Ísland hefur getu, kunnáttu og tækifæri til að dafna með þátttöku geimhagkerfinu Jan Wörner skrifar 3. september 2021 14:00 Alþjóða geimstöðin er á sporbaug rúmlega 400 km frá yfirborði jarðar og þýtur áfram á næstum 30 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Stöðin ber ekki aðeins vitni um hugvit mannkyns heldur sýnir hún okkur hvernig samstarf getur leitt af sér næstum ómælanleg verðmæti. Fimm stórar geimvísindastofnanir vinna saman að Alþjóða geimstöðinni auk þess sem fjöldi annarra þjóða hefur lagt hönd á plóg. Þannig eiga Bandaríkin, Kanada, Rússland, Japan og að sjálfsögðu Evrópa mikilvæga og nána samvinnu, á sporbraut um jörðu. Þegar maður horfir til jarðarinnar frá geimnum áttar maður sig á hve mörg lönd hafa lagst á árarnar og stutt framgöngu geimvísindanna. Ísland er auðvitað engin undantekning og gegndi meðal annars lykilhlutverki í þjálfun 32 geimfara úr Apollo tunglferðaáætluninni. Raunar er það svo að enginn hefur farið til tunglsins án þess að koma við á Íslandi. Geimfaraminnismerkið í Húsavík sem ég heimsótti í síðustu Íslandsferð minni ber vitni um ómetanlegt framlag landsins til geimrannsókna. Framlag Íslands er enn nokkuð og raunar má segja að þátttaka landsins í geimvísindum og tækni sé rétt að hefjast. Smærri ríki búa við stórkostleg tækifæri í geimvísindum þar sem kostnaður við framleiðslu og skot gervitungla á sporbaug hefur lækkað umtalsvert á undanförnum árum. Virði geimiðnaðarins á heimsvísu gæti innan fárra ára farið yfir einnar Trilljón dollara markið, en geimtækniteymi fjárfestingabankans Morgan Stanley metur virði geimiðnaðarins á 350 milljarða Bandaríkjadala nú. Geimvísindin hafa að auki haft í för með sér stórkostlegar framfarir á öllu okkar daglega lífi. Alls konar vísindi hafa tekið stökkbreytingum í tenglum við geimrannsóknir og notkun gervitungla. Það má nefna veðurspá, fjármálaviðskipti, fjölmiðlum og fjarskipti svo við gleymum ekki GPS. Gervitungl gera okkur nú þegar kleift að spá fyrir um veðrið, knýja heimili okkar og fyrirtæki, gervihnettir aðstoða við örygg bankaviðskipti, leyfa okkur horfa á sjónvarp og ferðast um heiminn á landi, sjó og lofti. Geimvísindin eru ekki síður í mikilvægu hlutverki gagnvart þeirri stórkostlegu umhverfisvá sem við glímum við, loftslagsbreytingum og fækkun dýrategunda. Gervihnettir eru notaðir til að fylgjast með losun gróðurhúsalofttegunda í rauntíma og brátt munum við geta gert svo miklu meira. Geimvísindin eru nú þegar orðin hluti af nauðsynlegum innviðum í daglegu lífi alls mannkyns. Bylting varð í síðasta mánuði, þegar Kínverjar greindu frá tímamótaáfanga í verkefni sem gengur út á að virkja sólarorku á sporbraut og geisla henni síðan til jarðar. Breska geimferðarstofnunin hefur áætlað að þessi aðferð geti tryggt Bretum nægt framboð af grænni orku, svo snemma sem árið 2039. Ísland hefur getu, kunnáttu og tækifæri til að dafna með virkri þátttöku í hinu alþjóðlega geimhagkerfi og að taka þátt í að leiða heiminn áfram í sjálfbærri og ábyrgri nýtingu geimsins og sjálfbærni jarðar með traustum geiminnviðum. Í fyrsta lagi er landfræðileg lega Íslands er mjög heppileg til geimskota. Nefna má nálægð við norðurskautið sem skiptir máli um sporbrautir gervitungla, auk þess sem löng strandlengja og strjálbýli fela í sér mikilvæg tækifæri sem ekki er að finna víða annars staðar. Í öðru lagi felur efnahagsþróun á Íslandi í sér mjög mikilvæga kosti sem geta skipt verulegu máli í hinu alþjóðlega geimhagkerfi. Nefna má hátt hlutfall endurnýjanlegrar orku hér á landi sem og leiðandi verkefni eins og að vinna koldíoxíð úr andrúmslofti og breyta því í fast efni. Þetta eru dæmi um nálganir og nýjugar sem geta leitt til framfara í geimrannsóknum. Enn fremur hefur vaxandi geta Íslands til að nýta gervigreind, gögn og forritun í för með sér óþrjótandi möguleika. Loks má nefna að Ísland er í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ísland er dæmi um ríki sem er bæði sýnilegra og hefur umtalsvert meiri vigt í alþjóðamálum en ætla mætti af stærð og mannfjölda einum saman. Það blasir við að Ísland getur tekið að sér mikilvægt hlutverk og tekið þátt í að draga vagninn í þessum efnum á alþjóðavettvangi. Það kemur þess vegna ekkert á óvart að Evrópuríki hafi komið auga á þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar kemur að geimferðum. Í þessu sambandi má nefna mikilvæga samstarfsyfirlýsingu Bresku geimferðastofnunarinnar og íslenskra stjórnvalda frá því fyrr í sumar. Sú mikilvæga yfirlýsing, sem snýr samvinnu í menntun, rannsóknum og nýsköpun í geimvísindum, mun hafa mjög jákvæð áhrif á öll viðfangsefni sem tengjast geimrannsóknum og geimferðum beggja vegna Atlantshafsins. Tækifærið fyrir Ísland í geimnum er verulegt og mun hafa í för með sér drifkraft sem felur í sér ný og spennandi sérfræðistörf, mikilvæga erlenda fjárfestingu og jafnvel spennandi viðbót við íslenskan ferðamannaiðnað. Meðan ég stýrði Geimvísindastofnun Evrópu kom ég auga á tækifæri Íslands í þessum efnum og vona raunar enn að geimvísindardaumar Íslands muni rætast og að Íslendingar verði þátttakendur í nýju tímabili geimrannsóknar. Ísland verði þátttakendur í sjálfbærri og ábyrgri nýtingu geimsins almenningi öllum til gagns. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Geimvísindastofnunar Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geimurinn Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Alþjóða geimstöðin er á sporbaug rúmlega 400 km frá yfirborði jarðar og þýtur áfram á næstum 30 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Stöðin ber ekki aðeins vitni um hugvit mannkyns heldur sýnir hún okkur hvernig samstarf getur leitt af sér næstum ómælanleg verðmæti. Fimm stórar geimvísindastofnanir vinna saman að Alþjóða geimstöðinni auk þess sem fjöldi annarra þjóða hefur lagt hönd á plóg. Þannig eiga Bandaríkin, Kanada, Rússland, Japan og að sjálfsögðu Evrópa mikilvæga og nána samvinnu, á sporbraut um jörðu. Þegar maður horfir til jarðarinnar frá geimnum áttar maður sig á hve mörg lönd hafa lagst á árarnar og stutt framgöngu geimvísindanna. Ísland er auðvitað engin undantekning og gegndi meðal annars lykilhlutverki í þjálfun 32 geimfara úr Apollo tunglferðaáætluninni. Raunar er það svo að enginn hefur farið til tunglsins án þess að koma við á Íslandi. Geimfaraminnismerkið í Húsavík sem ég heimsótti í síðustu Íslandsferð minni ber vitni um ómetanlegt framlag landsins til geimrannsókna. Framlag Íslands er enn nokkuð og raunar má segja að þátttaka landsins í geimvísindum og tækni sé rétt að hefjast. Smærri ríki búa við stórkostleg tækifæri í geimvísindum þar sem kostnaður við framleiðslu og skot gervitungla á sporbaug hefur lækkað umtalsvert á undanförnum árum. Virði geimiðnaðarins á heimsvísu gæti innan fárra ára farið yfir einnar Trilljón dollara markið, en geimtækniteymi fjárfestingabankans Morgan Stanley metur virði geimiðnaðarins á 350 milljarða Bandaríkjadala nú. Geimvísindin hafa að auki haft í för með sér stórkostlegar framfarir á öllu okkar daglega lífi. Alls konar vísindi hafa tekið stökkbreytingum í tenglum við geimrannsóknir og notkun gervitungla. Það má nefna veðurspá, fjármálaviðskipti, fjölmiðlum og fjarskipti svo við gleymum ekki GPS. Gervitungl gera okkur nú þegar kleift að spá fyrir um veðrið, knýja heimili okkar og fyrirtæki, gervihnettir aðstoða við örygg bankaviðskipti, leyfa okkur horfa á sjónvarp og ferðast um heiminn á landi, sjó og lofti. Geimvísindin eru ekki síður í mikilvægu hlutverki gagnvart þeirri stórkostlegu umhverfisvá sem við glímum við, loftslagsbreytingum og fækkun dýrategunda. Gervihnettir eru notaðir til að fylgjast með losun gróðurhúsalofttegunda í rauntíma og brátt munum við geta gert svo miklu meira. Geimvísindin eru nú þegar orðin hluti af nauðsynlegum innviðum í daglegu lífi alls mannkyns. Bylting varð í síðasta mánuði, þegar Kínverjar greindu frá tímamótaáfanga í verkefni sem gengur út á að virkja sólarorku á sporbraut og geisla henni síðan til jarðar. Breska geimferðarstofnunin hefur áætlað að þessi aðferð geti tryggt Bretum nægt framboð af grænni orku, svo snemma sem árið 2039. Ísland hefur getu, kunnáttu og tækifæri til að dafna með virkri þátttöku í hinu alþjóðlega geimhagkerfi og að taka þátt í að leiða heiminn áfram í sjálfbærri og ábyrgri nýtingu geimsins og sjálfbærni jarðar með traustum geiminnviðum. Í fyrsta lagi er landfræðileg lega Íslands er mjög heppileg til geimskota. Nefna má nálægð við norðurskautið sem skiptir máli um sporbrautir gervitungla, auk þess sem löng strandlengja og strjálbýli fela í sér mikilvæg tækifæri sem ekki er að finna víða annars staðar. Í öðru lagi felur efnahagsþróun á Íslandi í sér mjög mikilvæga kosti sem geta skipt verulegu máli í hinu alþjóðlega geimhagkerfi. Nefna má hátt hlutfall endurnýjanlegrar orku hér á landi sem og leiðandi verkefni eins og að vinna koldíoxíð úr andrúmslofti og breyta því í fast efni. Þetta eru dæmi um nálganir og nýjugar sem geta leitt til framfara í geimrannsóknum. Enn fremur hefur vaxandi geta Íslands til að nýta gervigreind, gögn og forritun í för með sér óþrjótandi möguleika. Loks má nefna að Ísland er í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ísland er dæmi um ríki sem er bæði sýnilegra og hefur umtalsvert meiri vigt í alþjóðamálum en ætla mætti af stærð og mannfjölda einum saman. Það blasir við að Ísland getur tekið að sér mikilvægt hlutverk og tekið þátt í að draga vagninn í þessum efnum á alþjóðavettvangi. Það kemur þess vegna ekkert á óvart að Evrópuríki hafi komið auga á þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar kemur að geimferðum. Í þessu sambandi má nefna mikilvæga samstarfsyfirlýsingu Bresku geimferðastofnunarinnar og íslenskra stjórnvalda frá því fyrr í sumar. Sú mikilvæga yfirlýsing, sem snýr samvinnu í menntun, rannsóknum og nýsköpun í geimvísindum, mun hafa mjög jákvæð áhrif á öll viðfangsefni sem tengjast geimrannsóknum og geimferðum beggja vegna Atlantshafsins. Tækifærið fyrir Ísland í geimnum er verulegt og mun hafa í för með sér drifkraft sem felur í sér ný og spennandi sérfræðistörf, mikilvæga erlenda fjárfestingu og jafnvel spennandi viðbót við íslenskan ferðamannaiðnað. Meðan ég stýrði Geimvísindastofnun Evrópu kom ég auga á tækifæri Íslands í þessum efnum og vona raunar enn að geimvísindardaumar Íslands muni rætast og að Íslendingar verði þátttakendur í nýju tímabili geimrannsóknar. Ísland verði þátttakendur í sjálfbærri og ábyrgri nýtingu geimsins almenningi öllum til gagns. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Geimvísindastofnunar Evrópu.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar