Ísak kostaði FCK rúmar 700 milljónir og ÍA græðir á tá og fingri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 12:00 Ísak Bergmann í leik gegn Mexíkó. Ronald Martinez/Getty Images Talið er að FC Kaupmannahöfn hafi greitt rúmlega 730 milljónir íslenskra króna fyrir hinn 18 ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson. Kemur þetta fram á vef Sportbladet í Svíþjóð en FCK keypti Ísak Bergmann frá IFK Norrköping. ÍA gæti fengið vel á annað hundrað milljóna króna í sinn hlut. Vistaskipti Ísaks Bergmanns komu verulega á óvart enda alls ekki búist við því að leikmaðurinn yrði seldur í þessum glugga og hvað þá innan Norðurlandanna. Samkvæmt Sakarias Mårdh, formanni Norrköping, var tilboð FC Kaupmannahöfn einfaldlega of gott til að hægt væri að neita því. Aðeins var rúmlega hálftími til lokunar félagaskiptagluggans þegar Norrköping gaf út tilkynningu þess efnis að hinn bráðefnilegi Ísak Bergmann hefði verið seldur. Samkvæmt danska miðlinum BT Sport var kaupverðið rúmar 30 milljónir sænskra króna eða 440 milljónir íslenskra króna. Mårdh staðfesti hins vegar að verðið væri mun hærra, um 50 milljónir sænskar samkvæmt heimildum Sportbladet eða 730 milljónir íslenskar. FC Kaupmannahöfn var langt því frá eina liðið sem var að íhuga að festa kaup á íslenska landsliðsmanninum en á endanum var það eina liðið sem var tilbúið að borga uppsett verð. Samkvæmt heimildum 433.is fær ÍA, uppeldisfélag Ísaks Bergmanns, um 20 prósent af heildarupphæðinni sem leikmaðurinn var seldur fyrir. Miðað við það eru Skagamenn í þann mund að fá rúmar 150 milljónir íslenskra króna lagðar inn bankabók félagsins. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, sagði við Vísi að rétt væri að ÍA hefði samið um að fá hluta af kaupverðinu vegna sölu á Ísaki frá Norrköping. Um væri vissulega að ræða umtalsverða búbót fyrir félagið en hann vildi þó ekki segja hve mikla. Mårdh sagði einnig að hann hefði rætt við Ísak um að þetta væri góð lending. Hann færi í stærra lið en fengi að spila nóg til að þróa leik sinn áfram. „Þetta er rökrétt skref fyrir jafn metnaðarfullan leikmann og Ísak Bergmann,“ sagði hann að lokum. Fótbolti Danski boltinn ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Vistaskipti Ísaks Bergmanns komu verulega á óvart enda alls ekki búist við því að leikmaðurinn yrði seldur í þessum glugga og hvað þá innan Norðurlandanna. Samkvæmt Sakarias Mårdh, formanni Norrköping, var tilboð FC Kaupmannahöfn einfaldlega of gott til að hægt væri að neita því. Aðeins var rúmlega hálftími til lokunar félagaskiptagluggans þegar Norrköping gaf út tilkynningu þess efnis að hinn bráðefnilegi Ísak Bergmann hefði verið seldur. Samkvæmt danska miðlinum BT Sport var kaupverðið rúmar 30 milljónir sænskra króna eða 440 milljónir íslenskra króna. Mårdh staðfesti hins vegar að verðið væri mun hærra, um 50 milljónir sænskar samkvæmt heimildum Sportbladet eða 730 milljónir íslenskar. FC Kaupmannahöfn var langt því frá eina liðið sem var að íhuga að festa kaup á íslenska landsliðsmanninum en á endanum var það eina liðið sem var tilbúið að borga uppsett verð. Samkvæmt heimildum 433.is fær ÍA, uppeldisfélag Ísaks Bergmanns, um 20 prósent af heildarupphæðinni sem leikmaðurinn var seldur fyrir. Miðað við það eru Skagamenn í þann mund að fá rúmar 150 milljónir íslenskra króna lagðar inn bankabók félagsins. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, sagði við Vísi að rétt væri að ÍA hefði samið um að fá hluta af kaupverðinu vegna sölu á Ísaki frá Norrköping. Um væri vissulega að ræða umtalsverða búbót fyrir félagið en hann vildi þó ekki segja hve mikla. Mårdh sagði einnig að hann hefði rætt við Ísak um að þetta væri góð lending. Hann færi í stærra lið en fengi að spila nóg til að þróa leik sinn áfram. „Þetta er rökrétt skref fyrir jafn metnaðarfullan leikmann og Ísak Bergmann,“ sagði hann að lokum.
Fótbolti Danski boltinn ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira