Enginn alvöru umhverfisverndarflokkur á Íslandi? Árni Múli Jónasson skrifar 1. september 2021 09:01 Ættingi minn, sem er mikill áhugamaður um umhverfisvernd og fylgist því náið með þeim málum, sagði við mig um daginn: „Þótt ýmislegt sé bitastætt í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hún er um of samansafn af viljayfirlýsingum án alvöru árangursmælikvarða og víkur sér fimlega hjá mörgu því sem er óþægilegt og ekki til vinsælda hjá atvinnurekendum. Opinberir fjármunir í loftslagsmálin, líklega mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma, eru heldur í engu samhengi við mikilvægið. Samkvæmt fjárlögum fara liðlega 5 milljarðar í „náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu“ meðan 6 milljarðar fara í stjórnsýslu umhverfismála eina og sér. Loftslagsmálin hafa ekki einu sinni eigin línu í fjárlögum!“ Ég gat ekki annað en tekið undir þessi orð og að þetta væri vægast sagt furðulegt. Hann bætti svo við: „Það vantar alveg flokk á Íslandi sem er helgaður langstærsta viðfangsefni nútímans, viðfangsefni sem snýst um hvers konar framtíð mannkynið ætlar börnum sínum. Á Íslandi er engan alvöru græningjaflokk að finna. Að vísu kallar einn flokkur sig grænan og annar flaggar græna litnum og kornaxi í skjaldarmerki, en það er eiginlega allt og sumt. Enginn flokkur sem á fulltrúa á Alþingi hefur kynnt stefnu eða boðað róttækar aðgerðir af því tagi sem gæfu til kynna að þessi málaflokkur væri settur öðrum hærra.“ Ég andmælti því harðlega að það væri enginn alvöru umhverfisverndarflokkur á Íslandi. Hvers vegna? Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er róttækur umhverfisverndarflokkur. Í stefnu flokksins í umhverfis- og loftslagsmálum segir m.a.: „Að litið sé á umhverfis- og loftlagsmál sem mannúðarmál er varðar réttindi komandi kynslóða til lífs. Það skal því vera skylda stjórnvalda að vernda náttúru og lífríki og löggjafinn nýttur til þess í hvívetna.“ „Að lýst sé yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og skulu íslensk yfirvöld bregaðst við þeim vanda hratt og örugglega og í samvinnu við umheiminn.“ „Að horfið sé frá kapítalísku hagkerfi og leiðum nýfrjálshyggjunnar til að takast á við umhverfismál og að fundnar verði heildrænar lausnir þar sem ábyrgðin og áherslan er fyrst og fremst sett á ríki, sveitarfélög og fyrirtæki.“ „Að litið sé á umhverfismál sem sameignlega hagsmuni allra jarðarbúa með því að skoða og taka tillit til hnattrænna vistspora og raunverulegs kostnaðar framleiðslu og áhrif hennar á fólk og lífríki fjarlægari landa ekki síður en nærumhverfis.“ Kynntu þér stefnu Sósíalistaflokksins í umhverfis- og loftslagsmálum (https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/umhverfis-og-loftslagsmal/) og kjóstu flokk sem lítur á rétt fólks nú og í framtíðinni til óspilltrar náttúru og heilsusamlegs umhverfis sem mikilvægt mannréttindamál og mun aldrei láta græðgi fárra, hálfkák og kjarkleysi stjórna afstöðu sinni í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ættingi minn, sem er mikill áhugamaður um umhverfisvernd og fylgist því náið með þeim málum, sagði við mig um daginn: „Þótt ýmislegt sé bitastætt í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hún er um of samansafn af viljayfirlýsingum án alvöru árangursmælikvarða og víkur sér fimlega hjá mörgu því sem er óþægilegt og ekki til vinsælda hjá atvinnurekendum. Opinberir fjármunir í loftslagsmálin, líklega mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma, eru heldur í engu samhengi við mikilvægið. Samkvæmt fjárlögum fara liðlega 5 milljarðar í „náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu“ meðan 6 milljarðar fara í stjórnsýslu umhverfismála eina og sér. Loftslagsmálin hafa ekki einu sinni eigin línu í fjárlögum!“ Ég gat ekki annað en tekið undir þessi orð og að þetta væri vægast sagt furðulegt. Hann bætti svo við: „Það vantar alveg flokk á Íslandi sem er helgaður langstærsta viðfangsefni nútímans, viðfangsefni sem snýst um hvers konar framtíð mannkynið ætlar börnum sínum. Á Íslandi er engan alvöru græningjaflokk að finna. Að vísu kallar einn flokkur sig grænan og annar flaggar græna litnum og kornaxi í skjaldarmerki, en það er eiginlega allt og sumt. Enginn flokkur sem á fulltrúa á Alþingi hefur kynnt stefnu eða boðað róttækar aðgerðir af því tagi sem gæfu til kynna að þessi málaflokkur væri settur öðrum hærra.“ Ég andmælti því harðlega að það væri enginn alvöru umhverfisverndarflokkur á Íslandi. Hvers vegna? Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er róttækur umhverfisverndarflokkur. Í stefnu flokksins í umhverfis- og loftslagsmálum segir m.a.: „Að litið sé á umhverfis- og loftlagsmál sem mannúðarmál er varðar réttindi komandi kynslóða til lífs. Það skal því vera skylda stjórnvalda að vernda náttúru og lífríki og löggjafinn nýttur til þess í hvívetna.“ „Að lýst sé yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og skulu íslensk yfirvöld bregaðst við þeim vanda hratt og örugglega og í samvinnu við umheiminn.“ „Að horfið sé frá kapítalísku hagkerfi og leiðum nýfrjálshyggjunnar til að takast á við umhverfismál og að fundnar verði heildrænar lausnir þar sem ábyrgðin og áherslan er fyrst og fremst sett á ríki, sveitarfélög og fyrirtæki.“ „Að litið sé á umhverfismál sem sameignlega hagsmuni allra jarðarbúa með því að skoða og taka tillit til hnattrænna vistspora og raunverulegs kostnaðar framleiðslu og áhrif hennar á fólk og lífríki fjarlægari landa ekki síður en nærumhverfis.“ Kynntu þér stefnu Sósíalistaflokksins í umhverfis- og loftslagsmálum (https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/umhverfis-og-loftslagsmal/) og kjóstu flokk sem lítur á rétt fólks nú og í framtíðinni til óspilltrar náttúru og heilsusamlegs umhverfis sem mikilvægt mannréttindamál og mun aldrei láta græðgi fárra, hálfkák og kjarkleysi stjórna afstöðu sinni í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun