Spá því að stýrivextir tvöfaldist fyrir árslok 2022 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2021 10:33 Hagfræðingar Íslandsbanka spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku. Þeir telja þó líklegt að hækkunarferli stýrivaxta sé að hefjast. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans haldist óbreyttir eftir næstu vaxtaákvörðun bankans í næstu viku. Því er þó spáð að stýrivextirnir verði komnir í 2,0 prósent fyrir árslok 2022. Stýrivextir eru nú 1,0 prósent eftir að þeir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í maí. Seðlankinn birtir ákvörðun sína um hvort stýrivextir hækki, lækki eða haldist óbreyttir næstkomandi miðvikudag. Hagfræðingar Íslandsbanka telja að vaxandi óvissa um efnahagshorfur til skemmri tíma vegna delta-afbrigðis Covid-19 vegi og þeirrar bylgju sem því hefur fylgt vegi líklega þyngra en versnandi skammtíma verðbólguhorfur í mati peningastefnunefndar bankans. Í greiningu Íslandsbanka kemur einnig fram að þó að hækkun stýrivaxta sé ólíkleg í næstu viku sé líklegt að Seðlabankinn muni stíga eitt 0,25 prósentustiga hækkunarskref fyrir áramót. Verði faraldurinn þrálátur muni það seinka stýrivaxtahækkunum Þetta sé að því gefnu að úr óvissu dragi með haustinu og að delta-afbrigðið reynist ekki verulegur dragbítur á bata ferðaþjónustunnar og hagkerfisins. „Hvort það verður í október eða nóvember ræðst væntanlega af því hversu hratt skyggnið batnar um nærhorfur í efnahagslífinu. Nóvemberhækkun er þó líklega nærtækari kostur því þá reiðir bankinn aftur fram þjóðhags- og verðbólguspá auk þess sem skýrari mynd verður þá vonandi komin á framgang faraldursins, “segir í greiningunni. Þá reiknar Íslandsbanki einnig með að vextir Seðlabankans hækki um 0,25 prósentur í hverjum ársfjórðungi næstu tvö ár, þannig að fyrir árslok næsta árs verði stýrivextir 2,0 prósent. Þetta sé þó háð nokkurri óvissu og komi verulegt bakslag í efnahagsbata vegna þrálátari kórónuveirufaraldurs muni það seinka þessu ferli. Ítarlega greiningu Íslandsbanka má lesa hér. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04 „Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. 2. júlí 2021 11:08 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Stýrivextir eru nú 1,0 prósent eftir að þeir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í maí. Seðlankinn birtir ákvörðun sína um hvort stýrivextir hækki, lækki eða haldist óbreyttir næstkomandi miðvikudag. Hagfræðingar Íslandsbanka telja að vaxandi óvissa um efnahagshorfur til skemmri tíma vegna delta-afbrigðis Covid-19 vegi og þeirrar bylgju sem því hefur fylgt vegi líklega þyngra en versnandi skammtíma verðbólguhorfur í mati peningastefnunefndar bankans. Í greiningu Íslandsbanka kemur einnig fram að þó að hækkun stýrivaxta sé ólíkleg í næstu viku sé líklegt að Seðlabankinn muni stíga eitt 0,25 prósentustiga hækkunarskref fyrir áramót. Verði faraldurinn þrálátur muni það seinka stýrivaxtahækkunum Þetta sé að því gefnu að úr óvissu dragi með haustinu og að delta-afbrigðið reynist ekki verulegur dragbítur á bata ferðaþjónustunnar og hagkerfisins. „Hvort það verður í október eða nóvember ræðst væntanlega af því hversu hratt skyggnið batnar um nærhorfur í efnahagslífinu. Nóvemberhækkun er þó líklega nærtækari kostur því þá reiðir bankinn aftur fram þjóðhags- og verðbólguspá auk þess sem skýrari mynd verður þá vonandi komin á framgang faraldursins, “segir í greiningunni. Þá reiknar Íslandsbanki einnig með að vextir Seðlabankans hækki um 0,25 prósentur í hverjum ársfjórðungi næstu tvö ár, þannig að fyrir árslok næsta árs verði stýrivextir 2,0 prósent. Þetta sé þó háð nokkurri óvissu og komi verulegt bakslag í efnahagsbata vegna þrálátari kórónuveirufaraldurs muni það seinka þessu ferli. Ítarlega greiningu Íslandsbanka má lesa hér.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04 „Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. 2. júlí 2021 11:08 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30
Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04
„Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. 2. júlí 2021 11:08