Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Árni Sæberg skrifar 3. september 2021 19:10 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, og umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 8. febrúar 2020, ekið bifreið suður Hörgárbraut á Akureyri án nægilegrar aðgæslu að merktri gangbraut og yfir gangbrautina á móti rauðu gangbrautaljósi með þeim afleiðingum að hann ók á barn. Þá segir að barnið hafi hlotið margþætta áverka eftir slysið. Áverkarnir voru eftirfarandi: Tvö kjálkabrot og afrifinn beinhnúfsklakk, beinflís í mjúkvefjum í andliti og nær sú flís inn í hlust, viðbeinsbrot vinstra megin, mar á lunga vinstra megin og lítið loftbrjóst þeim megin, mjaðmagrindarbrot og brot á vinstra lærleggsbeini. Maðurinn játaði brot sín og hefur hreinan sakaferil. Því var þrjátíu daga fangelsisrefsingu hans frestað og mun hún falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Akureyringar hafa kallað eftir úrbótum á Hörgársbraut Í kjölfar annars bílslyss árið 2019 þegar barn brotnaði á læri og mjaðmakúlu óskuðu skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri eftir því að ráðist yrði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn. Mikið hefur verið um slys á Hörgársbraut síðastliðin ár. Til dæmis urðu kona og hundur fyrir bíl á götunni árið 2017. Konan slapp nokkuð vel með skrekkinn en hundurinn lifði slysið ekki af. Akureyri Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, og umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 8. febrúar 2020, ekið bifreið suður Hörgárbraut á Akureyri án nægilegrar aðgæslu að merktri gangbraut og yfir gangbrautina á móti rauðu gangbrautaljósi með þeim afleiðingum að hann ók á barn. Þá segir að barnið hafi hlotið margþætta áverka eftir slysið. Áverkarnir voru eftirfarandi: Tvö kjálkabrot og afrifinn beinhnúfsklakk, beinflís í mjúkvefjum í andliti og nær sú flís inn í hlust, viðbeinsbrot vinstra megin, mar á lunga vinstra megin og lítið loftbrjóst þeim megin, mjaðmagrindarbrot og brot á vinstra lærleggsbeini. Maðurinn játaði brot sín og hefur hreinan sakaferil. Því var þrjátíu daga fangelsisrefsingu hans frestað og mun hún falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Akureyringar hafa kallað eftir úrbótum á Hörgársbraut Í kjölfar annars bílslyss árið 2019 þegar barn brotnaði á læri og mjaðmakúlu óskuðu skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri eftir því að ráðist yrði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn. Mikið hefur verið um slys á Hörgársbraut síðastliðin ár. Til dæmis urðu kona og hundur fyrir bíl á götunni árið 2017. Konan slapp nokkuð vel með skrekkinn en hundurinn lifði slysið ekki af.
Akureyri Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira