Síbrotamaður dæmdur í þriggja ára fangelsi Árni Sæberg skrifar 19. ágúst 2021 11:18 Tómas Helgi var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm Tómas Helgi Jónsson var á þriðjudag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda fyrir umferðar- og fíkniefna- og vopnalagabrot auk eldri brota. Tómas Helgi á að baki áralangan brotaferil. Tómas Helgi var dæmdur til fangelsirefsingar í Héraðsdómi Norðurlands eystra en hann var ákærður fyrir umferðarlaga-, ávana-og fíkniefnalaga-og vopnalagabrot, með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 10. október 2020, ekið bifreið sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna og lyfja. Í blóði Tómasar Helga mældust kannabisefni, amfetamín og klónazepam, sem er róandi lyf. Þá fundust í fórum hans kannabisefni, amfetamín, flogaveikilyfið Gabapentin Ratiopharm og raflostbyssa. Athygli vekur að í ákæru á hendur Tómasi Helga er minnst á Gabapentin Ratiopharm, en lyfið er hvergi að finna á lista yfir efni sem eru bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Í seinni hluta ákæru er Tómas Helgi ákærður fyrir að hafa að kvöldi föstudagsins 16. október verið með í vörslum sínum 0,91 gramm af maríhúana, þegar lögregla hafði afskipti af honum í íbúð á Akureyri. Tómas Helgi játaði sök í öllum ákæruliðum. Refsing var ákveðin í einu lagi með fimm eldri dómum Líkt og áður segir er brotaferill Tómasar Helga töluverður en hann nær allt til ársins 1994. Með ofangreindum brotum sínum rauf hann skilyrði reynslulausnar sem honum var veitt í apríl 2020. Reynslulausnin var til tveggja ára á 901 dags eftirstöðvum refsingar. Tómas Helgi hefur margoft verið dæmdur fyrir samskonar brot og eru í ákæru á hendur honum. Það er að segja umferðar- og fíkniefnalagabrot. Þyngstan dóm hlaut hann þó árið 2016 þegar hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni, tilraun til fjárkúgunar, þjófnað og stórfelld eignarspjöll og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsis. Dóminn hlaut Tómas Helgi fyrir hlut sinn í Molotov-málinu svokallaða en hann veittist að sýslumannsfulltrúa á Akureyri með átaksskafti og kveikti í bíl hans með bensínsprengju eða svokölluðum molotov-kokteil. Svipting ökuréttinda síáréttuð Sem áður segir var Tómas Helgi dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Athygli vekur að Tómas var sviptur ökuréttindum ævilangt í febrúar árið 2016 og er sviptingin áréttuð í fimmta skipti með nýgengnum dómi. Tómas var einnið dæmdur til að þola upptöku nokkurs magns vímuefna og raflostbyssu auk þess að greiða allan sakarkostnað sem nam 312 þúsund krónum. Akureyri Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Tómas Helgi var dæmdur til fangelsirefsingar í Héraðsdómi Norðurlands eystra en hann var ákærður fyrir umferðarlaga-, ávana-og fíkniefnalaga-og vopnalagabrot, með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 10. október 2020, ekið bifreið sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna og lyfja. Í blóði Tómasar Helga mældust kannabisefni, amfetamín og klónazepam, sem er róandi lyf. Þá fundust í fórum hans kannabisefni, amfetamín, flogaveikilyfið Gabapentin Ratiopharm og raflostbyssa. Athygli vekur að í ákæru á hendur Tómasi Helga er minnst á Gabapentin Ratiopharm, en lyfið er hvergi að finna á lista yfir efni sem eru bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Í seinni hluta ákæru er Tómas Helgi ákærður fyrir að hafa að kvöldi föstudagsins 16. október verið með í vörslum sínum 0,91 gramm af maríhúana, þegar lögregla hafði afskipti af honum í íbúð á Akureyri. Tómas Helgi játaði sök í öllum ákæruliðum. Refsing var ákveðin í einu lagi með fimm eldri dómum Líkt og áður segir er brotaferill Tómasar Helga töluverður en hann nær allt til ársins 1994. Með ofangreindum brotum sínum rauf hann skilyrði reynslulausnar sem honum var veitt í apríl 2020. Reynslulausnin var til tveggja ára á 901 dags eftirstöðvum refsingar. Tómas Helgi hefur margoft verið dæmdur fyrir samskonar brot og eru í ákæru á hendur honum. Það er að segja umferðar- og fíkniefnalagabrot. Þyngstan dóm hlaut hann þó árið 2016 þegar hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni, tilraun til fjárkúgunar, þjófnað og stórfelld eignarspjöll og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsis. Dóminn hlaut Tómas Helgi fyrir hlut sinn í Molotov-málinu svokallaða en hann veittist að sýslumannsfulltrúa á Akureyri með átaksskafti og kveikti í bíl hans með bensínsprengju eða svokölluðum molotov-kokteil. Svipting ökuréttinda síáréttuð Sem áður segir var Tómas Helgi dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Athygli vekur að Tómas var sviptur ökuréttindum ævilangt í febrúar árið 2016 og er sviptingin áréttuð í fimmta skipti með nýgengnum dómi. Tómas var einnið dæmdur til að þola upptöku nokkurs magns vímuefna og raflostbyssu auk þess að greiða allan sakarkostnað sem nam 312 þúsund krónum.
Akureyri Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira