guðbrands. Íbúum fer fjölgandi í Reykjanesbæ.Vísir/Vilhelm „Það er fullt að gerast hjá okkur og fólk er mikið að sækja til okkar, enda fær það hér tækifæri til að koma þaki yfir höfuðið án þess skuldsetja sig úr hófi fram.“ Reykjanesbær er nú fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins eftir að hafa tekið fram úr Akureyri fyrir rúmum tveimur árum síðan. Reykjanesbær Börn og uppeldi Tímamót Tengdar fréttir Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Í samtali við Vísi segist hann hafa vitað að það væri að styttast í þessi tímamót hjá bænum, enda fylgist bæjaryfirvöld vandlega með þróun íbúafjölda frá degi til dags. Þessi myndarpiltur bættist í fjölskylduna hjá Guðbrandi Einarssyni á dögunum, en foreldrar pilts eru Sigríður Guðbrandsdóttir og Sigurbergur Bjarnason. Drengurinn reyndist svo vera tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar, sem gladdi Guðbrand líka, sem forseta bæjarstjórnar.Aðsend „Svo er ég staddur á bæjarráðsfundi 4. ágúst og vissi að Sigríður mín væri komin í fæðingu. Síðan hringir síminn og ég skrepp af fundi. Þá er drengurinn kominn í heiminn. Ég skýst aftur inn og afsaka mig, en ég hafi verið að eignast afastrák. Þá segir Kjartan bæjarstjóri: „Heyrðu, Bubbi, þetta gæti verið tuttugu þúsundasti íbúinn.““ Svo var farið að skoða fæðingatölur nánar, enda hefur bæjarstjóri haft þann sið að hitta alla nýja íbúa á svona tímamótum. „Þetta hitti þá svona skemmtilega á að hann var einmitt númer tuttugu þúsund,“ segir Guðbrandur stoltur. Hann á fyrir tvær afastelpur en þarna kom fyrsti afastrákurinn hans. Guðbrandur bætir því við að íbúum hafi fjölgað mikið í Reykjanesbæ þetta árið. „Það hefur verið mikill kraftur í þessu hjá okkur þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð snúin ekki alls fyrir löngu, og íbúum hefur raunar fjölgað um um það bil 130 síðan strákurinn kom í heiminn.“ View this post on Instagram A post shared by Sigríður Guðbrands (@sigridurgudbrands) Atvinnuleysi á svæðinu hafði náð áður óþekktum hæðum eftir að heimsfaraldurinn reið yfir, en talsvert er að rofa til nú í atvinnumálum að sögn Guðbrands. Íbúum fer fjölgandi í Reykjanesbæ.Vísir/Vilhelm „Það er fullt að gerast hjá okkur og fólk er mikið að sækja til okkar, enda fær það hér tækifæri til að koma þaki yfir höfuðið án þess skuldsetja sig úr hófi fram.“ Reykjanesbær er nú fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins eftir að hafa tekið fram úr Akureyri fyrir rúmum tveimur árum síðan.
Reykjanesbær Börn og uppeldi Tímamót Tengdar fréttir Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta. 4. febrúar 2019 21:00