Bjóða fram tvo eins Borisa til að stela atkvæðum frá þeim rétta Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. september 2021 08:54 Mynd af frambjóðendunum þremur. Hinn réttmæti Boris Vishnevsky er sá eini sem hafði fyrir því að setja á sig bindi fyrir myndatökuna. Twitter/Сергей Кузин Boris Vishnevsky, rússneskur frambjóðandi stjórnarandstöðuflokks, sakar stjórnina um kosningasvindl í komandi borgarstjórnarkosningum í Pétursborg. Þegar listi yfir frambjóðendur var birtur síðasta sunnudag mátti finna á honum tvo aðra sem báru sama nafn og Vishnevsky og voru skuggalega líkir honum. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er það þekkt taktík hjá rússneskum stjórnarflokkum að bjóða fram menn með svipuð eða sömu nöfn og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar bera til að villa um fyrir kjósendum og stela atkvæðum. Í þetta skiptið er gengið enn lengra því hinir tveir Boris Vishnevsky stjórnarinnar virðast hafa breytt útliti sínu til að líkjast Vishnevsky stjórnarandstöðunnar. Hinn rétti Vishnevsky segist hafa vitað til þess um nokkurn tíma að tveir mótframbjóðendur hans hefðu látið breyta nafni sínu í hans eigið. Þegar opinber listi yfir frambjóðendur með myndum var svo birtur á sunnudag komu útlitsbreytingar þeirra í ljós. Á listanum birtast þeir þrír hlið við hlið, allir að verða sköllóttir, með eins grátt skegg og heita nánast nákvæmlega sama nafni. Hafa greinilega breytt útliti sínu Vishnevsky telur að mótframbjóðendurnir hafi greinilega látið sér vaxa eins skegg og hann er með og telur að þeir hafi mögulega átt við myndir sínar með aðstoð Photoshop til að líkjast honum enn frekar. Á vefsíðu borgarstjórnar Pétursborgar má sjá mynd af öðrum tvífaranum áður en hann bauð sig fram en hann bar þá nafnið Viktor Bykov. Á myndinni er hann með mikið brúnt hár og lítur allt öðru vísi út en á framboðsmyndinni. „Þetta er gert til að villa um fyrir kjósendum svo þeir kjósi óvart vitlausan frambjóðanda og í staðinn fyrir að kjósa réttan Vishnevsky kjósa þeir einn af tvíförunum,“ sagði hinn réttmæti Vishnevsky í samtali við The Guardian. Miðillinn náði ekki sambandi við tvífara hans við gerð umfjöllunar sinnar. „Ég hef aldrei séð neitt þessi líkt,“ segir Vishnevsky sem segir þetta greinilegt kosningasvindl. Rússland Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er það þekkt taktík hjá rússneskum stjórnarflokkum að bjóða fram menn með svipuð eða sömu nöfn og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar bera til að villa um fyrir kjósendum og stela atkvæðum. Í þetta skiptið er gengið enn lengra því hinir tveir Boris Vishnevsky stjórnarinnar virðast hafa breytt útliti sínu til að líkjast Vishnevsky stjórnarandstöðunnar. Hinn rétti Vishnevsky segist hafa vitað til þess um nokkurn tíma að tveir mótframbjóðendur hans hefðu látið breyta nafni sínu í hans eigið. Þegar opinber listi yfir frambjóðendur með myndum var svo birtur á sunnudag komu útlitsbreytingar þeirra í ljós. Á listanum birtast þeir þrír hlið við hlið, allir að verða sköllóttir, með eins grátt skegg og heita nánast nákvæmlega sama nafni. Hafa greinilega breytt útliti sínu Vishnevsky telur að mótframbjóðendurnir hafi greinilega látið sér vaxa eins skegg og hann er með og telur að þeir hafi mögulega átt við myndir sínar með aðstoð Photoshop til að líkjast honum enn frekar. Á vefsíðu borgarstjórnar Pétursborgar má sjá mynd af öðrum tvífaranum áður en hann bauð sig fram en hann bar þá nafnið Viktor Bykov. Á myndinni er hann með mikið brúnt hár og lítur allt öðru vísi út en á framboðsmyndinni. „Þetta er gert til að villa um fyrir kjósendum svo þeir kjósi óvart vitlausan frambjóðanda og í staðinn fyrir að kjósa réttan Vishnevsky kjósa þeir einn af tvíförunum,“ sagði hinn réttmæti Vishnevsky í samtali við The Guardian. Miðillinn náði ekki sambandi við tvífara hans við gerð umfjöllunar sinnar. „Ég hef aldrei séð neitt þessi líkt,“ segir Vishnevsky sem segir þetta greinilegt kosningasvindl.
Rússland Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira