Íslandsmetið í að skíta upp á bak! Björn Steinbekk skrifar 2. september 2021 10:31 Að eiga Íslandsmet er eftirsóknarvert og krefst þess að fólk leggi á sig mikla vinnu og fórnir til að ná markmiði sínu. Að vera afrekskona eða maður er að taka ábyrgð á eigin lífi og sýna aga, að skara fram úr. Síðan er það Íslandsmetið sem engin sækist eftir að eiga og það er Íslandsmetið í að skíta upp á bak. Til að ná því meti þarf ekki neina sérstaka æfingu né hæfileika og getur í raun hver sem er reynt við þetta Íslandsmet og þá algjörlega á eigin forsendum. Hafandi krækt mér í Íslandsmetið í að skíta upp á bak árið 2016, skömmu eftir að Sigmundur Davíð kannaðist ekki við Wintris hef ég iðulega verið boðinn og búinn til að ráðleggja þeim sem hirtu þetta met af mér og fleirum, um hvað eigi að gera þegar allt er komið í brókina og upp á bak en merkilegt nokkuð er aldrei hringt og þegar ég hef boðið fram aðstoð svarar engin. Þess vegna langar mig að deila mínum lærdóm sem var dýru verði keyptur. Fyrir það fyrsta, ekki ljúga. Út með skítinn strax því ef það er byrjað að gramsa í þínum (einka)málum þá mun eitthvað koma upp sem þú hefðir vilja koma frá þér, svona eftir á að hyggja. Taktu ábyrgð og ekki kenna öðrum um. Ef þetta var á þinni vakt þá er það þín ábyrgð. Gott dæmi er um framkvæmdastjóra Perlunnar sem kom í fjölmiðla korteri eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í sumar og sagði að engin nema hann bæri ábyrgð. Slæm dæmi er Miðflokkurinn og Sigmundur Davíð á barnum. Brúnegg og Sigríður Andersen. Ingó og Villi Vill. Þú ert ekki ómissandi. Sýndu auðmýkt. Vertu hluti af lausninni, ekki vandanum því í raun er öllum sama um vandan á þessum tímapunkti. Fólk vill bara lausnir, niðurstöðu og meðan þú ert ekki hluti af lausninni ertu, út á við, bara að hugsa um sjálfan þig og vandamálið stækkar hratt samanber stjórn KSÍ og Klara. Ekki væla. Það vill engin heyra hvað þú eða þitt fólk á bágt út af því þú tókst ranga ákvörðun. Samúð er munaðarvara í miðjum storminum og þú ert síðastur á biðlistanum. Ekki lesa kommentakerfin því þau eru oftast yfirfull af fólki sem hefur aldrei þurft eða viljað bera af, bera ábyrgð né haft til þess hæfileika því flest okkar sem höfum átt Íslandsmet í að gera upp á bak fórum oftast af stað í góðum tilgangi og oft með göfug markmið en shit happens. Höfundur flýgur stundum drónum og vinnur við markaðsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Steinbekk Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Að eiga Íslandsmet er eftirsóknarvert og krefst þess að fólk leggi á sig mikla vinnu og fórnir til að ná markmiði sínu. Að vera afrekskona eða maður er að taka ábyrgð á eigin lífi og sýna aga, að skara fram úr. Síðan er það Íslandsmetið sem engin sækist eftir að eiga og það er Íslandsmetið í að skíta upp á bak. Til að ná því meti þarf ekki neina sérstaka æfingu né hæfileika og getur í raun hver sem er reynt við þetta Íslandsmet og þá algjörlega á eigin forsendum. Hafandi krækt mér í Íslandsmetið í að skíta upp á bak árið 2016, skömmu eftir að Sigmundur Davíð kannaðist ekki við Wintris hef ég iðulega verið boðinn og búinn til að ráðleggja þeim sem hirtu þetta met af mér og fleirum, um hvað eigi að gera þegar allt er komið í brókina og upp á bak en merkilegt nokkuð er aldrei hringt og þegar ég hef boðið fram aðstoð svarar engin. Þess vegna langar mig að deila mínum lærdóm sem var dýru verði keyptur. Fyrir það fyrsta, ekki ljúga. Út með skítinn strax því ef það er byrjað að gramsa í þínum (einka)málum þá mun eitthvað koma upp sem þú hefðir vilja koma frá þér, svona eftir á að hyggja. Taktu ábyrgð og ekki kenna öðrum um. Ef þetta var á þinni vakt þá er það þín ábyrgð. Gott dæmi er um framkvæmdastjóra Perlunnar sem kom í fjölmiðla korteri eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í sumar og sagði að engin nema hann bæri ábyrgð. Slæm dæmi er Miðflokkurinn og Sigmundur Davíð á barnum. Brúnegg og Sigríður Andersen. Ingó og Villi Vill. Þú ert ekki ómissandi. Sýndu auðmýkt. Vertu hluti af lausninni, ekki vandanum því í raun er öllum sama um vandan á þessum tímapunkti. Fólk vill bara lausnir, niðurstöðu og meðan þú ert ekki hluti af lausninni ertu, út á við, bara að hugsa um sjálfan þig og vandamálið stækkar hratt samanber stjórn KSÍ og Klara. Ekki væla. Það vill engin heyra hvað þú eða þitt fólk á bágt út af því þú tókst ranga ákvörðun. Samúð er munaðarvara í miðjum storminum og þú ert síðastur á biðlistanum. Ekki lesa kommentakerfin því þau eru oftast yfirfull af fólki sem hefur aldrei þurft eða viljað bera af, bera ábyrgð né haft til þess hæfileika því flest okkar sem höfum átt Íslandsmet í að gera upp á bak fórum oftast af stað í góðum tilgangi og oft með göfug markmið en shit happens. Höfundur flýgur stundum drónum og vinnur við markaðsmál.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun