Már hrökk upp af værum svefni: „Nei, ekki í dag. Ekki í dag!“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2021 11:03 Már Gunnarsson er ánægður með að hafa fengið þjálfarann sinn til Tókýó. Skjáskot/Instagram/@margunnarsson Sundkappinn Már Gunnarsson hefur staðið í ströngu í undirbúningi fyrir keppni á Ólympíumóti fatlaðra en hugðist nýta langþráð tækifæri til að sofa út í morgun. Honum varð hins vegar ekki að ósk sinni. Setningarathöfn leikanna er í Tókýó á morgun og fyrsti keppnisdagur Más er á föstudaginn þegar hann stingur sér til 50 metra skriðsunds. Már heldur áfram að senda frá sér skemmtileg innslög frá Tókýó á samfélagsmiðlum og greindi frá því að í morgun, þegar hann hugðist loksins sofa út eftir að hafa þurft að vakna snemma síðustu morgna til að æfa, hefði hann vaknað upp með andfælum eldsnemma. Ástæðan? Jú, Már var tekinn í lyfjapróf. Klippa: Már Gunnars vakinn snemma í Tókýó „Þar sem ég lá í rúmi mínu, djúpt í værum svefni, hrökk ég skyndilega upp þegar barið var harkalega á dyrnar að íbúðinni minni. Ég heyri rödd segja: „Hello, this is doping testing. Mister Már Gunnarsson.“ Mér leið eins og veröldin hefði hrunið. Ég hugsaði „Nei, ekki í dag. Ekki í dag!“ Á leikunum eru keppendur nefnilega teknir í lyfjapróf á keppnisdegi en einnig á degi utan keppni sem valinn er af handahófi, án þess að keppendur séu varaðir við. Eftir þessa óvenjulegu byrjun á deginum fékk Már hins vegar betri fréttir. Hann sagði frá því að allir keppendur á Ólympíumóti fatlaðra fengju gefins Samsung síma og heyrnatól, og að þjálfari sinn Steindór Gunnarsson væri mættur til japönsku höfuðborgarinnar. Sund Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Thelma Björg og Patrekur Andrés fánaberar Íslands Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson verða fánaberar Íslands á setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í Tókýó. 21. ágúst 2021 18:01 Már Gunnars skoraði á Patrek í pílukastkeppni blindra Ólympíufarinn Már Gunnarsson heldur áfram að skemmta sér og öðrum með stórskemmtilegum innslögum sínum frá æfingabúðum íslenska hópsins sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra. 20. ágúst 2021 09:30 Már Gunnars í stofufangelsi í Japan Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera. 19. ágúst 2021 10:00 Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjá meira
Setningarathöfn leikanna er í Tókýó á morgun og fyrsti keppnisdagur Más er á föstudaginn þegar hann stingur sér til 50 metra skriðsunds. Már heldur áfram að senda frá sér skemmtileg innslög frá Tókýó á samfélagsmiðlum og greindi frá því að í morgun, þegar hann hugðist loksins sofa út eftir að hafa þurft að vakna snemma síðustu morgna til að æfa, hefði hann vaknað upp með andfælum eldsnemma. Ástæðan? Jú, Már var tekinn í lyfjapróf. Klippa: Már Gunnars vakinn snemma í Tókýó „Þar sem ég lá í rúmi mínu, djúpt í værum svefni, hrökk ég skyndilega upp þegar barið var harkalega á dyrnar að íbúðinni minni. Ég heyri rödd segja: „Hello, this is doping testing. Mister Már Gunnarsson.“ Mér leið eins og veröldin hefði hrunið. Ég hugsaði „Nei, ekki í dag. Ekki í dag!“ Á leikunum eru keppendur nefnilega teknir í lyfjapróf á keppnisdegi en einnig á degi utan keppni sem valinn er af handahófi, án þess að keppendur séu varaðir við. Eftir þessa óvenjulegu byrjun á deginum fékk Már hins vegar betri fréttir. Hann sagði frá því að allir keppendur á Ólympíumóti fatlaðra fengju gefins Samsung síma og heyrnatól, og að þjálfari sinn Steindór Gunnarsson væri mættur til japönsku höfuðborgarinnar.
Sund Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Thelma Björg og Patrekur Andrés fánaberar Íslands Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson verða fánaberar Íslands á setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í Tókýó. 21. ágúst 2021 18:01 Már Gunnars skoraði á Patrek í pílukastkeppni blindra Ólympíufarinn Már Gunnarsson heldur áfram að skemmta sér og öðrum með stórskemmtilegum innslögum sínum frá æfingabúðum íslenska hópsins sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra. 20. ágúst 2021 09:30 Már Gunnars í stofufangelsi í Japan Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera. 19. ágúst 2021 10:00 Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjá meira
Thelma Björg og Patrekur Andrés fánaberar Íslands Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson verða fánaberar Íslands á setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í Tókýó. 21. ágúst 2021 18:01
Már Gunnars skoraði á Patrek í pílukastkeppni blindra Ólympíufarinn Már Gunnarsson heldur áfram að skemmta sér og öðrum með stórskemmtilegum innslögum sínum frá æfingabúðum íslenska hópsins sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra. 20. ágúst 2021 09:30
Már Gunnars í stofufangelsi í Japan Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera. 19. ágúst 2021 10:00
Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31