Endurheimtum réttindin! Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 1. september 2021 09:30 Þessi ríkistjórn hefur sett staðfest heimsmet í skerðingum á ellilífeyrisþega og öryrkja. Þetta hefur komið fram í rannsóknum prófessors Stefáns Ólafssonar fyrir stéttarfélagið Eflingu. Hvergi í heiminum er jafn grimmilegum skerðingum beitt eins og á Íslandi. Þessu fylgir eitthvað harðasta og smásmugulegasta eftirlitskerfi sem um getur. Því mætti líkja við smáriðna loðnunót á meðan eftirlitskerfi hinna ríku mætti líkja við botnvörpu með tuttugu metra möskvastærð. Fyrir 1991 voru lægstu laun skattfrjáls og eftirlaun voru skerðingarfrjáls. Við sósíalistar viljum endurheimta þau réttindi sem láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar höfðu fyrir 1991 þegar nýfrjálshyggjunni var sleppt lausri í samfélaginu okkar. Auðmannadekur ríkistjórnarinnar Þetta athæfi endurspeglast í uppstyttulausu auðmannadekri. Núverandi ríkistjórn hefur lækkað veiðigjöld úr tæpum tólf þúsund miljónum í tæplega fimm þúsund. Ríkistjórnin, í okkar, nafni greiðir fyrir margvíslega þjónustu við greifanna þannig að nettó er þjóðin að fá innan við 100 miljónir í veiðigjald af auðlindinni. Ríkistjórnin fær svipað út úr því að leggja skatta á fólk sem reykir eins og veiðigjald á sægreifanna aflar. Það eru ekki lengur til lýsingarorð til að lýsa þessari stjórnarstefnu. Þessi spegilmynd er dæmi um viðhorf og hún er dæmi um þá frumstæðu hugmyndafræði að samfélagið hagnist á því að sem mestur auður safnist á fár hendur og hinar stóru stéttir almennra launamanna, bótaþega og öryrkja þurfi að standa undir sífellt hrörnandi velferðarkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið við völd í 26 ár af síðustu 30 árum – Framsókn hefur setið með honum í tæp 25 ár. Þetta bákn er þeirra verk. Forystufólk VG hefur svo bæst í hópinn af miklum dugnaði og þessir þrír flokkar ætla sér að halda hópinn og eru ákveðnir í að keyra áfram þessa stefnu. Ykkar vopn gegn þessari eyðandi stjórnarstefnu er Sósíalistaflokkurinn, Við viljum að: Allar skerðingar á ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins verði afnumdar. Þau fáu tilfelli auðmanna sem þurfa í raun ekki á ellilífeyri að halda munu endurgreiða hann í gegnum hátekjuskatt. Upphæð ellilífeyris muni ávallt fylgja meðal lágmarkslaunum í landinu, Greiðslur úr lífeyrissjóðum verði sveigjanlegar. Húsnæðismál eldri borgara verði stokkuð upp. Þetta verði tryggt með öflugri uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir eldri borgara í byggðakjörnum sem eru með alhliða þjónustu fyrir alla sem þar búa. Eins verði gert stór átak í byggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Sósíalistar vilja samfélag sem er byggt upp á samvinnu fólks, vinskap og trausti, en ekki á samkeppni og braski þar sem ótti við framtíðina bíður við hvert horn og áhyggjur af ævikvöldinu eru allsráðandi. Samhyggja í stað sérhyggju. XJ á kjördag. Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Haraldur Ingi Haraldsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þessi ríkistjórn hefur sett staðfest heimsmet í skerðingum á ellilífeyrisþega og öryrkja. Þetta hefur komið fram í rannsóknum prófessors Stefáns Ólafssonar fyrir stéttarfélagið Eflingu. Hvergi í heiminum er jafn grimmilegum skerðingum beitt eins og á Íslandi. Þessu fylgir eitthvað harðasta og smásmugulegasta eftirlitskerfi sem um getur. Því mætti líkja við smáriðna loðnunót á meðan eftirlitskerfi hinna ríku mætti líkja við botnvörpu með tuttugu metra möskvastærð. Fyrir 1991 voru lægstu laun skattfrjáls og eftirlaun voru skerðingarfrjáls. Við sósíalistar viljum endurheimta þau réttindi sem láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar höfðu fyrir 1991 þegar nýfrjálshyggjunni var sleppt lausri í samfélaginu okkar. Auðmannadekur ríkistjórnarinnar Þetta athæfi endurspeglast í uppstyttulausu auðmannadekri. Núverandi ríkistjórn hefur lækkað veiðigjöld úr tæpum tólf þúsund miljónum í tæplega fimm þúsund. Ríkistjórnin, í okkar, nafni greiðir fyrir margvíslega þjónustu við greifanna þannig að nettó er þjóðin að fá innan við 100 miljónir í veiðigjald af auðlindinni. Ríkistjórnin fær svipað út úr því að leggja skatta á fólk sem reykir eins og veiðigjald á sægreifanna aflar. Það eru ekki lengur til lýsingarorð til að lýsa þessari stjórnarstefnu. Þessi spegilmynd er dæmi um viðhorf og hún er dæmi um þá frumstæðu hugmyndafræði að samfélagið hagnist á því að sem mestur auður safnist á fár hendur og hinar stóru stéttir almennra launamanna, bótaþega og öryrkja þurfi að standa undir sífellt hrörnandi velferðarkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið við völd í 26 ár af síðustu 30 árum – Framsókn hefur setið með honum í tæp 25 ár. Þetta bákn er þeirra verk. Forystufólk VG hefur svo bæst í hópinn af miklum dugnaði og þessir þrír flokkar ætla sér að halda hópinn og eru ákveðnir í að keyra áfram þessa stefnu. Ykkar vopn gegn þessari eyðandi stjórnarstefnu er Sósíalistaflokkurinn, Við viljum að: Allar skerðingar á ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins verði afnumdar. Þau fáu tilfelli auðmanna sem þurfa í raun ekki á ellilífeyri að halda munu endurgreiða hann í gegnum hátekjuskatt. Upphæð ellilífeyris muni ávallt fylgja meðal lágmarkslaunum í landinu, Greiðslur úr lífeyrissjóðum verði sveigjanlegar. Húsnæðismál eldri borgara verði stokkuð upp. Þetta verði tryggt með öflugri uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir eldri borgara í byggðakjörnum sem eru með alhliða þjónustu fyrir alla sem þar búa. Eins verði gert stór átak í byggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Sósíalistar vilja samfélag sem er byggt upp á samvinnu fólks, vinskap og trausti, en ekki á samkeppni og braski þar sem ótti við framtíðina bíður við hvert horn og áhyggjur af ævikvöldinu eru allsráðandi. Samhyggja í stað sérhyggju. XJ á kjördag. Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun