Slökkviliðsmanni sem sagt var upp fyrir einelti dæmdar bætur Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2021 17:33 Héraðsdómur Austurlands. Vísir/Jóhann Sveitarfélagið Fjarðabyggð var í byrjun júlí dæmt til að greiða fyrrverandi slökkviliðsmanni fjórar og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Manninum var sagt upp eftir ítrekaðar kvartanir samstarfskvenna hans um einelti. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Austurlands fór slökkviliðsmaðurinn fram á tæplega þrettán milljónir króna í skaða- og miskabætur. Annars vegar var um ræða kröfu um skaðabætur að álitum miðað við laun hans á tólf mánaða tímabili og hins vegar miskabætur upp á eina og hálfa milljón króna. Manninum var sagt upp vegna ásakana tveggja samstarfskvenna hans um einelti. Í upphafsorðum uppsagnarbréfs, sem slökkviliðsmanninum var afhent í júlí 2019, segir að ráðgert sé að segja honum upp störfum „vegna háttsemi sem samræmist ekki starfsskyldum.“ Önnur kvennanna sem kvartaði yfir hegðun mannsins gerði sátt við hann árið 2018 en sótti ekki um áframhaldandi starf hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Árið 2018 hóf ung kona störf hjá slökkviliðinu en hún kvartaði undan einelti á vinnustað árið 2019. Boðað var til fundar vegna málsins og lagði konan fram lista með tólf kvörtunartilvikum. Í fundargerð segir að á fundinum hafi komið fram að maðurinn hefði leitt einelti gegn nýliðanum og beitt líkamlegri valdbeitingu, drottnunargirnd með stöðutöku með ógnandi athöfnum í yfirgangi, lítilsvirðingu, hunsun, útkallsfatnaður hafi verið falinn og baktal hafi hafist á fyrstu vakt. Uppsögnin dæmd ólögmæt Héraðsdómur Austurlands dæmdi uppsögnina ólögmæta þar sem hún stangaðist á við óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Þá segir í dóminum að meint einelti hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti og að sönnunarbyrðin hvíli alfarið á Fjarðabyggð. Af þeim sökum voru manninum dæmdar fjórar og hálf milljón króna í skaðabætur. Bæturnar taka mið af því að hann hafði fengið greiðslur frá öðrum vinnuveitanda á því tímabili sem hann vildi bætur fyrir. Honum voru ekki dæmdar miskabætur sem hann hafði farið fram á. Dómurinn taldi uppsögnina ekki hafa falið í sér ólögmæta meingerð og því væri ekki tilefni til að dæma miskabætur. Þá var Fjarðabyggð einnig dæmd til að greiða manninum tæplega tvær milljónir króna í málskostnað. Fjarðabyggð Dómsmál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Slökkvilið Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Austurlands fór slökkviliðsmaðurinn fram á tæplega þrettán milljónir króna í skaða- og miskabætur. Annars vegar var um ræða kröfu um skaðabætur að álitum miðað við laun hans á tólf mánaða tímabili og hins vegar miskabætur upp á eina og hálfa milljón króna. Manninum var sagt upp vegna ásakana tveggja samstarfskvenna hans um einelti. Í upphafsorðum uppsagnarbréfs, sem slökkviliðsmanninum var afhent í júlí 2019, segir að ráðgert sé að segja honum upp störfum „vegna háttsemi sem samræmist ekki starfsskyldum.“ Önnur kvennanna sem kvartaði yfir hegðun mannsins gerði sátt við hann árið 2018 en sótti ekki um áframhaldandi starf hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Árið 2018 hóf ung kona störf hjá slökkviliðinu en hún kvartaði undan einelti á vinnustað árið 2019. Boðað var til fundar vegna málsins og lagði konan fram lista með tólf kvörtunartilvikum. Í fundargerð segir að á fundinum hafi komið fram að maðurinn hefði leitt einelti gegn nýliðanum og beitt líkamlegri valdbeitingu, drottnunargirnd með stöðutöku með ógnandi athöfnum í yfirgangi, lítilsvirðingu, hunsun, útkallsfatnaður hafi verið falinn og baktal hafi hafist á fyrstu vakt. Uppsögnin dæmd ólögmæt Héraðsdómur Austurlands dæmdi uppsögnina ólögmæta þar sem hún stangaðist á við óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Þá segir í dóminum að meint einelti hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti og að sönnunarbyrðin hvíli alfarið á Fjarðabyggð. Af þeim sökum voru manninum dæmdar fjórar og hálf milljón króna í skaðabætur. Bæturnar taka mið af því að hann hafði fengið greiðslur frá öðrum vinnuveitanda á því tímabili sem hann vildi bætur fyrir. Honum voru ekki dæmdar miskabætur sem hann hafði farið fram á. Dómurinn taldi uppsögnina ekki hafa falið í sér ólögmæta meingerð og því væri ekki tilefni til að dæma miskabætur. Þá var Fjarðabyggð einnig dæmd til að greiða manninum tæplega tvær milljónir króna í málskostnað.
Fjarðabyggð Dómsmál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Slökkvilið Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira