Vistbóndi: Landbúnaður til framtíðar Axel Sigurðsson og Rafn Helgason skrifa 7. september 2021 07:01 Öll erum við sammála um að blómleg byggð um allt land skapar menningarleg, vistfræðileg, félagsleg og fjölbreytt efnahagsleg verðmæti. Byggðarstefna verður þess vegna að taka mið af öllum þessum fyrrnefndu stoðum sem samfélög byggja á. Þannig byggjum við upp sterkt samfélag til framtíðar. Sauðfjárrækt og landbúnaður almennt hafa mætt mótlæti á undanförnum árum. Tekjur bænda hafa dregist saman á sama tíma og þung áhersla er í umræðunni um að rekstur bænda sé ósjálfbær og valdi neikvæðum loftslagsáhrifum í miklu mæli. Vísað er til þeirra staðreynda að matvælaframleiðslan byggi á framræstu votlendi sem losi mikið magn gróðurhúsalofttegunda en ekki síður að beit á illa förnu landi viðhaldi rofi og eyðimörkum á hálendi landsins. Á sama tíma þá má álykta að afurðaverð sé ekki til þess fallið að verðlauna bændur réttilega fyrir erfiði vinnu sinnar við framleiðslu á til að mynda dilkakjöti. Bændur eru ekki orsök þess að hér á landi séu kerfi sem stuðli að ósjálfbærni í rekstri. Kerfin eru einfaldlega byggð á forsendum fyrri tíma. Hér kemur til skortur á framtíðarsýn og vanþekking á virði vistkerfaþjónustu af hálfu hins opinbera. Allt er breytingum háð og staðan hefur mikið breyst frá því sem áður var. Framræsing á miklu magni votlendis var gerð á þeim tímum er skortur var á beitar- og túnræktarlandi. Þjóðarátak í framræslu var gert og átti eðlilega rétt á sér með tilliti til þáverandi búskaparhátta og neyslumenningar Íslendinga, en með breyttum neysluvenjum og búskaparháttum hefur staðan breyst. Þar að auki hefur vitneskju okkar um endurheimt náttúrulegra vistkerfa fleytt fram. Nokkurt magn er í dag af framræstu landi sem hefur fallið úr notkun vegna breyttra búskaparhátta, jarðir farið í eyði eða af öðrum ástæðum. Nú er tími fyrir kjarkmikil og stór skref til þess að ná sátt um landbúnað sem stuðlar að bindingu kolefnis fremur en losun. Til er fólk sem vill taka þessi skref inn í framtíðina og vill ekki vera bundið við kerfi sem kemur í veg fyrir svigrúm til nýsköpunar, fjölbreyttari búskaparhátta og aukinnar sjálfbærni í greininni. Ein leið til þess að tryggja að svo verði er fjölbreytt styrkjakerfi sem legði áherslu á að gefa bændum tækifæri til þess að fá greitt fyrir endurheimt og uppbyggingu náttúrulegra vistkerfa, þar sem því verður við komið. Að bændur fái greitt fyrir slíka þjónustu er hvorki draumsýn né óhagkvæmt heldur raunveruleiki sem við þurfum að taka hér í umræðuna. Þessar leiðir geta tryggt að eyðijarðir fari í byggð, að strjálbýl svæði gangi í endurnýjun lífdaga, að fólk geti unnið á býlinu sínu en þurfi ekki að sækja af illri nauðsyn lífsviðurværi út fyrir búið. Binding á kolefni og stöðvun á losun eru markmið sem flestum þykja verðug. Þess fyrir utan er það hinn líffræðilegi fjölbreytileiki sem viðheldur frjósemi jarðar til lengri tíma og þar kemur fátt eins sterkt inn og endurheimt náttúrulegra vistkerfa. Hver er fyrirstaðan? Hver græðir á kyrrstöðunni? Dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi - ódýrasti samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda er endurheimt votlendis. Því er markviss kortlagning á losun lands eftir jarðvegsgerðum mikilvæg aðgerð sem við öll ættum að geta verið sammála um. Viðreisn treystir bændum til að rækta, viðhalda og auðga landið sitt og við tölum fyrir því að auka tækifærin með frelsi og sveigjanleika að leiðarljósi. Til þess þarf að endurhugsa styrkjakerfið og gera þar líffræðilegan fjölbreytileika og bindingu kolefnis jafnhá hinum hefðbundnu afurðum. Okkar sýn er að styrkjakerfi landbúnaðar verði umhverfismiðað fremur en framleiðslutengt, t.d. þannig að bændur geti gerst vistbændur og hafi ávinning af því. Því ætti sérstaklega að styðja við rekstur sem stuðlar að bindingu kolefnis og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi, t.d. með skógrækt, endurheimt votlendis og hnignaðs mólendis. Kerfið styðji fjölbreytta og umhverfisvæna framleiðslu með áherslu á aukið frelsi, taki tillit til breyttra neysluvenja, stuðli að bættum hag bænda og neytanda og ýti undir nýliðun í röðum bænda. Við verðum að taka þessa umræðu hérlendis fyrr fremur en seinna. Fjölbreyttur landbúnaður er sterkur landbúnaður. Fjölbreytileiki í sveitum er ekkert nema styrkleiki þar sem byggðarfesta sveita er ekki öll í sömu körfunni. Látum landbúnaðarkerfið styðja við fjölbreytta og umhverfisvæna framleiðslu með áherslu á aukið frelsi. Tökum tillit til breyttra neysluvenja, stuðlum að bættum hag bænda og neytanda og ýtum undir nýliðun í röðum bænda. Gefum framtíðinni tækifæri Höfundar eru frambjóðendur Viðreisnar í Suður- & Suðvesturkjördæmi Axel Sigurðsson í 5. sæti Viðreisnar Suður Rafn Helgason í 6. sæti Viðreisnar í Suðvestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Öll erum við sammála um að blómleg byggð um allt land skapar menningarleg, vistfræðileg, félagsleg og fjölbreytt efnahagsleg verðmæti. Byggðarstefna verður þess vegna að taka mið af öllum þessum fyrrnefndu stoðum sem samfélög byggja á. Þannig byggjum við upp sterkt samfélag til framtíðar. Sauðfjárrækt og landbúnaður almennt hafa mætt mótlæti á undanförnum árum. Tekjur bænda hafa dregist saman á sama tíma og þung áhersla er í umræðunni um að rekstur bænda sé ósjálfbær og valdi neikvæðum loftslagsáhrifum í miklu mæli. Vísað er til þeirra staðreynda að matvælaframleiðslan byggi á framræstu votlendi sem losi mikið magn gróðurhúsalofttegunda en ekki síður að beit á illa förnu landi viðhaldi rofi og eyðimörkum á hálendi landsins. Á sama tíma þá má álykta að afurðaverð sé ekki til þess fallið að verðlauna bændur réttilega fyrir erfiði vinnu sinnar við framleiðslu á til að mynda dilkakjöti. Bændur eru ekki orsök þess að hér á landi séu kerfi sem stuðli að ósjálfbærni í rekstri. Kerfin eru einfaldlega byggð á forsendum fyrri tíma. Hér kemur til skortur á framtíðarsýn og vanþekking á virði vistkerfaþjónustu af hálfu hins opinbera. Allt er breytingum háð og staðan hefur mikið breyst frá því sem áður var. Framræsing á miklu magni votlendis var gerð á þeim tímum er skortur var á beitar- og túnræktarlandi. Þjóðarátak í framræslu var gert og átti eðlilega rétt á sér með tilliti til þáverandi búskaparhátta og neyslumenningar Íslendinga, en með breyttum neysluvenjum og búskaparháttum hefur staðan breyst. Þar að auki hefur vitneskju okkar um endurheimt náttúrulegra vistkerfa fleytt fram. Nokkurt magn er í dag af framræstu landi sem hefur fallið úr notkun vegna breyttra búskaparhátta, jarðir farið í eyði eða af öðrum ástæðum. Nú er tími fyrir kjarkmikil og stór skref til þess að ná sátt um landbúnað sem stuðlar að bindingu kolefnis fremur en losun. Til er fólk sem vill taka þessi skref inn í framtíðina og vill ekki vera bundið við kerfi sem kemur í veg fyrir svigrúm til nýsköpunar, fjölbreyttari búskaparhátta og aukinnar sjálfbærni í greininni. Ein leið til þess að tryggja að svo verði er fjölbreytt styrkjakerfi sem legði áherslu á að gefa bændum tækifæri til þess að fá greitt fyrir endurheimt og uppbyggingu náttúrulegra vistkerfa, þar sem því verður við komið. Að bændur fái greitt fyrir slíka þjónustu er hvorki draumsýn né óhagkvæmt heldur raunveruleiki sem við þurfum að taka hér í umræðuna. Þessar leiðir geta tryggt að eyðijarðir fari í byggð, að strjálbýl svæði gangi í endurnýjun lífdaga, að fólk geti unnið á býlinu sínu en þurfi ekki að sækja af illri nauðsyn lífsviðurværi út fyrir búið. Binding á kolefni og stöðvun á losun eru markmið sem flestum þykja verðug. Þess fyrir utan er það hinn líffræðilegi fjölbreytileiki sem viðheldur frjósemi jarðar til lengri tíma og þar kemur fátt eins sterkt inn og endurheimt náttúrulegra vistkerfa. Hver er fyrirstaðan? Hver græðir á kyrrstöðunni? Dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi - ódýrasti samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda er endurheimt votlendis. Því er markviss kortlagning á losun lands eftir jarðvegsgerðum mikilvæg aðgerð sem við öll ættum að geta verið sammála um. Viðreisn treystir bændum til að rækta, viðhalda og auðga landið sitt og við tölum fyrir því að auka tækifærin með frelsi og sveigjanleika að leiðarljósi. Til þess þarf að endurhugsa styrkjakerfið og gera þar líffræðilegan fjölbreytileika og bindingu kolefnis jafnhá hinum hefðbundnu afurðum. Okkar sýn er að styrkjakerfi landbúnaðar verði umhverfismiðað fremur en framleiðslutengt, t.d. þannig að bændur geti gerst vistbændur og hafi ávinning af því. Því ætti sérstaklega að styðja við rekstur sem stuðlar að bindingu kolefnis og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi, t.d. með skógrækt, endurheimt votlendis og hnignaðs mólendis. Kerfið styðji fjölbreytta og umhverfisvæna framleiðslu með áherslu á aukið frelsi, taki tillit til breyttra neysluvenja, stuðli að bættum hag bænda og neytanda og ýti undir nýliðun í röðum bænda. Við verðum að taka þessa umræðu hérlendis fyrr fremur en seinna. Fjölbreyttur landbúnaður er sterkur landbúnaður. Fjölbreytileiki í sveitum er ekkert nema styrkleiki þar sem byggðarfesta sveita er ekki öll í sömu körfunni. Látum landbúnaðarkerfið styðja við fjölbreytta og umhverfisvæna framleiðslu með áherslu á aukið frelsi. Tökum tillit til breyttra neysluvenja, stuðlum að bættum hag bænda og neytanda og ýtum undir nýliðun í röðum bænda. Gefum framtíðinni tækifæri Höfundar eru frambjóðendur Viðreisnar í Suður- & Suðvesturkjördæmi Axel Sigurðsson í 5. sæti Viðreisnar Suður Rafn Helgason í 6. sæti Viðreisnar í Suðvestur
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun