Horfa til Englands ef Mbappé fer til Madrídar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 14:31 Richarlison fagnar fyrsta marki Everton á tímabilinu. Chris Brunskill/Getty Images Franska fótboltafélagið París Saint-Germain mun horfa til Liverpool-borgar á Englandi ef franska stórstjarnan Kylian Mbappé fer til Real Madríd á næstu dögum. Það er ekkert leyndarmál að Real Madríd er um þessar mundir að leita allra ráða til þess að festa kaup á franska framherjanum Kylian Mbappé. Leikmaðurinn sjálfur hefur gefið út að hann vilji fara og er talið að Real sé tilbúið að bjóða allt að 200 milljónir evra í leikmanninn þó svo að samningur Mbappé renni út næsta sumar og hann gæti þá komið frítt til Madrídar. Samkvæmt Sky Sports munu forráðamenn Parísarliðsins horfa til Englands, nánar tiltekið Liverpool-borgar, í leit að eftirmanni Mbappé. Sá kemur þó ekki frá rauða hluta borgarinnar heldur þeim bláa. Talið er nær öruggt að Brasilíumaðurinn Richarlison yrði keyptur fari svo að Mbappé hverfi á braut. Hinn 24 ára gamli Richarlison hefur leikið með Everton frá árinu 2018 en ári áður hafði Watford fengið hann til Englands frá Brasilíu. Richarlison hefur spilað alls 121 leik í treyju Everton. Í þeim hefur hann skorað 43 mörk ásamt því að leggja upp 10 til viðbótar. Þá hefur hann spilaði 32 A-landsleiki fyrir Brasilíu og skorað í þeim 10 mörk. Paris Saint-Germain will try to sign #EFC forward Richarlison if they agree a deal to sell Kylian Mbappe to Real Madrid.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 27, 2021 Richarlison yrði fjórði Brassinn í herbúðum Parísarliðsins en fyrir eru þeir Marquinhos, Rafinha að ógleymdum Neymar á mála hjá félaginu. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Það er ekkert leyndarmál að Real Madríd er um þessar mundir að leita allra ráða til þess að festa kaup á franska framherjanum Kylian Mbappé. Leikmaðurinn sjálfur hefur gefið út að hann vilji fara og er talið að Real sé tilbúið að bjóða allt að 200 milljónir evra í leikmanninn þó svo að samningur Mbappé renni út næsta sumar og hann gæti þá komið frítt til Madrídar. Samkvæmt Sky Sports munu forráðamenn Parísarliðsins horfa til Englands, nánar tiltekið Liverpool-borgar, í leit að eftirmanni Mbappé. Sá kemur þó ekki frá rauða hluta borgarinnar heldur þeim bláa. Talið er nær öruggt að Brasilíumaðurinn Richarlison yrði keyptur fari svo að Mbappé hverfi á braut. Hinn 24 ára gamli Richarlison hefur leikið með Everton frá árinu 2018 en ári áður hafði Watford fengið hann til Englands frá Brasilíu. Richarlison hefur spilað alls 121 leik í treyju Everton. Í þeim hefur hann skorað 43 mörk ásamt því að leggja upp 10 til viðbótar. Þá hefur hann spilaði 32 A-landsleiki fyrir Brasilíu og skorað í þeim 10 mörk. Paris Saint-Germain will try to sign #EFC forward Richarlison if they agree a deal to sell Kylian Mbappe to Real Madrid.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 27, 2021 Richarlison yrði fjórði Brassinn í herbúðum Parísarliðsins en fyrir eru þeir Marquinhos, Rafinha að ógleymdum Neymar á mála hjá félaginu.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira