Næstum því 47 ár upp á dag síðan Víkingar slógu KR síðast út úr bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 15:01 Það gengur oft mikið á í leikjum Víkinga og KR. Vísir/HAG Víkingur tekur á móti KR í kvöld í lokaleik sextán liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sjö félög eru komin áfram og það ræðst í Víkinni í kvöld hvað verður áttunda liðið. Víkingar eru enn ríkjandi bikarmeistarar. Þeir unnu bikarinn haustið 2019 en bikarkeppnin var ekki kláruð í fyrra vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verða síðan Mjólkurbikarmörkin á dagskrá. Það var mikið fjör þegar þessi lið mættust síðast í bikarleik en þá var boðið upp á sex marka leik og vítaspyrnukeppni. Hér er umfjöllun um leikinn í Vísi og hér er mynd af hetju Víkinga, Páli Björgvinssyni, að skora annað marka sinna.Skjámynd/timarit.is/Vísir Það var aftur á móti enginn leikmaður í þessum liðum fæddur þegar Víkingum tókst að slá slá KR-inga síðast út úr bikarnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þá eins árs og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR ekki búinn að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Síðasti bikarsigur Víkings á KR var nefnilega í átta liða úrslitum bikarkeppninnar 1974. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum 14. ágúst og það eru því bara tveir dagar í það að það verði liðin nákvæmlega 47 ár. Hetja Víkinga í þeim leik var maður sem varð seinna þekktari fyrir afrek sín á handboltavellinum. Páll Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Víking í 3-2 sigri í framlengdum leik og voru þau bæði með skalla. Páll endaði leikinn reyndar á því að fá rauða spjaldið. Frá umfjöllun um leikinn í Tímanum.Skjámynd/timarit.is/Tíminn Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk frá Páli og KR-ingnum Ottó Guðmundssyni. Páll kom Víkingum aftur yfir í framlengingunni og Kári Kaaber jók muninn í 3-1 áður en Ólafur Lárusson minnkað muninn undir lokin. Víkingar og KR hafa mæst tvisvar í bikarnum síðan þá. KR vann 1-0 sigur sextán liða úrslitum 1978 og það þurfti síðan vítaspyrnukeppni til að fá sigurvegara þegar liðin mættust síðast í bikarleik sem var á Víkingsvellinum 4. júlí 2005. Leikurinn var í sextán liða úrslitum og endaði með 3-3 jafntefli. Davíð Þór Rúnarsson, Egill Atlason og Hörður Sigurjón Bjarnason skoruðu mörk Víkinga en Garðar Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson og Grétar Ólafur Hjartarson mörk KR-ingar sem komust í 2-0 og 3-2 í leiknum. Það þurfti ekki aðeins vítaspyrnukeppni til að fá fram sigurvegar því bæði lið nýttu fjórar af fyrstu fimm spyrnum sínum. Bráðabani tók við og þar skoraði hinn átján ára gamli Gunnar Kristjánsson. Kristján Finnbogason, núverandi aðstoðarþjálfari hjá KR-liðinu, kom mikið við sögu í vítakeppninni. Hann varði tvær vítaspyrnur og skoraði líka úr einni sjálfur. Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0 Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Víkingar eru enn ríkjandi bikarmeistarar. Þeir unnu bikarinn haustið 2019 en bikarkeppnin var ekki kláruð í fyrra vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verða síðan Mjólkurbikarmörkin á dagskrá. Það var mikið fjör þegar þessi lið mættust síðast í bikarleik en þá var boðið upp á sex marka leik og vítaspyrnukeppni. Hér er umfjöllun um leikinn í Vísi og hér er mynd af hetju Víkinga, Páli Björgvinssyni, að skora annað marka sinna.Skjámynd/timarit.is/Vísir Það var aftur á móti enginn leikmaður í þessum liðum fæddur þegar Víkingum tókst að slá slá KR-inga síðast út úr bikarnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þá eins árs og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR ekki búinn að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Síðasti bikarsigur Víkings á KR var nefnilega í átta liða úrslitum bikarkeppninnar 1974. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum 14. ágúst og það eru því bara tveir dagar í það að það verði liðin nákvæmlega 47 ár. Hetja Víkinga í þeim leik var maður sem varð seinna þekktari fyrir afrek sín á handboltavellinum. Páll Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Víking í 3-2 sigri í framlengdum leik og voru þau bæði með skalla. Páll endaði leikinn reyndar á því að fá rauða spjaldið. Frá umfjöllun um leikinn í Tímanum.Skjámynd/timarit.is/Tíminn Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk frá Páli og KR-ingnum Ottó Guðmundssyni. Páll kom Víkingum aftur yfir í framlengingunni og Kári Kaaber jók muninn í 3-1 áður en Ólafur Lárusson minnkað muninn undir lokin. Víkingar og KR hafa mæst tvisvar í bikarnum síðan þá. KR vann 1-0 sigur sextán liða úrslitum 1978 og það þurfti síðan vítaspyrnukeppni til að fá sigurvegara þegar liðin mættust síðast í bikarleik sem var á Víkingsvellinum 4. júlí 2005. Leikurinn var í sextán liða úrslitum og endaði með 3-3 jafntefli. Davíð Þór Rúnarsson, Egill Atlason og Hörður Sigurjón Bjarnason skoruðu mörk Víkinga en Garðar Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson og Grétar Ólafur Hjartarson mörk KR-ingar sem komust í 2-0 og 3-2 í leiknum. Það þurfti ekki aðeins vítaspyrnukeppni til að fá fram sigurvegar því bæði lið nýttu fjórar af fyrstu fimm spyrnum sínum. Bráðabani tók við og þar skoraði hinn átján ára gamli Gunnar Kristjánsson. Kristján Finnbogason, núverandi aðstoðarþjálfari hjá KR-liðinu, kom mikið við sögu í vítakeppninni. Hann varði tvær vítaspyrnur og skoraði líka úr einni sjálfur. Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0
Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0
Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira