Spá því að stýrivextir tvöfaldist fyrir árslok 2022 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2021 10:33 Hagfræðingar Íslandsbanka spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku. Þeir telja þó líklegt að hækkunarferli stýrivaxta sé að hefjast. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans haldist óbreyttir eftir næstu vaxtaákvörðun bankans í næstu viku. Því er þó spáð að stýrivextirnir verði komnir í 2,0 prósent fyrir árslok 2022. Stýrivextir eru nú 1,0 prósent eftir að þeir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í maí. Seðlankinn birtir ákvörðun sína um hvort stýrivextir hækki, lækki eða haldist óbreyttir næstkomandi miðvikudag. Hagfræðingar Íslandsbanka telja að vaxandi óvissa um efnahagshorfur til skemmri tíma vegna delta-afbrigðis Covid-19 vegi og þeirrar bylgju sem því hefur fylgt vegi líklega þyngra en versnandi skammtíma verðbólguhorfur í mati peningastefnunefndar bankans. Í greiningu Íslandsbanka kemur einnig fram að þó að hækkun stýrivaxta sé ólíkleg í næstu viku sé líklegt að Seðlabankinn muni stíga eitt 0,25 prósentustiga hækkunarskref fyrir áramót. Verði faraldurinn þrálátur muni það seinka stýrivaxtahækkunum Þetta sé að því gefnu að úr óvissu dragi með haustinu og að delta-afbrigðið reynist ekki verulegur dragbítur á bata ferðaþjónustunnar og hagkerfisins. „Hvort það verður í október eða nóvember ræðst væntanlega af því hversu hratt skyggnið batnar um nærhorfur í efnahagslífinu. Nóvemberhækkun er þó líklega nærtækari kostur því þá reiðir bankinn aftur fram þjóðhags- og verðbólguspá auk þess sem skýrari mynd verður þá vonandi komin á framgang faraldursins, “segir í greiningunni. Þá reiknar Íslandsbanki einnig með að vextir Seðlabankans hækki um 0,25 prósentur í hverjum ársfjórðungi næstu tvö ár, þannig að fyrir árslok næsta árs verði stýrivextir 2,0 prósent. Þetta sé þó háð nokkurri óvissu og komi verulegt bakslag í efnahagsbata vegna þrálátari kórónuveirufaraldurs muni það seinka þessu ferli. Ítarlega greiningu Íslandsbanka má lesa hér. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04 „Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. 2. júlí 2021 11:08 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Stýrivextir eru nú 1,0 prósent eftir að þeir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í maí. Seðlankinn birtir ákvörðun sína um hvort stýrivextir hækki, lækki eða haldist óbreyttir næstkomandi miðvikudag. Hagfræðingar Íslandsbanka telja að vaxandi óvissa um efnahagshorfur til skemmri tíma vegna delta-afbrigðis Covid-19 vegi og þeirrar bylgju sem því hefur fylgt vegi líklega þyngra en versnandi skammtíma verðbólguhorfur í mati peningastefnunefndar bankans. Í greiningu Íslandsbanka kemur einnig fram að þó að hækkun stýrivaxta sé ólíkleg í næstu viku sé líklegt að Seðlabankinn muni stíga eitt 0,25 prósentustiga hækkunarskref fyrir áramót. Verði faraldurinn þrálátur muni það seinka stýrivaxtahækkunum Þetta sé að því gefnu að úr óvissu dragi með haustinu og að delta-afbrigðið reynist ekki verulegur dragbítur á bata ferðaþjónustunnar og hagkerfisins. „Hvort það verður í október eða nóvember ræðst væntanlega af því hversu hratt skyggnið batnar um nærhorfur í efnahagslífinu. Nóvemberhækkun er þó líklega nærtækari kostur því þá reiðir bankinn aftur fram þjóðhags- og verðbólguspá auk þess sem skýrari mynd verður þá vonandi komin á framgang faraldursins, “segir í greiningunni. Þá reiknar Íslandsbanki einnig með að vextir Seðlabankans hækki um 0,25 prósentur í hverjum ársfjórðungi næstu tvö ár, þannig að fyrir árslok næsta árs verði stýrivextir 2,0 prósent. Þetta sé þó háð nokkurri óvissu og komi verulegt bakslag í efnahagsbata vegna þrálátari kórónuveirufaraldurs muni það seinka þessu ferli. Ítarlega greiningu Íslandsbanka má lesa hér.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04 „Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. 2. júlí 2021 11:08 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30
Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04
„Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. 2. júlí 2021 11:08