„Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2021 10:35 Kári Stefánsson íslensk erfðagreining Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa haldið sig frá líkamsræktarstöðvum á eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og bóluefni stóð ekki til boða. Nú þegar hann hefur verið fullbólusettur reynir hann að fara daglega í líkamsræktarstöð. „Áður en ég var bólusettur var ég tregari til að fara í ræktina. Þá hreyfði ég mig meira heima hjá mér en nú fer ég í ræktina eins oft og ég hef tækifæri til. Reyni að fara á hverjum degi. Ef ég væri handviss um að eftir þrjá mánuði væri veiran horfin, þá myndi ég kannski bíða í þrjá mánuði áður en ég færi, en það er ekki val lengur. Þessi veira verður hérna með okkur,“ sagði Kári Stefánsson í Pallborðinu á Vísi á mánudag. En ertu ekkert hræddur um að þessi veira fari með þig? „Ég held að allskonar ósómi og hegðunarvandi sé mun líklegri til að ganga frá mér en þessi veira. Maður ræður ekkert slíku. Maður verður að halda áfram að lifa sínu lífi. Ég held að bólusett fólk geti verið tiltölulega rólegt gagnvart þessari veiru. Óbólusettir ættu að passa sig, þó ég vilji alls ekki setja takmörk á hegðun óbólusetts fólks þá vil ég ráðleggja þeim að fara varlega í dag því veiran er mun víðar í samfélaginu núna en nokkru sinni áður. Hún er kannski tíu til hundrað sinnum meira útbreidd en hún var útbreidd á síðasta ári. Þannig að óbólusettir ættu fara varlega innan um annað fólk,“ sagði Kári. Nú sé sú staða uppi að það stefni í að flest allir muni fá þessa veiru og hjarðónæmi muni nást þannig á næstu tveimur árum. Mikil umræða hefur verið um langtímaáhrif Covid-sjúkdómsins og því spurning hvort það sé áhættunnar virði að flestir fái þessa veiru. „Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt,“ svaraði Kári. „Þau eru til staðar en eru sjaldgæf og háð því hversu alvarlegur sjúkdómurinn var. Bóluefnin koma ekki bara til með að minnka alvarleika sjúkdómsins ef hann kemur, heldur minnka líka líkurnar á einhverskonar langtímaafleiðingum. Þannig að ég held að langtíma áhrif af af Covid-19 séu ekki eitt af því sem við þurfum að ströggla við hjá þeim sem eru bólusettir,“ sagði Kári. Hann sagði stöðuna vera þannig núna að veiran sé ekki einhver pest sem Íslendingar geti losað sig við á skammri stundu. Það muni taka tvö ár að ná upp hjarðónæmi en að mati Kára ætti það ekki þýða samkomutakmarkanir allan þann tíma, heldur að samfélagið verði á tánum gagnvart álagi á heilbrigðiskerfið. Hægt er að sjá Pallborðið þar sem rætt er við Kára í heild hér fyrir neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
„Áður en ég var bólusettur var ég tregari til að fara í ræktina. Þá hreyfði ég mig meira heima hjá mér en nú fer ég í ræktina eins oft og ég hef tækifæri til. Reyni að fara á hverjum degi. Ef ég væri handviss um að eftir þrjá mánuði væri veiran horfin, þá myndi ég kannski bíða í þrjá mánuði áður en ég færi, en það er ekki val lengur. Þessi veira verður hérna með okkur,“ sagði Kári Stefánsson í Pallborðinu á Vísi á mánudag. En ertu ekkert hræddur um að þessi veira fari með þig? „Ég held að allskonar ósómi og hegðunarvandi sé mun líklegri til að ganga frá mér en þessi veira. Maður ræður ekkert slíku. Maður verður að halda áfram að lifa sínu lífi. Ég held að bólusett fólk geti verið tiltölulega rólegt gagnvart þessari veiru. Óbólusettir ættu að passa sig, þó ég vilji alls ekki setja takmörk á hegðun óbólusetts fólks þá vil ég ráðleggja þeim að fara varlega í dag því veiran er mun víðar í samfélaginu núna en nokkru sinni áður. Hún er kannski tíu til hundrað sinnum meira útbreidd en hún var útbreidd á síðasta ári. Þannig að óbólusettir ættu fara varlega innan um annað fólk,“ sagði Kári. Nú sé sú staða uppi að það stefni í að flest allir muni fá þessa veiru og hjarðónæmi muni nást þannig á næstu tveimur árum. Mikil umræða hefur verið um langtímaáhrif Covid-sjúkdómsins og því spurning hvort það sé áhættunnar virði að flestir fái þessa veiru. „Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt,“ svaraði Kári. „Þau eru til staðar en eru sjaldgæf og háð því hversu alvarlegur sjúkdómurinn var. Bóluefnin koma ekki bara til með að minnka alvarleika sjúkdómsins ef hann kemur, heldur minnka líka líkurnar á einhverskonar langtímaafleiðingum. Þannig að ég held að langtíma áhrif af af Covid-19 séu ekki eitt af því sem við þurfum að ströggla við hjá þeim sem eru bólusettir,“ sagði Kári. Hann sagði stöðuna vera þannig núna að veiran sé ekki einhver pest sem Íslendingar geti losað sig við á skammri stundu. Það muni taka tvö ár að ná upp hjarðónæmi en að mati Kára ætti það ekki þýða samkomutakmarkanir allan þann tíma, heldur að samfélagið verði á tánum gagnvart álagi á heilbrigðiskerfið. Hægt er að sjá Pallborðið þar sem rætt er við Kára í heild hér fyrir neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira