Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 08:01 Svipurinn á Anníe Mist eftir að hún hafði klárað lyftuna var einstakur og sagði svo margt um það sem hún hafði sigrast á. Skjámynd/IG/crossfitgames Endurkoman hjá Anníe Mist Þórisdóttir í hóp hraustustu CrossFit kvenna heims hefur vakið athygli í erlendum fjölmiðlum og þar á meðal hjá Today Show á NBC sjónvarpsstöðinni. Heimasíða Today Show fjallaði um bronsið hjá Anníe Mist sem fór um hálsinn á henni áður en dóttir hennar, Freyja Mist, hélt upp á eins árs afmælið sitt. View this post on Instagram A post shared by TODAY (@todayshow) Fyrirsögnin á greininni er tengd því þegar Anníe lyfti 200 pundum í snörun á heimsleikunum í tólftu grein leikanna sem eru 90,7 kíló. Anníe Mist var mjög hissa á því að lyfta þessari þyngd og það náðist skemmtilega á mynd. Fyrirsögnin er: Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt. Það má sjá Instagram færslu Today þáttarins hér fyrir neðan. Undirfyrirsögnin er líka dramatísk: „Eftir að Anníe Þórisdóttir eignaðist dóttur sína árið 2020 þá vissi hún ekki hvort hún gæti keppt aftur í CrossFit“ en þar er vísað í það að læknir talaði um það við Anníe að það gæti vel orðið raunin. „Fæðingin var erfið og ég missti mikið blóð. Ég kom talsvert meidd út úr fæðingunni. Ég fór úr því að vera sjálfstæð og í besta formi lífsins í það að þekkja ekki líkamann minn og að finnast ég ekki vera ég,“ sagði Anníe í viðtalinu við Kait Hanson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Markmiðið var ekki beint að keppa á heimsleikunum í CrossFit heldur að finna sjálfa mig á ný,“ sagði Anníe. „Læknirinn vissi að ég væri atvinnumaður í íþróttum og hún sagði við mig: Þú getur mögulega ekki orðið nóg sterk aftur í mjaðmagrindinni,“ sagði Anníe. „Ég hata það þegar læknar segja svona. Sem manneskjur þá erum við aldrei að leita eftir því að verða þau sömu og áður heldur ætlum við okkur að vera betri,“ sagði Anníe. Blaðamaður Today Show hefur það líka eftir Justin Bergh, sem er varaforseti hjá CrossFit fyrirtækinu, að endurkoma Anníe hafi verið nokkurs konar kraftaverk. Þá var komið að snöruninni í grein tólf á heimsleikunum. Anníe mistókst í fyrstu tilraun og hafði ekki langan tíma til að reyna aftur. „Þegar hún klikkaði á fyrstu tilrauninni þá hafði hún bara nokkrar sekúndur til að reyna aftur. Tíu þúsund áhorfendur í stúkunni öskruðu hana áfram og hún nýtti sér meira en áratugar reynslu sem atvinnuíþróttamaður og náði þyngdinni upp rétt áður en flautan gall,“ sagði Justin Bergh. Úr varð einstakur svipur hjá Anníe Mist sem er þegar búinn að fá sinn sess í CrossFit sögunni. „Ég var bara svo ótrúlega hissa og svo spennt að hafa náð þessari þyngd upp. Mér leið eins og öll þessi mikla vinna hafði skilað mér þessu á þessari stundu. Ég hafði ákveðin markmið fyrir heimsleikana og þetta toppaði allt á listanum,“ sagði Anníe Mist en það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) CrossFit Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira
Heimasíða Today Show fjallaði um bronsið hjá Anníe Mist sem fór um hálsinn á henni áður en dóttir hennar, Freyja Mist, hélt upp á eins árs afmælið sitt. View this post on Instagram A post shared by TODAY (@todayshow) Fyrirsögnin á greininni er tengd því þegar Anníe lyfti 200 pundum í snörun á heimsleikunum í tólftu grein leikanna sem eru 90,7 kíló. Anníe Mist var mjög hissa á því að lyfta þessari þyngd og það náðist skemmtilega á mynd. Fyrirsögnin er: Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt. Það má sjá Instagram færslu Today þáttarins hér fyrir neðan. Undirfyrirsögnin er líka dramatísk: „Eftir að Anníe Þórisdóttir eignaðist dóttur sína árið 2020 þá vissi hún ekki hvort hún gæti keppt aftur í CrossFit“ en þar er vísað í það að læknir talaði um það við Anníe að það gæti vel orðið raunin. „Fæðingin var erfið og ég missti mikið blóð. Ég kom talsvert meidd út úr fæðingunni. Ég fór úr því að vera sjálfstæð og í besta formi lífsins í það að þekkja ekki líkamann minn og að finnast ég ekki vera ég,“ sagði Anníe í viðtalinu við Kait Hanson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Markmiðið var ekki beint að keppa á heimsleikunum í CrossFit heldur að finna sjálfa mig á ný,“ sagði Anníe. „Læknirinn vissi að ég væri atvinnumaður í íþróttum og hún sagði við mig: Þú getur mögulega ekki orðið nóg sterk aftur í mjaðmagrindinni,“ sagði Anníe. „Ég hata það þegar læknar segja svona. Sem manneskjur þá erum við aldrei að leita eftir því að verða þau sömu og áður heldur ætlum við okkur að vera betri,“ sagði Anníe. Blaðamaður Today Show hefur það líka eftir Justin Bergh, sem er varaforseti hjá CrossFit fyrirtækinu, að endurkoma Anníe hafi verið nokkurs konar kraftaverk. Þá var komið að snöruninni í grein tólf á heimsleikunum. Anníe mistókst í fyrstu tilraun og hafði ekki langan tíma til að reyna aftur. „Þegar hún klikkaði á fyrstu tilrauninni þá hafði hún bara nokkrar sekúndur til að reyna aftur. Tíu þúsund áhorfendur í stúkunni öskruðu hana áfram og hún nýtti sér meira en áratugar reynslu sem atvinnuíþróttamaður og náði þyngdinni upp rétt áður en flautan gall,“ sagði Justin Bergh. Úr varð einstakur svipur hjá Anníe Mist sem er þegar búinn að fá sinn sess í CrossFit sögunni. „Ég var bara svo ótrúlega hissa og svo spennt að hafa náð þessari þyngd upp. Mér leið eins og öll þessi mikla vinna hafði skilað mér þessu á þessari stundu. Ég hafði ákveðin markmið fyrir heimsleikana og þetta toppaði allt á listanum,“ sagði Anníe Mist en það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
CrossFit Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira