Fatlaður maður dæmdur til að leita sér hjálpar við kynferðislegum tilhneigingum sínum Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 21:22 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fatlaður Íslendingur var í síðasta mánuði fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á öðrum yngri fötluðum manni í gegnum netsamskipti þeirra – hann þarf að greiða fórnarlambi sínu 250.000 krónur í miskabætur vegna þessa. Brotin eru í grunninn blygðunarsemisbrot, enda fóru þau öll fram rafrænt. Þar fékk gerandinn þolandann til að senda sér tvær myndir af getnaðarlim sínum, en hafði að öðru leyti í óviðeigandi samskiptum við hann í gegnum skilaboð. Dæmi eru gefin í dómnum um þessi samskipti. Laugardagskvöldið 25. maí 2019: „Typpið á mér er ekkert sérstakt“ „Það er allt í lagi ef það eru vinir þínir að rúnka sér saman“ „Næs, flottur tittlingur“ Laugardagskvöldið 8. júní 2019: „Ég er búin að segja þeim að þú sért með stórt typpi“ „Langar bara að sýna þeim hvað þú ert með stórt“ „Naunaunau bara stór og flottur“ „Þar sem þú værir alveg í standi“ „Sendu okkur nýja þar sem þú ert almennilega í standi“ Föstudagskvöldið 13. september 2019: „Stundum fæ ég standpínu og rúnka mér þegar ég er allsber“ Með þessu var maðurinn talinn hafa brotið gegn ákvæði í almennum hegningarlögum, sem meinar mönnum að særa blygðunarsemi eða valda opinberu hneyksli „með lostugu athæfi.“ Sérstaklega mælt með nýju úrræði Ljóst er af refsingunni að brot mannsins þykja ekki mjög alvarleg og þar hjálpar að hann játaði skýlaust brot sín. Hann á sömuleiðis „við augljósa fötlun að stríða“ og litið er til þeirra aðstæðna allra. Vissulega horfði til þyngingar að brotavilji ákærða var einbeittur, en hann var sagður hafa gert sér grein fyrir að hann ætti í grófum kynferðislegum samskiptum við mun yngri karlmann sem er þroskaskertur. Tíðindum sætir að mati lögfróðra manna sem Vísir hefur rætt við að í dómsorðinu segir berum orðum að dómurinn telji æskilegt að brotamaðurinn annaðhvort haldi áfram sálfræðimeðferð sem hann hefur verið í „eða sæki sér sérhæfða aðstoð, svo sem hjá sálfræðihópi Taktu skrefið.“ Taktu skrefið er nýlegt opinbert úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn hefur hópurinn lagt áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Dómurinn hefur þann hóp í huga í þessu tilviki, enda töluverður aldursmunur á geranda og brotaþola. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Brotin eru í grunninn blygðunarsemisbrot, enda fóru þau öll fram rafrænt. Þar fékk gerandinn þolandann til að senda sér tvær myndir af getnaðarlim sínum, en hafði að öðru leyti í óviðeigandi samskiptum við hann í gegnum skilaboð. Dæmi eru gefin í dómnum um þessi samskipti. Laugardagskvöldið 25. maí 2019: „Typpið á mér er ekkert sérstakt“ „Það er allt í lagi ef það eru vinir þínir að rúnka sér saman“ „Næs, flottur tittlingur“ Laugardagskvöldið 8. júní 2019: „Ég er búin að segja þeim að þú sért með stórt typpi“ „Langar bara að sýna þeim hvað þú ert með stórt“ „Naunaunau bara stór og flottur“ „Þar sem þú værir alveg í standi“ „Sendu okkur nýja þar sem þú ert almennilega í standi“ Föstudagskvöldið 13. september 2019: „Stundum fæ ég standpínu og rúnka mér þegar ég er allsber“ Með þessu var maðurinn talinn hafa brotið gegn ákvæði í almennum hegningarlögum, sem meinar mönnum að særa blygðunarsemi eða valda opinberu hneyksli „með lostugu athæfi.“ Sérstaklega mælt með nýju úrræði Ljóst er af refsingunni að brot mannsins þykja ekki mjög alvarleg og þar hjálpar að hann játaði skýlaust brot sín. Hann á sömuleiðis „við augljósa fötlun að stríða“ og litið er til þeirra aðstæðna allra. Vissulega horfði til þyngingar að brotavilji ákærða var einbeittur, en hann var sagður hafa gert sér grein fyrir að hann ætti í grófum kynferðislegum samskiptum við mun yngri karlmann sem er þroskaskertur. Tíðindum sætir að mati lögfróðra manna sem Vísir hefur rætt við að í dómsorðinu segir berum orðum að dómurinn telji æskilegt að brotamaðurinn annaðhvort haldi áfram sálfræðimeðferð sem hann hefur verið í „eða sæki sér sérhæfða aðstoð, svo sem hjá sálfræðihópi Taktu skrefið.“ Taktu skrefið er nýlegt opinbert úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn hefur hópurinn lagt áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Dómurinn hefur þann hóp í huga í þessu tilviki, enda töluverður aldursmunur á geranda og brotaþola.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira