Gosið í einni lengstu pásunni hingað til Snorri Másson skrifar 5. september 2021 13:49 Eldgos í Fagradalsfjalli hófst 19. mars. Vísir/Vilhelm Eldvirkni í Fagradalsfjalli hefur legið í láginni frá því á fimmtudaginn. Þetta er ein lengsta pása sem eldgosið hefur tekið sér frá því að það hófst í mars, en er ekki nauðsynlega til marks um að það sé að klárast. Á óróamælum Veðurstofu Íslands má greinilega sjá að virkni í Fagradalsfjalli snarminnkar á fimmtudag og hefur ekki náð sér á strik síðan. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekki beri að draga of miklar ályktanir af þessari þróun. „Það gæti verið að gosið sé bara að taka langa pásu. Útaf hverju það er, það gæti hafa lokast fyrir innstreymið, hrunið ofan í það, eða hreinlega lagst saman gosrásin á einhverjum stað. Svo er náttúrulega hinn möguleikinn líka, að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Þetta sé þó ekki skýr vísbending um goslok. Þannig hafi eldgos á Havaí tekið sér allt að 7-10 daga pásur þótt það hafi staðið í 35 ár. Vel komi til greina hér að virknin neðar í jörðinni sé jafnvel meiri eða að nýtt stig sé að taka við. „Það þarf að skoða fleiri gögn, það þyrfti eiginlega að skoða afmyndunina, hvað hún er að segja okkur. Hvort hún sé enn að síga saman eða hvort það sé komið annað mynstur þar. Svo verðum við bara að sjá og bíða. Eftir því sem lengra líður frá, ef það gerist ekki neitt, þá náttúrulega endar með því að við verðum að segja að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Í öðrum gosfréttum er enn fylgst náið með Öskju, þar sem landris gefur ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegu gosi. Það yrði saga til næsta bæjar, segir Þorvaldur, ef hér væru tvö gos í gangi í einu. „Mér hefur nú fundist eins og Askja sé að undirbúa sig undir eitthvað en hversu langan tíma hún tekur í það er svo annar handleggur. Það verður spennandi að fylgjast með því hvað Askja gerir. Þetta er náttúrulega eitt af okkar virkustu eldfjöllum og eitt af þeim eldfjöllum sem hefur framleitt hvað mest síðan jökla leysti, þannig að þetta er mjög öflug eldstöð og það væri mjög undarlegt ef hún væri sofandi of lengi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Sjá meira
Á óróamælum Veðurstofu Íslands má greinilega sjá að virkni í Fagradalsfjalli snarminnkar á fimmtudag og hefur ekki náð sér á strik síðan. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekki beri að draga of miklar ályktanir af þessari þróun. „Það gæti verið að gosið sé bara að taka langa pásu. Útaf hverju það er, það gæti hafa lokast fyrir innstreymið, hrunið ofan í það, eða hreinlega lagst saman gosrásin á einhverjum stað. Svo er náttúrulega hinn möguleikinn líka, að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Þetta sé þó ekki skýr vísbending um goslok. Þannig hafi eldgos á Havaí tekið sér allt að 7-10 daga pásur þótt það hafi staðið í 35 ár. Vel komi til greina hér að virknin neðar í jörðinni sé jafnvel meiri eða að nýtt stig sé að taka við. „Það þarf að skoða fleiri gögn, það þyrfti eiginlega að skoða afmyndunina, hvað hún er að segja okkur. Hvort hún sé enn að síga saman eða hvort það sé komið annað mynstur þar. Svo verðum við bara að sjá og bíða. Eftir því sem lengra líður frá, ef það gerist ekki neitt, þá náttúrulega endar með því að við verðum að segja að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Í öðrum gosfréttum er enn fylgst náið með Öskju, þar sem landris gefur ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegu gosi. Það yrði saga til næsta bæjar, segir Þorvaldur, ef hér væru tvö gos í gangi í einu. „Mér hefur nú fundist eins og Askja sé að undirbúa sig undir eitthvað en hversu langan tíma hún tekur í það er svo annar handleggur. Það verður spennandi að fylgjast með því hvað Askja gerir. Þetta er náttúrulega eitt af okkar virkustu eldfjöllum og eitt af þeim eldfjöllum sem hefur framleitt hvað mest síðan jökla leysti, þannig að þetta er mjög öflug eldstöð og það væri mjög undarlegt ef hún væri sofandi of lengi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Sjá meira
„Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38
Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14