Már hrökk upp af værum svefni: „Nei, ekki í dag. Ekki í dag!“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2021 11:03 Már Gunnarsson er ánægður með að hafa fengið þjálfarann sinn til Tókýó. Skjáskot/Instagram/@margunnarsson Sundkappinn Már Gunnarsson hefur staðið í ströngu í undirbúningi fyrir keppni á Ólympíumóti fatlaðra en hugðist nýta langþráð tækifæri til að sofa út í morgun. Honum varð hins vegar ekki að ósk sinni. Setningarathöfn leikanna er í Tókýó á morgun og fyrsti keppnisdagur Más er á föstudaginn þegar hann stingur sér til 50 metra skriðsunds. Már heldur áfram að senda frá sér skemmtileg innslög frá Tókýó á samfélagsmiðlum og greindi frá því að í morgun, þegar hann hugðist loksins sofa út eftir að hafa þurft að vakna snemma síðustu morgna til að æfa, hefði hann vaknað upp með andfælum eldsnemma. Ástæðan? Jú, Már var tekinn í lyfjapróf. Klippa: Már Gunnars vakinn snemma í Tókýó „Þar sem ég lá í rúmi mínu, djúpt í værum svefni, hrökk ég skyndilega upp þegar barið var harkalega á dyrnar að íbúðinni minni. Ég heyri rödd segja: „Hello, this is doping testing. Mister Már Gunnarsson.“ Mér leið eins og veröldin hefði hrunið. Ég hugsaði „Nei, ekki í dag. Ekki í dag!“ Á leikunum eru keppendur nefnilega teknir í lyfjapróf á keppnisdegi en einnig á degi utan keppni sem valinn er af handahófi, án þess að keppendur séu varaðir við. Eftir þessa óvenjulegu byrjun á deginum fékk Már hins vegar betri fréttir. Hann sagði frá því að allir keppendur á Ólympíumóti fatlaðra fengju gefins Samsung síma og heyrnatól, og að þjálfari sinn Steindór Gunnarsson væri mættur til japönsku höfuðborgarinnar. Sund Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Thelma Björg og Patrekur Andrés fánaberar Íslands Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson verða fánaberar Íslands á setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í Tókýó. 21. ágúst 2021 18:01 Már Gunnars skoraði á Patrek í pílukastkeppni blindra Ólympíufarinn Már Gunnarsson heldur áfram að skemmta sér og öðrum með stórskemmtilegum innslögum sínum frá æfingabúðum íslenska hópsins sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra. 20. ágúst 2021 09:30 Már Gunnars í stofufangelsi í Japan Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera. 19. ágúst 2021 10:00 Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Setningarathöfn leikanna er í Tókýó á morgun og fyrsti keppnisdagur Más er á föstudaginn þegar hann stingur sér til 50 metra skriðsunds. Már heldur áfram að senda frá sér skemmtileg innslög frá Tókýó á samfélagsmiðlum og greindi frá því að í morgun, þegar hann hugðist loksins sofa út eftir að hafa þurft að vakna snemma síðustu morgna til að æfa, hefði hann vaknað upp með andfælum eldsnemma. Ástæðan? Jú, Már var tekinn í lyfjapróf. Klippa: Már Gunnars vakinn snemma í Tókýó „Þar sem ég lá í rúmi mínu, djúpt í værum svefni, hrökk ég skyndilega upp þegar barið var harkalega á dyrnar að íbúðinni minni. Ég heyri rödd segja: „Hello, this is doping testing. Mister Már Gunnarsson.“ Mér leið eins og veröldin hefði hrunið. Ég hugsaði „Nei, ekki í dag. Ekki í dag!“ Á leikunum eru keppendur nefnilega teknir í lyfjapróf á keppnisdegi en einnig á degi utan keppni sem valinn er af handahófi, án þess að keppendur séu varaðir við. Eftir þessa óvenjulegu byrjun á deginum fékk Már hins vegar betri fréttir. Hann sagði frá því að allir keppendur á Ólympíumóti fatlaðra fengju gefins Samsung síma og heyrnatól, og að þjálfari sinn Steindór Gunnarsson væri mættur til japönsku höfuðborgarinnar.
Sund Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Thelma Björg og Patrekur Andrés fánaberar Íslands Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson verða fánaberar Íslands á setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í Tókýó. 21. ágúst 2021 18:01 Már Gunnars skoraði á Patrek í pílukastkeppni blindra Ólympíufarinn Már Gunnarsson heldur áfram að skemmta sér og öðrum með stórskemmtilegum innslögum sínum frá æfingabúðum íslenska hópsins sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra. 20. ágúst 2021 09:30 Már Gunnars í stofufangelsi í Japan Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera. 19. ágúst 2021 10:00 Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Thelma Björg og Patrekur Andrés fánaberar Íslands Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson verða fánaberar Íslands á setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í Tókýó. 21. ágúst 2021 18:01
Már Gunnars skoraði á Patrek í pílukastkeppni blindra Ólympíufarinn Már Gunnarsson heldur áfram að skemmta sér og öðrum með stórskemmtilegum innslögum sínum frá æfingabúðum íslenska hópsins sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra. 20. ágúst 2021 09:30
Már Gunnars í stofufangelsi í Japan Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera. 19. ágúst 2021 10:00
Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31