PSG sigraði Strasbourg á heimavelli Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 14. ágúst 2021 21:05 Kylian Mbappé með boltann í leiknum í kvöld AP Photo/Francois Mori Paris Saint Germain sigraði í kvöld lið Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni. Parísarliðið var án Neymar og einnig án nýjasta liðsmannsins, Lionel Messi. Lokatölur leiksins 4-2 í leik sem hefði aldrei átt að verða eins jafn og hann varð. Það má segja að liðin komi með mismunandi væntingar inn í þetta tímabil. PSG mætir til leiks með eitt best mannað lið sögunnar á meðan að Strasbourg bjargaði sér frá falli í síðustu umferðinni á tímabilinu sem lauk í vor. Það voru líka liðsmenn PSG sem opnuðu markaskorun leiksins strax á 3. mínútu með marki frá Mauro Icardi sem skoraði með flottum skalla eftir frábæra sendingu frá Abdou Diallo. Kylian Mbappé jók svo forystuna á 25. mínútu þegar að skot hans fór í varnarmann og í netið. Óverjandi fyrir Matz Sels í marki gestanna. Julian Draxler skoraði svo strax tveimur mínútum síðar eftir fyrirgjöf Mbabbé og þarna var nokkuð ljóst hvert stefndi. First half is done! @PSG_English 3 - 0 @RCSA @MauroIcardi 3' @KMbappe 26' Draxler 27' # #ICICESTPARIS pic.twitter.com/0TmkW5Cjr2— Paris Saint-Germain (@PSG_English) August 14, 2021 Það var þó ekki alveg þannig. Kevin Gameiro skoraði með frábærum skalla á 53. mínútu og á 64. mínútu minnkuðu leikmenn Strasbourg muninn enn frekar þegar að Ludovic Ajourque skoraði með enn betri skalla frá vítateigslínunni. 3-2 og farið að fara um Parísarbúa. Líflínan varð þó stutt þegar að Alexander Djiku fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu. Ekki neitt sérstaklega sannfærandi gult en mótmælin í kjölfarið breyttu að venju engu. Það var svo Pablo Sarabia sem skoraði síðasta mark leiksins eftir undirbúning Mbappé. PSG með 6 stig eftir tvo leiki og það er erfitt að sjá hverjir ætla að stöðva þá. Franski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Það má segja að liðin komi með mismunandi væntingar inn í þetta tímabil. PSG mætir til leiks með eitt best mannað lið sögunnar á meðan að Strasbourg bjargaði sér frá falli í síðustu umferðinni á tímabilinu sem lauk í vor. Það voru líka liðsmenn PSG sem opnuðu markaskorun leiksins strax á 3. mínútu með marki frá Mauro Icardi sem skoraði með flottum skalla eftir frábæra sendingu frá Abdou Diallo. Kylian Mbappé jók svo forystuna á 25. mínútu þegar að skot hans fór í varnarmann og í netið. Óverjandi fyrir Matz Sels í marki gestanna. Julian Draxler skoraði svo strax tveimur mínútum síðar eftir fyrirgjöf Mbabbé og þarna var nokkuð ljóst hvert stefndi. First half is done! @PSG_English 3 - 0 @RCSA @MauroIcardi 3' @KMbappe 26' Draxler 27' # #ICICESTPARIS pic.twitter.com/0TmkW5Cjr2— Paris Saint-Germain (@PSG_English) August 14, 2021 Það var þó ekki alveg þannig. Kevin Gameiro skoraði með frábærum skalla á 53. mínútu og á 64. mínútu minnkuðu leikmenn Strasbourg muninn enn frekar þegar að Ludovic Ajourque skoraði með enn betri skalla frá vítateigslínunni. 3-2 og farið að fara um Parísarbúa. Líflínan varð þó stutt þegar að Alexander Djiku fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu. Ekki neitt sérstaklega sannfærandi gult en mótmælin í kjölfarið breyttu að venju engu. Það var svo Pablo Sarabia sem skoraði síðasta mark leiksins eftir undirbúning Mbappé. PSG með 6 stig eftir tvo leiki og það er erfitt að sjá hverjir ætla að stöðva þá.
Franski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira