„Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2021 10:35 Kári Stefánsson íslensk erfðagreining Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa haldið sig frá líkamsræktarstöðvum á eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og bóluefni stóð ekki til boða. Nú þegar hann hefur verið fullbólusettur reynir hann að fara daglega í líkamsræktarstöð. „Áður en ég var bólusettur var ég tregari til að fara í ræktina. Þá hreyfði ég mig meira heima hjá mér en nú fer ég í ræktina eins oft og ég hef tækifæri til. Reyni að fara á hverjum degi. Ef ég væri handviss um að eftir þrjá mánuði væri veiran horfin, þá myndi ég kannski bíða í þrjá mánuði áður en ég færi, en það er ekki val lengur. Þessi veira verður hérna með okkur,“ sagði Kári Stefánsson í Pallborðinu á Vísi á mánudag. En ertu ekkert hræddur um að þessi veira fari með þig? „Ég held að allskonar ósómi og hegðunarvandi sé mun líklegri til að ganga frá mér en þessi veira. Maður ræður ekkert slíku. Maður verður að halda áfram að lifa sínu lífi. Ég held að bólusett fólk geti verið tiltölulega rólegt gagnvart þessari veiru. Óbólusettir ættu að passa sig, þó ég vilji alls ekki setja takmörk á hegðun óbólusetts fólks þá vil ég ráðleggja þeim að fara varlega í dag því veiran er mun víðar í samfélaginu núna en nokkru sinni áður. Hún er kannski tíu til hundrað sinnum meira útbreidd en hún var útbreidd á síðasta ári. Þannig að óbólusettir ættu fara varlega innan um annað fólk,“ sagði Kári. Nú sé sú staða uppi að það stefni í að flest allir muni fá þessa veiru og hjarðónæmi muni nást þannig á næstu tveimur árum. Mikil umræða hefur verið um langtímaáhrif Covid-sjúkdómsins og því spurning hvort það sé áhættunnar virði að flestir fái þessa veiru. „Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt,“ svaraði Kári. „Þau eru til staðar en eru sjaldgæf og háð því hversu alvarlegur sjúkdómurinn var. Bóluefnin koma ekki bara til með að minnka alvarleika sjúkdómsins ef hann kemur, heldur minnka líka líkurnar á einhverskonar langtímaafleiðingum. Þannig að ég held að langtíma áhrif af af Covid-19 séu ekki eitt af því sem við þurfum að ströggla við hjá þeim sem eru bólusettir,“ sagði Kári. Hann sagði stöðuna vera þannig núna að veiran sé ekki einhver pest sem Íslendingar geti losað sig við á skammri stundu. Það muni taka tvö ár að ná upp hjarðónæmi en að mati Kára ætti það ekki þýða samkomutakmarkanir allan þann tíma, heldur að samfélagið verði á tánum gagnvart álagi á heilbrigðiskerfið. Hægt er að sjá Pallborðið þar sem rætt er við Kára í heild hér fyrir neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Áður en ég var bólusettur var ég tregari til að fara í ræktina. Þá hreyfði ég mig meira heima hjá mér en nú fer ég í ræktina eins oft og ég hef tækifæri til. Reyni að fara á hverjum degi. Ef ég væri handviss um að eftir þrjá mánuði væri veiran horfin, þá myndi ég kannski bíða í þrjá mánuði áður en ég færi, en það er ekki val lengur. Þessi veira verður hérna með okkur,“ sagði Kári Stefánsson í Pallborðinu á Vísi á mánudag. En ertu ekkert hræddur um að þessi veira fari með þig? „Ég held að allskonar ósómi og hegðunarvandi sé mun líklegri til að ganga frá mér en þessi veira. Maður ræður ekkert slíku. Maður verður að halda áfram að lifa sínu lífi. Ég held að bólusett fólk geti verið tiltölulega rólegt gagnvart þessari veiru. Óbólusettir ættu að passa sig, þó ég vilji alls ekki setja takmörk á hegðun óbólusetts fólks þá vil ég ráðleggja þeim að fara varlega í dag því veiran er mun víðar í samfélaginu núna en nokkru sinni áður. Hún er kannski tíu til hundrað sinnum meira útbreidd en hún var útbreidd á síðasta ári. Þannig að óbólusettir ættu fara varlega innan um annað fólk,“ sagði Kári. Nú sé sú staða uppi að það stefni í að flest allir muni fá þessa veiru og hjarðónæmi muni nást þannig á næstu tveimur árum. Mikil umræða hefur verið um langtímaáhrif Covid-sjúkdómsins og því spurning hvort það sé áhættunnar virði að flestir fái þessa veiru. „Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt,“ svaraði Kári. „Þau eru til staðar en eru sjaldgæf og háð því hversu alvarlegur sjúkdómurinn var. Bóluefnin koma ekki bara til með að minnka alvarleika sjúkdómsins ef hann kemur, heldur minnka líka líkurnar á einhverskonar langtímaafleiðingum. Þannig að ég held að langtíma áhrif af af Covid-19 séu ekki eitt af því sem við þurfum að ströggla við hjá þeim sem eru bólusettir,“ sagði Kári. Hann sagði stöðuna vera þannig núna að veiran sé ekki einhver pest sem Íslendingar geti losað sig við á skammri stundu. Það muni taka tvö ár að ná upp hjarðónæmi en að mati Kára ætti það ekki þýða samkomutakmarkanir allan þann tíma, heldur að samfélagið verði á tánum gagnvart álagi á heilbrigðiskerfið. Hægt er að sjá Pallborðið þar sem rætt er við Kára í heild hér fyrir neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira