Real tilbúið að bjóða 200 milljónir evra í Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 09:01 Kylian Mbappé gæti verið á förum frá París. Getty/Alexander Hassenstein Það virðist sem Real Madrid sé tilbúið að henda öllu sem það á til þess að fá hinn 22 ára gamla Kylian Mbappé, leikmann París Saint-Germain og franska landsliðsins, í sínar raðir. Samkvæmt heimildum The Athletic er Real að undirbúa nýtt tilboð upp á 200 milljónir evra til að fá leikmann sem fæst frítt eftir aðeins tíu mánuði. Í gær bárust fregnir af því að Real Madríd hefði boðið allt upp að 160 milljónir evra í Mbappé. Hvernig tilboð Real hljómaði var þó ekki vitað en að öllum líkindum var ekki um eingreiðslu að ræða. Venjulega eru fjárhæðir af þessum toga boraðar yfir 2-3 ára tímabil. Heildarupphæðin nam samt sem áður 160 milljónum evra en Parísarliðið sagði takk en nei takk. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, virðist ekki hafa neinn áhuga á að selja Mbappé að svo stöddu. Það er þó vitað að Mbappé hefur alltaf viljað spila fyrir Real Madríd, það hefur verið draumur hans frá því hann var krakki. Þá hefur Real ekki farið leynt með áhuga sinn á leikmanninum. Mögulega telur Al-Khelaifi að Mbappé gæti skipt um skoðun og áhugi hans á Real dvínað eftir að spila með Gianluigi Donnarumma, Sergio Ramos og að sjálfsögðu Lionel Messi í vetur. Það er erfitt að færa rök fyrir því að Real sé á betri stað en PSG í dag og forseti félagsins vonast til að sú staðreynd sannfæri Mbappé - sem kostaði Parísarliðið 180 milljónir evra árið 2017 - um að vera áfram í París. Að því sögðu væri það glapræði að treysta á að Mbappé skipti um skoðun því ef svo er ekki þá getur hann farið frítt til Madrídar eftir rétt rúma tíu mánuði. Sem stendur virðist staða PSG vera sú að félagið ætli sér ekki að selja en á sama tíma er erfitt að segja nei við 200 milljónum evra. Það er hægt að kaupa töluvert af leikmönnum fyrir slíka upphæð, til að mynda Cristiano Ronaldo, Paul Pogba, Eduardo Camavinga eða Erling Braut Håland. Hvernig hefur samt Real Madríd – félag sem er nánast á kúpunni – efni á að borga 200 milljónir evra fyrir leikmann? Florentino Perez, forseti Real, er með Mbappé á heilanum. Hann er viss um að Mbappé verði næsta ofurstjarna í heimi fótboltans og slíkir leikmenn eiga heima í Real Madríd að mati Perez. Kórónufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt starf Madrídarliðsins og er mögulega ástæða þess að Zinedine Zidane ákvað að kalla þetta gott og hætta sem þjálfari liðsins. Tekjutap félagsins hefur verið gríðarlegt og þá bætir ekki úr skák að rúmar 600 milljónir evra voru settar í endurbætur á Santiago Bernabeu, heimavelli liðsins. Real hefur samt sem áður lagt allt í sölurnar til að finna fjármagn svo hægt sé að fá Mbappé til liðsins. Inside Mbappe - Real Madrid PSG braced for second bid closer to 200m but Nasser Al-Khelaifi does not want to sell this summer (can he resist?!) Implications for Pogba/Ronaldo/Camavinga Madrid want to land blow on PSG after Super League humiliationhttps://t.co/t5IgbtxZKa— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 25, 2021 Launakostnað hefur verið skorinn niður og hlustað á tilboð í alla þá sem hafa tvo fætur og geta sparkað í bolta. Það ku vera ástæðan fyrir því að Perez sagði Carlo Ancelotti, nýráðnum þjálfara liðsins, að hann yrði að sætta sig við Nacho og Eder Militao í miðverði þar sem það yrði ekki endursamið við Sergio Ramos og Raphaël Varane væri á förum. Ramos er í dag liðsfélagi Mbappé í París á meðan Varane var seldur til Manchester United á 40 milljónir evra. Martin Ødegaard var svo seldur til Arsenal þar sem enginn vildi kaupa Gareth Bale, Isco, Eden Hazard eða Luka Jovic. Félagið sparaði þó töluvert af pening með því að lána bæði Bale og Jovic á síðustu leiktíð. Þá voru Achraf Hakimi og Sergio Reguilon seldir á síðustu leiktíð og James Rodriguez fór frítt til Everton. Real hafði einnig náð samkomulagi við hollenska miðjumanninn Donny van de Beek en ákvað á endanum að fjárfesta ekki í honum og nýta peninginn frekar í Mbappé. Það er deginum ljósara að Real Madríd vill Mbappé og félagið fær oftast nær það sem það vill. Cristiano Ronaldo, Luka Modrić, Gareth Bale, Thibaut Courtois og Eden Hazard eru ágætis dæmi. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Samkvæmt heimildum The Athletic er Real að undirbúa nýtt tilboð upp á 200 milljónir evra til að fá leikmann sem fæst frítt eftir aðeins tíu mánuði. Í gær bárust fregnir af því að Real Madríd hefði boðið allt upp að 160 milljónir evra í Mbappé. Hvernig tilboð Real hljómaði var þó ekki vitað en að öllum líkindum var ekki um eingreiðslu að ræða. Venjulega eru fjárhæðir af þessum toga boraðar yfir 2-3 ára tímabil. Heildarupphæðin nam samt sem áður 160 milljónum evra en Parísarliðið sagði takk en nei takk. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, virðist ekki hafa neinn áhuga á að selja Mbappé að svo stöddu. Það er þó vitað að Mbappé hefur alltaf viljað spila fyrir Real Madríd, það hefur verið draumur hans frá því hann var krakki. Þá hefur Real ekki farið leynt með áhuga sinn á leikmanninum. Mögulega telur Al-Khelaifi að Mbappé gæti skipt um skoðun og áhugi hans á Real dvínað eftir að spila með Gianluigi Donnarumma, Sergio Ramos og að sjálfsögðu Lionel Messi í vetur. Það er erfitt að færa rök fyrir því að Real sé á betri stað en PSG í dag og forseti félagsins vonast til að sú staðreynd sannfæri Mbappé - sem kostaði Parísarliðið 180 milljónir evra árið 2017 - um að vera áfram í París. Að því sögðu væri það glapræði að treysta á að Mbappé skipti um skoðun því ef svo er ekki þá getur hann farið frítt til Madrídar eftir rétt rúma tíu mánuði. Sem stendur virðist staða PSG vera sú að félagið ætli sér ekki að selja en á sama tíma er erfitt að segja nei við 200 milljónum evra. Það er hægt að kaupa töluvert af leikmönnum fyrir slíka upphæð, til að mynda Cristiano Ronaldo, Paul Pogba, Eduardo Camavinga eða Erling Braut Håland. Hvernig hefur samt Real Madríd – félag sem er nánast á kúpunni – efni á að borga 200 milljónir evra fyrir leikmann? Florentino Perez, forseti Real, er með Mbappé á heilanum. Hann er viss um að Mbappé verði næsta ofurstjarna í heimi fótboltans og slíkir leikmenn eiga heima í Real Madríd að mati Perez. Kórónufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt starf Madrídarliðsins og er mögulega ástæða þess að Zinedine Zidane ákvað að kalla þetta gott og hætta sem þjálfari liðsins. Tekjutap félagsins hefur verið gríðarlegt og þá bætir ekki úr skák að rúmar 600 milljónir evra voru settar í endurbætur á Santiago Bernabeu, heimavelli liðsins. Real hefur samt sem áður lagt allt í sölurnar til að finna fjármagn svo hægt sé að fá Mbappé til liðsins. Inside Mbappe - Real Madrid PSG braced for second bid closer to 200m but Nasser Al-Khelaifi does not want to sell this summer (can he resist?!) Implications for Pogba/Ronaldo/Camavinga Madrid want to land blow on PSG after Super League humiliationhttps://t.co/t5IgbtxZKa— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 25, 2021 Launakostnað hefur verið skorinn niður og hlustað á tilboð í alla þá sem hafa tvo fætur og geta sparkað í bolta. Það ku vera ástæðan fyrir því að Perez sagði Carlo Ancelotti, nýráðnum þjálfara liðsins, að hann yrði að sætta sig við Nacho og Eder Militao í miðverði þar sem það yrði ekki endursamið við Sergio Ramos og Raphaël Varane væri á förum. Ramos er í dag liðsfélagi Mbappé í París á meðan Varane var seldur til Manchester United á 40 milljónir evra. Martin Ødegaard var svo seldur til Arsenal þar sem enginn vildi kaupa Gareth Bale, Isco, Eden Hazard eða Luka Jovic. Félagið sparaði þó töluvert af pening með því að lána bæði Bale og Jovic á síðustu leiktíð. Þá voru Achraf Hakimi og Sergio Reguilon seldir á síðustu leiktíð og James Rodriguez fór frítt til Everton. Real hafði einnig náð samkomulagi við hollenska miðjumanninn Donny van de Beek en ákvað á endanum að fjárfesta ekki í honum og nýta peninginn frekar í Mbappé. Það er deginum ljósara að Real Madríd vill Mbappé og félagið fær oftast nær það sem það vill. Cristiano Ronaldo, Luka Modrić, Gareth Bale, Thibaut Courtois og Eden Hazard eru ágætis dæmi.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira