Eru uggandi eftir fyrstu smithrinu síðan grunnskólarnir hófust Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. ágúst 2021 16:17 Helgi Grímsson er formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. vísir/helena rakel Smituðum grunnskólabörnum fjölgaði mjög um helgina þegar börn og starfsfólk í um þrjátíu skólum, leikskólum og frístundaheimilum á landinu greindust með veiruna. Nákvæmur fjöldi smitaðra barna og skólastarfsmanna liggur ekki enn fyrir en samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru þau rúmlega 40. Flest tilvik eru eðlilega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa komið upp smit í níu grunnskólum borgarinnar síðan á föstudag og hefur einni leikskóladeild verið lokað. „Þetta er töluverð breyting sem við erum að takast á við núna. Þetta er fyrsta svona stóra smithrinan sem kemur eftir að grunnskólarnir hófust,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Þetta byrjaði síðdegis á föstudeginum og svo voru að detta inn upplýsingar um helgina.“ Skólayfirvöld vinna nú að því að ráða fram úr því hverjir verði að fara í sóttkví samkvæmt nýjum reglum sóttvarnalæknis um sóttkví í skólum. Á táberginu En hafa menn áhyggjur af því að það nýja fyrirkomulag virki ekki nógu vel til að hindra að veiran dreifi sér innan skólanna? „Við vitum ekki enn þá hversu vel sóttvarnaráðstafanir núna hafa haldið en hringirnir eru svoldið til þess að staðfesta það hverjir fari í sóttkví, hverjir fari í smitgát. Þannig að það er ferli sem á eftir að stilla betur af,“ segir Helgi. „Það er mjög eðlilegt þegar smit er svona útbreitt í samfélaginu að smit komi inn í skólana en það sem við erum að reyna að gera í öllum okkar sóttvarnaaðgerðum er að minnka líkurnar á að smit breiðist út innan skólanna. Við getum náttúrulega ekkert komið í veg fyrir að fólk smitist í sínu fjölskyldu og einkalífi.“ Hafiði áhyggjur af því að grípa þurfti aftur til fyrra fyrirkomulags þar sem heilu bekkirnir eru sendir í sóttkví? „Reynslan verður svoldið að leiða það í ljós. Við erum náttúrulega að takast á við delta-afbrigðið sem er meira smitandi og það eru svona vísbendingar um að börn smitist í ríkari mæli af afbrigðinu en af öðrum afbrigðum. Þannig að það er mjög eðlilegt að við séum uggandi og á táberginu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Nákvæmur fjöldi smitaðra barna og skólastarfsmanna liggur ekki enn fyrir en samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru þau rúmlega 40. Flest tilvik eru eðlilega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa komið upp smit í níu grunnskólum borgarinnar síðan á föstudag og hefur einni leikskóladeild verið lokað. „Þetta er töluverð breyting sem við erum að takast á við núna. Þetta er fyrsta svona stóra smithrinan sem kemur eftir að grunnskólarnir hófust,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Þetta byrjaði síðdegis á föstudeginum og svo voru að detta inn upplýsingar um helgina.“ Skólayfirvöld vinna nú að því að ráða fram úr því hverjir verði að fara í sóttkví samkvæmt nýjum reglum sóttvarnalæknis um sóttkví í skólum. Á táberginu En hafa menn áhyggjur af því að það nýja fyrirkomulag virki ekki nógu vel til að hindra að veiran dreifi sér innan skólanna? „Við vitum ekki enn þá hversu vel sóttvarnaráðstafanir núna hafa haldið en hringirnir eru svoldið til þess að staðfesta það hverjir fari í sóttkví, hverjir fari í smitgát. Þannig að það er ferli sem á eftir að stilla betur af,“ segir Helgi. „Það er mjög eðlilegt þegar smit er svona útbreitt í samfélaginu að smit komi inn í skólana en það sem við erum að reyna að gera í öllum okkar sóttvarnaaðgerðum er að minnka líkurnar á að smit breiðist út innan skólanna. Við getum náttúrulega ekkert komið í veg fyrir að fólk smitist í sínu fjölskyldu og einkalífi.“ Hafiði áhyggjur af því að grípa þurfti aftur til fyrra fyrirkomulags þar sem heilu bekkirnir eru sendir í sóttkví? „Reynslan verður svoldið að leiða það í ljós. Við erum náttúrulega að takast á við delta-afbrigðið sem er meira smitandi og það eru svona vísbendingar um að börn smitist í ríkari mæli af afbrigðinu en af öðrum afbrigðum. Þannig að það er mjög eðlilegt að við séum uggandi og á táberginu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira